2.4.2007 | 00:47
Aldrei að segja aldrei....
Ég er landsbyggðartútta finnst æðislegt að komast út á land. Margoft hef ég þó líst því yfir að ég sé alls ekki á leiðinni út á land og alls ekki til Akureyrar. En í dag bara kom eitthvað fyrir....nei ég datt ekki út úr flugvélinni, nei ég var ekki full....nei það býr ekki sætur strákur þarna sem ég er skotin í.
Í dag fékk ég þá flugu í höfuðið að ég gæti hugsað mér að flytja vestur á Ísafjörð. Er mér viðbjargandi? Mér leið svo vel þarna. Var svo afslöppuð. Leið bara yndislega og fólkið er svo gott. Fólk á höfuðborgarsvæðinu er ekki slæmt...það nær bara ekki þessari sveitastemmningu, þetta bara eins og lítil fjölskylda og allir tala við alla. Góða konan í bakaríinu gaf mér t.d kókoslengu með vel af rommi nammi namm gott í morgunmat. Í bakaríinu fann ég einnig svokallaða afmæliskringlu. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það kringla sem er fyllt með eggjakremi og með sykri og hnetum ofan á. Nammi namm...hef ekki fengið svona lengi Svo var líka keppni á Langa manga....pub num í kvöld. Keppnin drekktu betur hljómar sko eins og eitthvað fyrir mig. Og svo ástarvika á Bolungarvík, gæti þetta orðið betra ? Síðast urðu til tvö börn útaf þessari viku...allt að gerast þarna. Svo er hátíðin Aldrei fór ég suður um páskana. Lay Low, Mugison ofl ofl. Svo getur maður verið svo flottur á því að ef að blokk kemst á sölu getur maður keypt hana og leigt til annara. Fullt af tækifærum. Ég kæmist í sveitastjórn og kvennfélagið. Hvað þarf maður meira? Og ég er búin að finna hús þarna 303fm...ha bara helv fínt með saunu og öllu. Tréhús sem er svo flott að Skíðaskálinn í Hveradölum má fara að taka sig til í andlitinu.
Myndir þú koma í heimsókn til mín?????
Látum ekki happ úr hendi sleppa....kaupum hús á Ísafirði
Anna hin vestfirska kveður að sinni
p.s. þessi færsla er búin að vera á leiðinni í ca 4 daga....helv blogger.
Athugasemdir
Ég kem, kaupum þetta hús sem við fundum!
Guðlaugur Kristmundsson, 2.4.2007 kl. 13:16
Ég myndi pottþétt heimsækja þig!!! Yrðum fullar í saununni að láta eins og fífl
Kveðja,
*´¨ )
¸.´ ¸.*´¨ ) ¸.*¨ )
( ¸.´ ( ¸.´ Ásdís
Ásdís frænka (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:49
Ekki eins og ég hafi ekki alltaf vitað þetta... er alltaf að reyna að breiða út fagnaðarerindið... Gott samt að þú ert búin að finna kjarna lífsins ;)
Sigga Gunna
Sigga Gunna (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:20
Haha EN Anna en hvað með Eskifjörð? hefuru komið þanngað :D þú getur stutt mig áfram í að taka ákvörðun :D hehe...
Eygerður (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 21:51
hæ hæ ég kæmi sko pottþétt:)langar einmitt svo mikið vestur í sumar...já og sú gamla í bakaríinu er alveg mögnuð...hún gaf mér og lilju einu sinni snúða:) hehe en þú kemur nú norður í vor ekki spurning... kveðja anný knús og kossar
anný (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:09
Ég vil samt enn að við framkvæmum hugmyndina um parhús og sundlaug á milli. Sólhlífar og strákar berir að ofan... (eða voru strákarnir bara í mínum draumi?)
Guðlaugur Kristmundsson, 3.4.2007 kl. 00:10
Sko eru ekki sætir strákar fyrir vestan ??? Sigga Gunna mín þú þekkir þetta nú. Eygerður mín erum við alveg vissar um að það sé málið hmmmm....
Og að vera full í saunu hljómar alveg eins og ég :)
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 3.4.2007 kl. 01:14
Hmm...mér var hugsað til þess sem þú sagðir um daginn: "ef þú flytur á einhvert svona skítapleis, þá verð ég að .... þig. Ég hef ekkert val!!!"
Guðbjörg (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 08:44
Guðbjörg mín....hanga í gærdeginum. Ég var ekkert að tala um að flytja í þistilfjörð....heldur menningarpleisið Ísafjörð:)
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 4.4.2007 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.