17.7.2007 | 03:34
Brúðkaup var það heillin....
Ég man það eins og gerst hafi í gær að ég horfði á bíómyndir með mömmu, ég var svona á besta aldri 10-14 ára og skildi aldrei afhverju fólk var að gráta í brúðkaupum. Hver gerir eiginlega slíkt var mín hugsun og fannst þetta alveg hræðilega hallærislegt. Þetta er gleði, aldrei græt ég ef það gerist eitthvað skemmtilegt. Ég græt í jarðarförum enn fyrir nokkrum árum bættust við brúðkaup og skírnir. Er það merki um að ég sé að verða meir og gömul? Ég sá einn af mínum bestu vinum ganga upp að altarinu á laugardaginn. Yndislegan gullmola sem á alltaf stað í hjarta mínu og ég get sagt ykkur að ég hreinlega þurfti að horfa á marmarann á gólfinu og hugsa um eitthvað annað til að fara ekki að gráta þegar að brúðarmarsinn byrjaði. Já svona eftir að ég var búin að láta hann fara að hlæja ásamt gullinu mínu. Við kunnum okkur jú alls staðar.
Enn svona er lífið og það breytist stöðugt. Vinir gifta sig, flytja eignast börn, mennta sig ofl ofl. Það er það skemmtilega við lífið það kemur stöðugt á óvart og núna eftir rétt rúmar 3 vikur flyt ég til Afríku. VÁ það styttist óðfluga og ég á enn eftir að pakka, heimsækja nokkra vini, halda party og fara norður.
Knús í bili
Anna panna
Athugasemdir
Ég er á þessum aldri, ég skil ekki af hverju fólk grætur í brúðkaupum :)
Hlakka til þegar að þú kemur norður ;)
Eyrún Eyjólfsdóttir, 18.7.2007 kl. 16:30
akkúrat ég fattaði það engan vegin...ég er að meyrna.
Sjáumst á morgun gamla
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 18.7.2007 kl. 17:19
Æ, þú ert svo mikið krútt. Sko, ég held það geti verið ýmislegt á bak við tárin..
"Ég mun aldrei giftast, það vill mig eeeeenginn.... wwaaaaa" eða
"Ég trúi ekki að hann/hún sé á undan MÉR upp að altarinu... waaaa.. það vill mig enginn" eða
"Djöfull, ég fékk eitthvað í augað... ohh, great, nú halda allir að ég sé að grenja.. fabulous!!"
Jæja... hvað af þessu var það?? :) hihihihi
Aldís (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 22:24
.... Jú, auðvitað er ég að DJÓKA!!! Brúðkaup eru æði... *snöktogsjúguppínef*
Aldís (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 22:25
Það er ánægjulegt að heyra að einhver skyldi hafa fellt tár því ég var óvenju afslöppuð og brosti bara allan tímann. En þetta var meiriháttar. Ástarþakkir enn og aftur fyrir að vera frábær
Andrea nýgifta (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.