21.5.2007 | 20:14
Út fyrir endimörk alheimsins
Er setning sem á vel við í dag þegar að ég lenti í Kittilá eftir 1 1/2 klst flug, heilan disk með Josh Groban hrotum og smá slefi koddann og á vinnufélaga sem flaut með. Já ég er lent í miðju Lapplandi í Finnlandi. Einu skepnurnar sem ég býst við að hitta þér utan við fundarliðið er jólasveinninn og nokkur hreindýr. Hér er ofsalega fallegt. Snjór, bjart yfir, skíðasvæði sem við íslendingar myndum sjálfsagt frekar kalla hól enn fjall og endalaus tré. Virkilega rómantískt ef maður væri ekki í vinnunni. Þá væru hér rómantískar gönguferðir, spa og kúr. Enn í staðinn eru það fundur. Kem bara síðar í rómansinn ja eða í skíðaferð. Þegar ég verð búin að læra á skíði, búin að fara í nokkrar ferðir til Ítalíu og komin með leið á því. Þá kem ég aftur hingað.
Later fólks
Anna og hreindýrin
Athugasemdir
Vondandi er gaman hjá þér í Lapplandinu þrátt fyrir að vera í vinnuna.. og ef að þú etr með mynda vél, taktu mynd af jólasveininum og hreindýrunum. Ég vil endilega vita hvernig jólasveinninn er þegar að hann er í fríi.
Knús&Kossar frá Norðurlandi
Eyrún
P.S. Já þú ert best og skemmtilegust, ég hélt bara að þú vissir það :D
Eyrún :) (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 10:09
Takk molinn minn, verð bara klökk hér í Lapplandi. Elska þig mest sæta mín.
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 22.5.2007 kl. 11:31
Jæja Eyrún!!! ...er verið að mismuna hérna...hver er það sem þvær af þér þessa dagana??? ;)
Annars vona ég að þér gangi allt í haginn Anna mín...uppáhalds systir mín!!! ;)
Guðbjörg (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:52
He he he Eyrún þarftu núna að fara að mylja úr brókunum ??
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 22.5.2007 kl. 15:30
Heyrðu ég geng þá bara í sömu fötunum ekki málið haha
Guðbjörg mín þú ert líka best og skemmtilegust, ef að þú ættir blogg þá myndi ég segja þér það þar híhí...
Jæja ég er að koma til þín þannig að ég segi þér það bara þá :D
Eyrún Eyjólfsdóttir, 22.5.2007 kl. 17:32
Ha ha Eyrún....heldurðu að þetta bjargi þér fyrir horn. Ég segi bara Kipish.....
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 23.5.2007 kl. 01:09
Maður verður alltaf að reyna :D
Eyrún Eyjólfsdóttir, 23.5.2007 kl. 10:39
Systrasamtal í kommentakerfi. Ha ha. Gaman að því. Hlakka til þess að fá þig heim í kotið okkar. Knús knús.
Guðlaugur Kristmundsson, 23.5.2007 kl. 17:06
Þið eruð nú meiri kellingarnar...! Fer að koma í kaffi Anna og sjá þessar myndir þínar allar saman! Nú er maður farinn að vinna og þarf ekki að hanga yfir bókunum alla daga og öll kvöld ;)
Ásdís Sig. (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 18:35
Jæja nú styttist í að þú komir heim elskan og að ég komi í heimsókn, hlakka til að sjá þig =)
Guðbjörg (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:13
hæ hæ og hó:) kvitta kvitta gamla mín
Anný Rós Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.