Tóm.....

Er enn að bíða eftir að ég fái kast og hætti við Kenya. Er samt að komast á þá skoðun að það gerist ekki. Reyni að segja sjálfri mér allt slæmt enn allt kemur fyrir ekki. Átti  annars yndislega helgi á Flúðum um helgina með AUS liðinu semsagt samtökunum sem ætla að koma mér til Kenya til að gera eitthvert gagn. Það var í alla staði yndislegt ég tók þátt í öllu sem fram fór allt frá verkefnum til stórfiskaleiks og hlaupa í skarðið. Já þessu tók ég þátt í þrátt fyrir að vera búin að reyna að segja þeim að ég sé með íþróttafötlun á háu stigi. Svaf á vindsæng í svefnpoka með fólki sem ég þekki ekkert. Já afhverju er það spes. Jú hreinlega af því að ég er orðin vön hótelum á öllum mínum fundum og ráðstefnum. Ég er langt frá því að vera snobbuð það vita flestir enn þetta var spes.... Var reyndar svo kát með þetta allt að ég hefði ekkert þurft að fara heim strax.


Á síðustu dögum hefur þetta gerst....

-Ég veit hvað bílasalinn minn er búin að missa mörg kg og hvernig hann heldur sér eins og hann er.....don't ask me why.

-Bauð mér í mat til Tótu og hoppaði á Trampólínu með strákunum hennar....allir óskaddaðir

-Hef reynt að koma mér úr stöðunni gjalkeri húsfélagsins ....gengur ekkert

-Hlustað á fólk spyrja mig í sífellu þegar minnst er á flutninga....Hvað verður um Gulla????
Svar: Gulli er gay, við erum vinir, hann er sjálfstæður...ég elska hann enn ber enga ábyrgð á honum.

-Tekið á því í ræktinn með hvítvínsleginni vinkonu sem söng lög með Justin Timberlake upphátt þar....

-Ég hef óskað þess að hafa fleiri klst í sólahringnum.

-Lofað 7 manns lunch...skulda 6 núna.

Knús í bili
Anna panna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já,já... þú komst ekki með til Köben.... þá er bara að koma með Köben til þín... og Justin í leiðinni... heheheh :)

Úff hvað það verður nú erfitt að sakna þín í heilt ár....  en þetta verður æðislegt hjá þér!! 

Aldís a.k.a. hvítvínslegna vinkonan (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 18:12

2 identicon

En ertu alveg viss með hann Gulla? Er hann nógu sjálfstæður?
Þú mátt ekki bara hugsa um sjálfa þig!

En spennandi að skella sér eða flytja til Kenya :)

Örvar (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 01:24

3 identicon

Sælar skvísa, Er mín að fara til Afríku ?  Mér finnst þetta frábært framtak og ég er viss um að þú átt eftir að láta gott af þér leiða þarna úti. Það vantar ábyggilega einn fjörkálf í fátæktina og alvarleikan þarna úti. Ég er þess viss um að þú reddir því.

Ég þakka fyrir skemmtileg comment á síðuna mína. Þú ert alltaf svo mega hress og skemmtileg að það er ekki annað hægt en að brosa út í eitt bara við það að sjá nafnið þitt hehe

Gangi þér vel Anna mín í þriðja heiminum. Farðu varlega ;)

M.b.k María Kristins.

Mæsímó (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 13:31

4 identicon

Ertu orðin geðveik?

Ég fæ bílinn og íbúðina meðan þú ert úti  

Mundu svo að koma með Shiloh heim.

Almar (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 11:42

5 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Geðveik....nei held ekki...hef reyndar ekki látið tékka á því. Kem með Shiloh og Jesser nýja svertingjabarnið okkar....Almar við þurfum að fara að herða okkur hvað eru Brad og co komin með mörg?

Luv Anna

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband