Það líður að brottför

Untitled-1

Það styttist óðfluga í brottför 4.dagar og stemmningin er einkennileg. Ég er ekki að gera neitt og kem engu í verk. Þvælist eiginlega bara fyrir sjálfri mér. Hitti mann í vikunni sem að sagði mér að ég væri að kasta lífi mínu á glæ með því að ætla að reyna að bjarga þessu afríkufólki ég gæti allt eins reynt að kenna beljunum hans að sauma út. Hitti einnig konu sem sagði Gvuð minn góður ég hélt að þú værir að þroskast ertu ekkert komin með mann eða barn. Bara gaman að því hvað sumir eru ekkert að liggja á skoðunum sínum og finnst það að þroskast alls ekki að fara til Afríku. Nei þroski er að eignast mann, gifta sig, eignast börn, kaupa raðhús og bjóða í lambalæri með brúnuðum kartöflum á sunnudögum. Þetta er eiginlega ennþá skemmtilegra þegar að maður berst við að halda geðheilsunni í lagi. Auðvitað hlakkar mig til að fara enn auðvitað er líka spennan og hræðslan við að fara í hið óþekkta. Hver þekkir ekki að byrja í nýju starfi eða hefja nám sem að maður veit ekkert um hvernig maður kemur til með að standa sig. Ég hugsa oft um fyrirlestur sem að ég fór á með Svöfu Grönfeldt rektor HR sem sagði að maður ætti alltaf að reyna að fara út fyrir the safe zone eins og hún orðaði það. Ekki festast í hinum þægilega kassa þar sem maður veit allt, skilur flest og þekkir allt fólkið. Ef að það væri ekki gert væri maður alltaf fastur í því sama og maður myndi hvorki þroskast né þróast í starfi. Ég er svo sannarlega á leið út fyrir kassann með öllu því sem fylgir.

Luv Anna panna

Þessi mynd var tekin í brúðkaupi vinar okkar um daginn. Já mér þykir vænt um Gullið mitt það komast fáir með tærnar þar sem að hann er með hælana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Eyjólfsdóttir

Meðan þú ert í Afríku, skal ég kenna beljunum að sauma út, þá erum við búnar að taka út svipaðan þroska, ekki spurning ;)
Hey ég er með eins spurningu, fæ ég bolinn minn áður en að þú ferð út eða eftir að þú kemur að heiman :P ekkert liggur á, bara spurning ;)
Hmm já ég hef heyrt um þennan blessaða kassa og já út fyrir hann langar mig svo sannarlega ekki að fara en þó...
Annars er ég hætt að tuða bless bless, heyri vonandi í þér fljótlega ;**

Eyrún Eyjólfsdóttir, 6.8.2007 kl. 23:32

2 identicon

Já, ef þetta þroskar ekki þá veit ég ekki hvað gerir það ... allavega ekki þarna hjónaband og barn í raðhúsi hehe

Gangi þér vel þarna úti sykurpúði, og ég bið að heilsa Shiloh.

 ps. hún er alltof erfið þessi ruslpóstvörn hjá þér, hvað helduru að ég viti hver summan af tveimur og tólf er??

Almar (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 13:40

3 identicon

Já þetta er nokkuð sem maður verður að spá meira í, stökkva út fyrir safe zone, þó það sé ekki lengi. Bara gera það.
Ofmetið hugtak að vera kominn með maka og börn fyrir 30 eða 35.

Örvar (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 22:16

4 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Nei, er hér ekki mættur hann Örvar, stórkostlegur dansfélagi minn? Hvenær tökum við næsta snúning?

Guðlaugur Kristmundsson, 8.8.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband