5.6.2007 | 18:15
Þegar ég var í Kanada....
Þá var æðislega gaman, allir voru kurteisir og spurðu mig hvernig ég hefði það, ég drakk Keith's red eða Rickards red bjór á hverju götuhorni meðan hinn töskulausi aðilinn sem "brann ekkert í ferðinni" verslaði föt og blæjubíllinn okkar var orðin eins fastur punktur af tilverunni og nágrannarnir í Kópavoginum. Ég var á svo stórri svítu að ég þurfti ekki að hitta sambýlismanninn og Hersey's kossar biðu okkar á hverjum morgni ásamt morgunmatnum og veðurspánni fyrir daginn. Halifax er ábyggilega ekki söm eftir komu okkar og þá meina ég að fólk sé grátandi af söknuði. Við sáum Beauty and the beast í Neptuna leikhúsinu og ónefnd afgreiðslustúlka vildi gjarnan að við hefum náð að sjá Ólíver yfir jólin (Ja kannski við kíkjum við síðar), við átum yfir okkur af ostaköku við Peggy's cove og döðruðum við fólk. Ég get sko sannarlega mælt með Halifax. Jafnvel er alveg eins gott að fara þangað farangurslaug, ja það má allavega prufa það. Það gerðum við bæði og gekk bara flott. Reyndar blæðir Visa kortinu ennþá enn hvað um það.
Ég læt að síðustu fylgja með mynd af puttalingunum okkar sem fengu að fljóta með okkur til Halifax og fannst dýrt að fara út að borða fyrir 1200-1800 kr á manninn.....já við erum local enn þögðum bæði þunnu hljóði meðan okkur var sagt frá þessu svaðalega okri í Kanada.
Núna blasir ekkert við nema svona líka ískaldur og rigningarlegur sannleikur. Ísland ég er komin heim þar sem að allt er nákvæmlega eins og það var þegar að ég fór að heiman. Vonandi fer ég að fara á heitari slóðir....meira síðar elskurnar.
Love Ms Kristmundsson
Athugasemdir
HAHA! Örugglega geggjuð ferð! Heyrumst svo í vikunni kelling...
Ásdís Sig (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 20:49
Hæhæ sæta og velkomin heim :) Jeee hvað hefur verið æðislega gaman hjá ykkur enda kannski ekki við öðru að búast Heyrumst skvísí
Eygerður (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 22:16
Takk takk...já það var snilld og margt sem var óborganlegt eins og smámælta konan í snyrtivörubúðinni og maðurinn sem var alveg hættur að nota E....fór svo illa í hann:)
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 5.6.2007 kl. 23:11
HeHe ég hlakka til að fá að heyra öll detailin þegar að þú kemur, sem að verður vonandi mjög fljótlega. Sætu puttalingar, afhverju tókuð þið þau ekki með heim? Enn allavega sjáumst ;***
Eyrún Eyjólfsdóttir, 7.6.2007 kl. 08:46
hey, þú ert velkomin að koma og pakka með mér á morgun eins og við töluðum um Það kemur önnur líka, þetta verður bara stuð. Hringi í þig!
Silja Bára (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.