Pennavinir

Lenti/kom mér í afar skemmtilegar umræður á dögunum um pennavini. Eins og margir vita eflaust verður ekki hangið á blessuðu internetinu daginn út og inn í Kenýa og þess vegna er upplagt fyrir þá sem telja mig vini sína að kaupa sér lekkert bréfsefni og byrja að huga að línum til að senda tjellingunni. Ef þið verðið ekki dugleg að skrifa neyðist ég til að óska eftir pennanvinum í mogganum. Auglýsingin yrði þá ca svona

24 ára stelpa óskar eftir pennavinum á aldrinum 20-100 ára.....aldur er afstæður. Áhugamál: sætir strákar, ferðalög og fjármálageirinn....

Hvað var þetta með að skrifa sætir strákar??? Í sömu andrá var rætt um hluti sem maður var að safna og hrikalega mikið gert grín af límmiðunum sem ég safnaði. Var það bara Akureyskt sport ?

Koma svo.....tvær færslur sama dag ég er hreinlega að missa það.

 Luv Anna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég verð líklega að fara að velja bréfsefni...spurning hvernig póstsamgöngurnar verða maður eru ekki búinn að kynna sér aðstæður í nýju heimkynnum sínum ;)

Ertu annars komin með heimilisfang...Strákofi 13.313 ??? ..einn í anda mútter ;)

Guðbjörg (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Endilega eitthvað sætt bréfsefni með kærleiksbirninum á ekkert úr kennarastílabók he he. Hvert heldur þú að mútta sendi póstinn minn???

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 19.6.2007 kl. 23:49

3 identicon

Hmm...ætlarðu ekki bara að vera úti í eitt ár!!! =/

Guðbjörg (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 17:14

4 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Jú hvað meinarðu ???? að þú skrifir mér ekki hrukka ?

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 20.6.2007 kl. 19:57

5 identicon

Jú...litla fjölskyldan á Skagaströnd hefur ekkert betra að gera en að senda þér bréf og listaverk en það gæti verið annað með stóru fjölskylduna á Akureyri ;) múúhhaahahaaa...

Guðbjörg (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 11:18

6 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

He he elsku skyttan mín er nú bara að reyna að vera fyndin, hlakka til þegar sá dagur kemur að ég sjái þinn sæta rass í classanum á sama tíma og ég !!

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 22.6.2007 kl. 04:26

7 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Ég er búinn að finna mér þema á okkar samskiptum þegar þú ert í Kenýa. Pottþétt!

Guðlaugur Kristmundsson, 24.6.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband