17.3.2010 | 08:35
Færsla 2 af.....
Hey það er ekki hægt að skamma mig fyrir að blogga ekki þegar að ég er upptekinn við pakka niður eða taka upp úr töskum. Já rétt ég var búin að vera hér í rúma viku þegar að það rann upp þessi líka fallegi sunnudagur. Við kíktum út og ákváðum síðan að hafa kósýkvöld heima með pizzu og víntári. Eftirá að hyggja skil ég ekki afhverju ég hellti ekki í mig þetta kvöld öllum Reykjavodkanum sem til er á heimilinu. Við komumst nefninlega að því að fullmikið af vatni var í geymslunni og þegar betur var að gáð var svefnherbergið og gangurinn líka að safna vatni undir dúkinn. Svo rómantíkin hvarf með vatnssugum, leigusölunum og mönnum frá ISS. Og ef það var einhver vottur eftir af rómantík eða kósýheitum þá hvarf hún fyrir lítið síðar um kvöldið þegar að við fluttum inn í gestaherbergi leigusalans í 75 cm barnarúm og allt skreytt Winnie the pooh. Spurning hvort við getum hugsað okkur kynlíf nokkuð fyrr en á næstu öld. Svo fluttum við 2 dögum seinna í studioíbúð frænda leigusalans og svo "heim aftur" og þar erum við núna. Búum með tveim þurrkurum, dótið okkar í kössum og bíðum eftir iðnaðarmönnum sem virðast ekkert vera að drífa sig. Hér ómar ekki Bach á fóninum heldur meira hann Palli minn...."Anna veistu um.....Anna veistu um....". Já elskan þetta er í litlu ferðatöskunni vinstra megin. Ha ha þetta er bara lífsreynsla. Hver annar en ég myndi lenda í svona. Tja maður spyr sig. Myndin hér að ofan er einmitt heima. Svona fyrir þá sem hafa beðið "spenntir" eftir myndum :)
Á laugardaginn var haldið hér Sparkfest í Tromsdalnum. Það er svaka stuð. Það sem til þarf er sparksleði, boð í partýið og búningur (þemað í ár var villta vestrið). Við vorum boðin til yfirmanns Palla, hún og maðurinn hennar bjóða ss 8.manns. Þarna voru allir mættir sem kúrekar með hatt og byssu.....tja nema nottla ég sem fannst upplagt að stimpla mig inn sem hóra úr villta vestrinu með tilheyrandi litlum klæðnaði og daðri af sverustu gerð. Við byrjuðum ss þarna í forrétt. Síðan er manni hennt út. Maðurinn manns skutlar manni að sjálfsögðu á Sparksleðanum sjá hér
ath að maðurinn á myndinni tengist ekki bloggaranum á nokkurn hátt :) Svo er stoppað á hverju horni....hmmmmm ef sumir ná að stoppa. Ég var orðin ansi góð í að spyrna hælunum niður til að enda ekki á hliðinni. Þarna var tekinn drykkur með fólki og spjallað áður en farið var í aðalrétt á næsta stað. Ss 3ja rétta á mismunandi stöðum með nýju fólki í hvert sinn. Alltaf byrjað upp á nýtt að kynna sig og slíkt. Þetta er frábært form og mjög skemmtilegt fólk tja nottla nema skrítni fulli kallinn í aðalréttinum sem ég hef ekki hugmynd um hver bauð og "vinkona" hans sem virtist líka eiga heima á Vogi. Svo endaði partýið uppi á Tromstindinum ef ég get sagt það. Farið upp með kláfnum og partýinu haldið áfram. Sumir voru þó orðnir frekar drukknir. Það að sveifla byssunni verður erfitt eftir stanslausa drykkju kvöldsins. Þessi mynd er tekin af bænum séð þarna ofan frá. Frekar töff en soldið You had to be there.....tja eða bara gefa mér alvöru myndavél :)
Þurfið líklega að smella á hana til að sjá eitthvað. Annars ætla ég að kveðja með mynd af okkur skötuhjúunum þetta kvöld. Tvö sem voru alveg búin á þvi. Ekki bara af áfengisneyslu. Það tekur gríðarlega á að sitja 3 mamtarboð og partý og heyra bara norsku og reyna að skilja og tala. Held að ég ætti t.d núna að hætta að blogga og fara og æfa mig í norskunni.
Athugasemdir
Gaman að lesa að það gangi vel að aðlagast noregi með öllum þeim venjum og siðum sem fylgja. Ég hef aldrei dvalið langtímum svona norðarlega en miðað við alla drykkjuna sem þú talar um þá er þetta bara næstum eins og ísland.
Gangi þér/ykkur sem allra best áfram. Og svo skaltu þiggja boðið um að fá lánuð gönguskíði:)
Jakob (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 19:03
Hey hon, það gengur skuggalega vel og já þeir drekka eins og Íslendingar tja eða eins og kokka og þjónastéttin. Ein samstarfskona mín var t.d send heim um daginn af því að hún mætti full í vinnunna ha ha....og hún átti að mæta 18:00. Gerist allavega ekki á skrifstofu Intrum. Játs ætla sko á skíði næsta sunnudag og ég held það þurfi meira myndband en myndir af þeim viðburði.
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 18.3.2010 kl. 11:34
Hey múslí!
Langaði bara að kvitta fyrir komuna
Gaman að heyra að allt gengur vel í NO....en með gönguskíðin....ég er ekki viss....farðu nú ekki að fótbrjóta þig! Farðu allavegana afskaplega varlega (mér myndi a.m.k. takast að bráka nokkur bein....jafnvel slíta nokkur liðbönd....en hey that's just me!)
Knús&Kossar sætalína
Thelma Þorbjörg (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 13:56
Kjempefint Anna...ser ut som det ikke blir lenge til du blir norsk...
haha.
Olla norska (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.