20.5.2007 | 14:52
Amsterdam-Helsinki
Tjellingin er komin út fyrir landsteinana hvorki í fyrsta né síðasta sinn. Þetta var hinsvegar mín fyrsta ferð til Amsterdam en er núna þegar þetta er skrifað lent í Helsinki. Ég fór til Amsterdam með frekar hálfum huga og ekki alveg að nenna því enn hef sko engar efasemdir núna. Borgin er falleg, skemmtileg og þægileg í alla staði og fólkið indælt. Nei ég er ekki að tala um konurnar í rauða hverfinu. Kíkti nú samt þangað og verð að segja að ég eiginlega skammaðist mín. Finnst þetta eitt það mest niðurlægjandi sem ég hef á ævi minni séð. Konur í einhverjum litlum gluggum og mér fannst þetta nú bara meira eins og búr. Svo er hassið leyfilegt þarna ohh my oohh my nú veit litla sveitastelpan í alvöru hvernig hass lyktar og það er hægt að fá hass á alla vegu reykja það, hasskökur, hasssúkkulaði, kannabissleykjó osfrv osfrv. Eiginlega bara fyndið hvað þeir eru stoltir af þessu svo ekki sé minnst á allar vörurnar sem hægt er að kaupa með hasslaufi á. Fór í þessari för út að borða á tveimur æðislegum stöðum. Sá fyrri er japanskur og kokkurinn eldar fyrir framan mann, hrein snilld. Hinn er Mitchelin staður með eina stjörnu. Eitt það flottasta sem ég hef farið á. Fengum í það minnsta 9 rétti og eitthvað meira af víntegundum. Maturinn hrein og tær snilld og þjónustan á topp 3. Mátti ekki standa upp án þess að fá nýja servéttu og þjón sem kom og lagaði fyrir mig stólinn he he. Ég var gjörsamlega eins og prinsessan á bauninni. Eins og ég segi stundum hvernig væri líf mitt ef að ég hefði áhuga á öðru enn mat?? Jæja ætla að leggja mig smá. Ferðaþreyta og bjórþreytan sækir á. Set inn matarmyndir síðar
Knús á klakann Anna sólbrennda
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.