Að blogga við ADSL

rusl2Um að gera að nota sér að blogga svona meðan maður lifir við hið nútímalega og yndislega ADSL. Er komin með fjölskyldu í Afríku sem ég veit reyndar ekki alveg hvað er stór. Enn ég fæ sér herbergi hjá þeim, það er ekkert rafmagn á heimilinu enn það er sko rennandi vatn í húsinu. Geri samt ekki ráð fyrir sturtu, það væri nú hámark bjartsýninnar ég verð einhversstaðar úti á túni að skvetta yfir mig vatni. Akkúrat...ég þarf að hlaða gsm símann minn í mollinu í þorpinu sem ég mun búa í he he. Ætli það vinni sætir strákar þar? Annars gengur lífið sinn vanagang í Kópavoginum. Gullið er að pakka fyrir brottför og ég upplifi það eins og skilnað af sverustu gerð. Ég sjálf pakka og hendi dóti eins og ég hafi ekkert annað að gera. Mikið er gott að henda og maður ætti að gera það oftar. Afhverju safnar maður sumu dóti. Ef það voru ekki krukkur með útrunninni sultu frá 2003 sem fengu að fjúka þá voru það ástarbréf frá gömlum kærustum eða gamlir skór sem mér fannst bæði óþægilegir og hef ekki farið í á ein 5.ár. Er reyndar svo klikk að ég er strax farin að spá hvar ég á að setja dót þegar ég kem heim.....2008. Hvernig ég raði og í hvaða lit ég eigi að mála íbúðina. Er ég komin fram úr mér ?

Jæja klára að pakka einum eldhúskassa og henda meiru dóti.
Ætli spáin mín í dag sé rétt?

 Ljón: Þér líður eins og þú gætir ekki tapað - jafnvel þótt þú myndir reyna það. Hvað ef eini möguleikinn væri að vinna? Láttu á það reyna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

dí það er svo skrítið að það sé komið að þessu!

það var svo gaman að sjá þig á sýningunni!! takk fyrir að koma!;);)

kossar og knús!! 

Rósa (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 13:41

2 identicon

ég vona að það gangi allt vel og þú hafir gaman af !!! Góða ferð elskan:)      

Knús frá mér og mínum:***

Auður Efó (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 19:16

3 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Rósa mín ekkert mál að koma og gaman var það...ég var off course í réttu outfitti fyrir ferðina í Öskjuhlíð. Skrjáfupilsi og jakka...þetta þarfnaðist frekar ullarpeysu og fjallaskónna. Loksins sýnirðu líka í réttum landshluta.

Elsku Auður það er alltaf eins og við höfum aldrei hætt að spjalla...snillingur. Takk fyrir góðar óskir.

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 3.8.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband