11.4.2007 | 16:37
Mannskepnan sem fæðist ekki vond
Í færslu minni þann 4.apríl missti ég það greinilega þegar að ég talaði um að mannskepnan fæddist vond. Það er að sjálfsögðu ekki rétt og þar sem ég er mannleg þá tek ég þetta til baka. Fékk símtal frá þvílíkum gullmola sem minnti mig á að þetta væri alls ekki rétt. Gullmola sem fær mig alltaf til að líða betur og sjá hvað allt getur verið fallegt. Gott fyrir t.d starfsfólk Krónunnar að ég hafi átt þetta samtal þar sem að ég flaug inn himinsæl og brosandi út fyrir eyru og bauð öllum góðan dag.
Fólk fæðist auðvitað ekki vont. Við fæðumst öll falleg og góð með hreint hjarta. Það er bara svo fljótt að skemmast í þessari veröld sem að við búum í. Ég held að við verðum að leggjast á eytt við að gera hana betri. Byrjum daginn á því að hugsa; ég ætla að vera góð í dag og gera mitt besta til að bæta heiminn. Hættum að horfa á ríkisstjórnina og alla aðra. Lítum í eigin barm. Ég veit að ég þarf þess oft.
Langar líka til að minna ykkur á að gleyma ekki öðrum í öllu þessa lífsgæðakapphlaupi.
Ef þið sjáið manneskju í neyð ekki labba framhjá, ef þið sjáið heimilislausa eða aðra sem eiga bágt, ekki taka sveig. Bjóðið góðan dag. Sýnið fólki fram á að veröldin getur orðið betri heimur ef VIÐ hvert og eitt tökum okkur á.
Anna kærleiksbjörn
Athugasemdir
Maður hugsar oft svona, og sér ekkert nema það neikvæða í heiminum, morð, hungursneyð, misnotkun barna, stríð, spillingu og endalaust hægt að telja. En við verðum einnig að sjá það fallega og við sjáum það auðvitað líka, öll þessi yndislegu börn, vini sem við gætum ekki verið án, alla ástvini okkar, náttúrufegurðina, góðmennsku annarra og rausnarleika og þetta jákvæða og fallega er líka endalaust hægt að telja upp. Eigðu góðan dag Anna mín, skemmtileg pæling hjá þér samt. Ef það væri aldrei rigning kynnum við ekki að meta sólina :)
Dagný (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.