9.5.2007 | 14:06
X-hvað??
Það kemur fyrir að stjórnmál eru rædd á mínu heimili, kannski af því að ég bý með einum sem er að læra slík fræði eða af því að við erum spes. Þau voru aldrei rædd neitt sérstaklega á mínu heimili nema að tuðað var yfir að allt væri að fara fjandans til og síðan var Sjálfstæðisflokkurinn kosinn enn og aftur. Davíð Oddson var goðið, finnst t.d núna líklegt að búið sé að taka niður fermingarmyndina af mér í röndótta kjólnum mínum og búið að setja upp mynd af Davíð. Ég get stolt sagt að það hefur ekki gerst á minni stuttu ævi að ég hafi kosið X-D. Ef ég kysi hann og stæði með hans málum öllum saman ynni ég líklega fyrir VR og væri ekki þar sem ég er í dag. Því samkvæmt Sjálfstæðisflokknum hafa bara allir jöfn tækifæri, bara spurning hvernig fólk fer með þau. Bara óheppin þú ef þú dasst....X-D reisir þig ekkert við. Verkalýðsfélög hljóta því að vera óþörf því að við lifum í svo góðu samfélagi. Enginn þarf á sjúkradagpeningum að halda né styrk til að mennta sig. Það þarf í raun ekki niðurgreiðslur á einhverjum sumarbústöðum eða hvað??
Leyfi mér að mæla með þessu video http://youtube.com/watch?v=K0UUph7d6dQ
Endilega skoðið þetta líka....margt satt þarna http://youtube.com/watch?v=8Hx9GAhRMDA&mode=user&search=
Kjósið rétt, þangað til næst....
Anna kosningapanna
Athugasemdir
Haukur minn ertu að grínast.....ertu byrjaður að drekka nokkuð og það um hábjartan dag?
Löngu búin að kjósa rétt sko;)
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 10.5.2007 kl. 13:19
Þú veist ég segi alltaf satt, en hver er það sem er að læra stjórnmálafræði heima hjá þér? Er svolítið forvitinn að fá nafn þessa einstaklings hér á síðuna, eða gengur hann undir nafninu kúgaði aðilinn í sambandi eins og þú lýstir svo vel hér einu bloggi!!
Haukur (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 00:27
Hvað með: "Björt framtíð, á traustum grunni..." Það er slagorð sem rokkar.... Svo x-D fyrir mig.... Er reyndar flokksbundin og búin að fá milljón sms frá ungum sjálfstæðismönnum á Akureyri... Partý hér og partý þar... Hvar eru partýin hjá vinstri hreyfingunni eiginlega?
Ásdís Sig (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:23
Haukur minn......leggðu saman tvo og tvo....hvar býr Gulli?????
Ásdís xD Hvað....þú munt þroskast.....partý á Akureyri í kvöld.....
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 12.5.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.