Vírd....

 kenya-10
Merkilegt hvað maður fer að spá í skrítnum hlutum þegar að maður er búinn að taka ákvörðun um að flytja af landi brott. Þegar að ég hitti fólk hugsa ég ætli ég ætti að kveðja núna sé ég hann/hana aftur áður enn ég fer, núna er ég að bóna bílinn í síðasta skipti í ár bla. Ég er VÍRD eins og Kata mín segir. Ég velti því fyrir mér hvort ég muni sjá breytingu eftir eitt ár á vinum og landi. Tja varla samt, ætli það verði ekki bara ég sem verð breytt. Ótrúlegustu hlutir koma upp í kollinn og enn meira af hlutum sem þarf að gera fyrir svona ferð. Eins og leigja íbúðina mína, selja bílinn minn, pakka dóti, fara í sprautur og meiri sprautur, ganga frá fjármálum, skipuleggja kveðjupartý....það er eiginlega efst á mínum lista. Svo hvað tekur maður með sér til Afríku, hmmm sem minnst enn hvað? Það er komið á hreint að úti verð ég með 2000 KSHS á mánuði í vasapeninga sem er gjaldmiðillinn og gerir 1940 kr íslenskar he he. Fyrir þann pening get ég keypt 88 bjóra eða farið 66 sinnum í strætó eða farið 10 sinnum á diskótek. Yndisleg vinkona mín var tilbúin að gefa mér 1000 kr isk á mánuði svo nú á ég aukalega fyrir 44 bjórum á mánuði.Tounge
Annars er þetta allt mjög skrítið að vera að fara. Mun ekki trúa þessu fyrr enn ég sé Kenýa.

Later 
Anna sem kann að forgangsraða í peningamálum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þetta er ótrúlega skrítið eitthvað... á eftir að sakna þín þó að ég búi nú bara á ak og hitti þig nú ekki oft:( þá samt getur maður nú heyrt í þér og svona núna og spjallað í klukkutíma...  en vá hvað þetta verður gaman og á sama tíma erfitt en þú átt eftir að læra svo mikið og allt...:) ég er svo ánægð fyrir þina hönd :) birkir er alveg viss um að þú komir heim með eitt svart í mallanum þínum hehe veit ekki hvað hann heldur að þú sért að fara að gera en...hehe heyrumst fljótlega gamla mín 

koss koss anný p.s. 88bjóra??? ekki leiðinlegt það...eins gott að minn maður veit þetta ekki annars færi hann með þér hehe  

anný (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 12:45

2 identicon

þú ert ótrúlega flott,  svona lífsreynslu býr maður að alla ævi.  ertu ekki annars að jafna þig í tennisolnboganum

Eygló (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband