13.4.2007 | 13:24
Hegðun, atferli og framkoma
Ljón: Hver þarf að vera sérfræðingur í öllu? Þú breiðir út hamingju og gleði á klaufalegan og skrýtinn hátt - en áhrifin eru þau sömu og ef þú hefðir gert það með óaðfinnanlegum glæsibrag. Fólk er glatt.
Satt satt satt....hver vill svosem vera sérfræðingur í öllu.
Enn það er að koma helgi, hreinlega alveg að bresta á. Þetta er búin að vera hin skrítnasta vika. Eftir lítinn svefn, skringilega atburði og alltof miklar hugsanir er ég á því að föstudagurinn 13. sem er í dag verði mér hreinlega bara til lukku frekar enn óhappa.
Ég er með stóran galla eða á að kalla það sérstakt áhugamál? Þegar ég fer að versla finnst mér óeðlilega gaman að fylgjast með hegðun og atferli annars fólks í búðinni. Grenjandi börnum, pirruðum foreldrum, einstæðum feðrum og einstæðu fólki almennt. Klæðaburði fólks og samræðum. Ég hreinlega gleymi mér í að fylgjast með mannlegri hegðun. Hún er ekki alltaf slæm. Oft mjög sæt, t.d pör að kaupa í matinn og eldra fólk er sérlega krúttlegt. Ekkert sætt samt við frek börn að heimta nammi við kassann, þau finnst mér óþolandi. Sérstaklega gaman finnst mér að mönnum sem að keyra bara körfuna meðan að konan týnir í hana. Enn skemmtilegra fannst mér eldri maður í Bónus sem var að reyna að lesa utan á Sviðahausa. Hefði ekki verið gaman nema af því að maðurinn var með risa stækkunargler til að geta lesið utan á pakkningarnar. Í þessum sporum fyllltist ég reyndar líka þeirri hræðslu að maðurinn gæti verið á bíl fyrir utan og að augnlæknirinn væri frændi hans sem myndi leyfa honum ásamt öðrum blindum gamlingjum að keyra.
Kannski er best að vita ekkert
Góða helgi fólk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.