It's the journey...

IMG_0006Ég sit um borð í vél Flugfélags Íslands og er að fara að heiman og heim. Ég er í slitnum nike buxum af systur minni, þeirri yngri og hin eldri segir að  ef ég fari í risastórar naríur þá sjái það enginn hversu slitnar þær eru orðnar. Enn það skiptir engu. Ég er með risastór Prada sólgleraugu á nefinu svo fólk um borð sjái ekki að ég felli tár þegar að ég hugsa um litlu skæruliða systur minnar sem verða ári eldri haustið 2008. Ætli þau verði búin að gleyma mér? Móðir mín spurði mig hvort að það væri virkilega ekkert sem ég kviði fyrir vegna Afríkuferðarinnar. Nei í raun ekki. Enn ég mun sakna fólks á Íslandi, vina og ættingja. Ég óska og vona að allir verði heilir þegar að ég kem heim. Svo hugsa ég rökrétt og dreg mig úr þessum pælingum og segi við sjálfa mig. Ég mun engu breyta þó ég verði á Íslandi og þá kemst ég á jörðina og fatta að lífið heldur áfram. Ég er í raun "heppin" eða hef í raun unnið mér það inn að geta verið með fjölskyldu minni eina helgi í Ásbyrgi í sól og blíðu. Notið hins ljúfa lífs, borðað, spilað fótbolta við litla frænda, strítt litlu systur í sömu koju og látið eins og enginn væri morgundagurinn. Drukkið bjór með pabba, látið stóru systur borða bitann af grillinu sem við brenndum óvart, farið í sund með litlu frænku og farið í gönguferð í yndislegri náttúruperlu með mömmu. Enginn skildi vanmeta litlu fallegu hlutina í lífinu. Stundum er er lífið ekki eins og maður vill enn ég er sammála Hertz bílaleigunni sem segir.....It's the journey not the destination. Njótið ferðarinnar sem lífið er gott fólk.

Luv Anna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þín verður sárt saknað af fjölskyldunni (grátur í koddann á hverju kvöldi!) :( 

...en það verður bara enn meira gaman að fá þig heim og þú verður reynslunni ríkari :)

Stóra systir (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Eyrún Eyjólfsdóttir

Þegar að ég hitti þig næst verðuru orðin 26 ára,  skrítið.
Og þá er ég á leiðinni í framhaldsskóla.

Jeminn ég á eftir að sakna þín mergjað :'(

Eyrún Eyjólfsdóttir, 25.7.2007 kl. 15:26

3 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Mér finnst þú hetja. Þó að þú eigir eftir að missa af fyrsta kökuboðinu mínu, þá áttu í staðinn eftir að upplifa það að endurheimta mig aftur. Best verður samt þegar þú kemur heim og við getum rætt allt það sem fer í gegnum hausinn á okkur hverju sinni...

Guðlaugur Kristmundsson, 25.7.2007 kl. 15:38

4 identicon

Veistu, fyrr en varir verð ég komin út til þín og við ferðumst í 3 vikur um Afríku og verðum samferða heim. Og ekkert á Íslandi hefur breyst á meðan...!

Ásdís Sig. (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 17:24

5 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Ég veit þetta allt....trúi því bara ekki þessa dagana. Snýst bara í hringi. Enn ég mun fara það er ekki málið.

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 25.7.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband