4.7.2007 | 22:49
Hetjan fer í strætó....
Ég hef yfirleitt talist frekar þorinn og allt það ....ja svona utan við smá sjúklega sprautuhræðslu. Í kvöld gerðist ég svo djörf að taka strætó. Já litla gula kvikindið sem ekur um götur borgarinnar og maður þakkar gvuði fyrir að vera á lífi í næsta bíl. Ég var semsagt stelpan sem skoðaði kortið á Lækjartorgi í gott korter. Það var lítið af rónum og engin slagsmál svo ég var óhult. Enn mikið átti ég erfitt með að skilja þetta plan. Var komin á þá skoðun að taka bara leigubíl. Nei svo tók kjarkurinn við og leið 1 var tekin í Hamraborg, já ég steig um borð í gula ferlíkið....sú leið tekur ekki nema 20 mínútur með þessum bus. Í strætó voru eiginlega bara krakkar sem ekki buðu bílstjóranum gott kvöld sem ég tel jú argasta dónaskap, voru með lappirnar á næsta sæti og horfðu á mig með svipnum....hvaðan komst þú skrítna kona og trúið því mér leið þannig. Ég komst leiðar minnar í Hamraborgina og tók þá næsta bíl með því að fara yfir götuna. Um borð í leið 36 var ég eins og með einka driver. Enginn kom upp í á þessari leið og konan sem keyrði talaði við það sem ég held að hafi verið maðurinn hennar allann tímann í símann um uppeldi og leiðir til að bæte hegðun sonarins. Og já engar stöðvunnarskildur voru virtar. Í þessum strætó voru engar bjöllur til að ýta í og því 15 mín frá því lagt var af stað galaði ég....ég vil fara út hérna. Þá var snarstoppað og ég hoppaði út. Þessi ferð tók í heildina ekki nema 40 mín....er það gott eða slæmt? Hvað ætli ég sé lengi að labba heim úr bænum? Já enn ég gaf þessu séns. Sé ekki að þeir verði mikið fleiri. Vildi samt óska að maður þyrfti ekki að eiga bíl á þessum klaka. Góðar almenningssamgöngur eru málið á mínum bæ !!! Þetta er kannski ágætt þessa dagana fyrir atvinnulausa eins og mig að þvælast um í sightseen með strætó enn sem samgöngutæki.neeeeeiiiii ég held ekki.
Strætógellan kveður
Athugasemdir
Hahaha.. snilld! Bjargaðir deginum sæta..... held ég hafi skellt uppúr hérna á Hlöðunni.. ágætt að ég er ein hérna :)
Aldís (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 09:52
hehehe:) guð ég hefði ekki boðið í þetta... þú ert hetja:) er alltaf að fara að hringja í þig en er alltaf voðalega upptekin eða stelpan með stæla við múttuna:) elska þig samt rosalega mikið. kveðja anný
Anný Rós Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 16:03
hihihihihi :) Þú ert snillingur...þegar að þú kemur til Akureyrar ætlar þú þá að prófa strætóinn hérna??? Auður er til í að fara á rúntinn með þér :) :) :)
Guðbjörg og Auður Eva (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 20:13
He he.
Aldís mín gott að ég gleð þig við lokaverkefnis skrif Iss Anný mín það verður tími áður enn ég fer út...nema ég sjái þig bara á Akureyri. Guðbjörg....strætó nei takk ekki alveg mitt thing. Hugmyndin er góð enn ég ætla ekki að nota hana eins og sagt er á mínum bæ.
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 5.7.2007 kl. 23:29
Hei, hvað segiru þá um menningarferð niðrá Hlemm? Tjatta við rónana, kíkja í kollu á Mónakó í góðum félagsskap og njóta þess að vera til. Held það væri brilli.
Kveðja úr ástarbýlinu að Hringbraut,
Kristján, Hannes & Strákarnir
Kristján (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 00:03
Hey...þú vildir ekki koma með mér á Mónakó síðast elskan !!! Hik er sama og tap
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 6.7.2007 kl. 00:05
hæhæ sæta:) loksins kvitta ég hehe:) er svo ó tölvuvædd, en er öll að braggast hihi úff og púff þessar strætóferðir held að það sé nú bara fyrir harða ulinga sem hafa engar áhyggjur og allann tímann í heiminum iss mín er sko búin að gera slíkt hið sama nema gerðist meira að segja svo kræfa að fara með barnavagninn með mér, held að ég geri það aldrei aftur!! ég veit ekki hvar þessir strætóbílstjórar fá ökuleifið eiginlega þetta er vægast sagt skelvó maður er bara í bráðrilífshættu!! það er varla að þeir stoppa til að hleipa fólkinu út??? maður þarf eginlega bara að hlaupa og hoppa út svo maður verði ekki bara á milli uss og iss , og já svo er ég sko alveg viss um að þeir auka hraðann í beijunum svo að fólkið sem er með vagna og þarf að standa í smekkfullum strætó þeitist vel um vagninn já ég held að ég hætti ekki lífi mínu og barnsins aftur í strætóferð! labba bara með vagnin enda hef gott af því heheh ég verð svo að bjalla í þig áður en þú strunsar út í óbyggðirnar kisskiss og knús frá mér og mínum:****
Auður Efó (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.