Það er komin 18 ágúst, 2 vikur frá því að við komum úr fríi, það er skítkalt og þetta er versta veður í 90 ár í Tromso....lucky me og já ég er nýkomin úr vinnunni. Klukkan er nákvæmlega 13:41. Búin með mína 7,5 klst og komin á kaffihús sem er rétt hjá vinnunni hans Palla. Ekki það að í miðbænum er allt rétt hjá þar sem hann er svo lítill og nettur. Ég vinn semsagt á Hóteli sem heitir Clarion. Er morgunverðarkokkur, þar virðast vaktirnar ekki vera algert bull og allt álag og slíkt fæst greitt án nöldurs. Vinn frá 5:30-13:00 svo við erum yfirleitt sofnuð kl 21:00 eins og eldri borgarar. Finnst t.d voða smart að ef ég er kölluð inn auka fæ ég alltaf tvöfalt greitt :)
Reyndar sá ég fram á það í morgun að ég yrði atvinnulaus eftir að þjónarnir komu blaðskellandi til mín með norskt fréttablað. Í því var grein um hótelið. Þeir höfðu semsagt komið í blind heimsókn og tekið staðinn út....Sæll þeir voru ekki ánægðir með neitt og ég held að þeir hefðu verið ánægðari með hundamat en morgunmatinn hjá okkur. Sem við by the way erum búin að upgrade a þvílíkt. En sem betur fer...allavega fyrir mig. Þá var þetta neminn sem var að leysa mig af og hatar morgunmatinn og nennir engann veginn að sinna honum. Ég held því jobbinu mínu....hún má hinsvegar efast um nemastöðuna sína.
Annars er fínt að vera komin til Noregs aftur þó Ísland hafi í marga staði verið yndislegt. Það var æðislegt að sjá vinina og familiuna plús nýju familiuna. Núna á ég t.d auka ömmu sem gæti vel fengið sér í glas með mér. Ekki dónalegt það. Fáránlegt samt hvað maður er fljótur að aðlagast öllu. Í Noregi ganga hlutirnir t.d á hraða snigilsins en á Íslandi allt á yfirsnúningi...ég væri til í Balance takk smá Noreg og smá Ísland. Fannst eiginlega bara erfitt að vera heima í svona stuttan tíma. Náði ekkert að aðlagast þessu stressi. Sem dæmi um rólegheitin þá keyptum við hjónin okkur rúm í lok júní og fengum það afhent núna 10. ágúst. Þeir eru bara ekkert með lager hér. Það er allt í Osló þó þetta sé 70 þús manna bær eða París norðursins eins og Tromso kallaðist á árum áður.
Verð að láta þessa snillinga fylgja að lokum. Hlakka til að sjá þá á Dognville tónlistarhátínni sem við erum að fara á í september ásamt, Ozzy, Prodigy, Aha ofl :)
Hér bloggar litli Lögfræðineminn, kokkastelpan, jafnréttissinninn og vinkonan.Endilega hendið stöfunum ykkar hingað svo að ég hafi smá hugmynd um hverjum dettur í hug að lesa mig :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.