30.7.2007 | 01:04
12.dagar í brottför
Það styttist í brottför og ég er búin að leigja út íbúðina mína þessu líka ágætisfólki. Þau eru pólsk...já andiði nú. Ansi margir vina og kunningja hafa gripið andann á lofti við þessar fréttir, hvað ég sé eiginlega að hugsa. Vitiði ég held að þau séu ekkert verra enn annað fólk og fá minn séns eins og aðrir. Átti reyndar bágt í morgun þegar að ég var ræst út og fullur maður í næsta stigagangi sem vildi svo óheppilega til að var pólverji hafði keyrt á 2 bíla fyrir utan he he. Svo spurði grannkona mín hvort ég væri búin að leigja....og já sagði ég....og hverjum ? ....pólskum systkynum. Gaman að því. Ég hélt smá game í gær fyrir vini mína. Reyna að kveðja fólk og það tókst svona fínt bara. Ég fór ekkert að gráta aðrir sáu um það og töfrabrögð voru sýnd ásamt ansi grófum Thriller dönsum.
Það er annars helst að frétta á þessum þunna sunnudegi að í dag hóf ég inntöku á malaríutöflunum mínum. Ég er 20 þúsund krónum fátækari eftir þau kjarakaup.
Þar sem að ég er frekar samviskusöm þá ákvað ég að lesa nú manualinn fyrir lyfið og þar segir þetta um aukaverkanir: Höfuðverkur, svimi, þreyta, ógleði, uppköst, kviðverkir, niðurgangur, jafnvægisleysi, skapgerðabreytingar, sjóntruflarnir, hiti, slappleiki, þunglyndi, geðtruflanir, lystarleysi, marblettir, útbrot, kláði, bjúgur, öndunarerfiðleikar, martraðir, þunglyndi, liðverkir, vöðvakrampi ofl ofl. Já þetta er ábyggilega æðislegt lyf sem ég hlakka núna mikið til að taka í heilt ár.
Var að koma úr kvöldkaffi sem samanstóð af vöfflum, ostaböku og túnfisksalati.....nammi namm. Ég elska fólk sem að finnst í lagi að háma í sig eftir kl:23 á kvöldin
Later later
Anna panna
p.s þessi mynd er af okkur litlu systur í Ásbyrgi
Athugasemdir
Ekki allir Pólverjar eru slæmir :)
Er virkilega ekki betra að fá Malaríu en að taka svona lyf, ég er svo vitlaus, ég veit ekkert um malaríu :P
Myndin af okkur, ég er myglan ein :D þetta var samt gaman, gott blogg :)
Eyrún Eyjólfsdóttir, 31.7.2007 kl. 11:12
Malaría er algengur sjúkdómur í heittempruðum löndum og hitabeltislöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er áætlað að um 300 milljón manns smitist árlega af malaríu og leiðir hún til a.m.k. milljón dauðsfalla á ári hverju. Um 90% dauðsfalla eru meðal barna og verst er ástandið í Afríku sunnan Sahara.
Svarar þetta spurningunni ? Já við vorum flottastar í þessari ferð
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 31.7.2007 kl. 22:04
ussss það munar ekki um það! ja ég vona bar að þú verðir svaka heppin og fáir ekki neitt af þessum huggulegheitum!! sætar systur;) knús frá okkur:***
Auður Efó og litlu krúttin sín:*** hehe (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 11:52
Jább þetta svaraði spurningunni :)
Eyrún Eyjólfsdóttir, 1.8.2007 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.