28.5.2007 | 18:34
El monday
Ef að þið haldið að ég sé búin að gleyma því að ég fór á Josh Groban tónleikana sem haldnir voru í höllinni...þá fer því sko fjarri. Josh kallinn var bara snilld. Syngur eins og engill, er með húmor og var bara flottur í alla staði. Eina sem var flottara enn tónleikarnir er engillinn sem fór með mér. Þið sjáið hana hér til hliðar. Ef hægt er að brosa hringinn þá gerði hún það. Miss Aldís Groban það styttist í sólarferð Svo talar fólk um að Josh sé væmin og asnalegur....rugl. Hvað er líka asnalegt við að syngja um ást, væntumþykju og gleði ???? Endilega útskýrið það fyrir manneskju sem ekki skilur. Ég labbaði allavega út með gæsahúð, fallegar hugsanir og gleði í hjarta....væmin ha?
Og ef þið hafið ekkert að gera....eða eruð alveg starfslaus eins og sagt er á mínum bæ þá hlustið á þetta http://www.youtube.com/watch?v=0MyOTOyvk34 .
Love Anna ógisslega væmna
Athugasemdir
Æ, þú ert svo mikið rúsínurassgatarófa... og ert sko sjálf gull-engill.
Já, þetta var æði!! Og það styttist heldur betur í sólina hjá okkur, það er einmitt einhver fundur á morgun og þá verður held ég bara bókað og ekki aftur snúið :) Læt þig vita sæta mín ;)
Aldís (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.