9.8.2007 | 01:39
Svona að síðustu...
Allt að smella fyrir brottför í dag var öllu pakkað í Kópavoginum. Einkennilegt að sjá íbúðina sína galtóma. Ég fékk góða hjálp og þetta var hreinlega massað af eins og sagt er. Ég er búin að kveðja flestalla vini og allt að smella. Þar sem að ég býst ekki við að skrifa fyrr enn í Afríku....tja nema að ég komist í tölvu þessa nótt í London vil ég bara segja farið vel með ykkur hérna heima á klakanum. Vonandi get ég látið eitthvað vita af mér hér þó svo að það verði rafmagnslaust heima hjá mér í afríkunni þá kemst ég nú vonandi eitthvað á netcafe...sjáum til. Þeir sem vilja senda mér tölvupóst þá er netfangið einveil@gmail.com .
Ég vona svo að þeir sem að láta svo lítið að kíkka hér við verði duglegir að commenta eða henda línu í gestabókina svona til að gleðja lítið hjarta í Afríku.
Að síðustu kemur hér stjörnuspáin mín sívinsæla sem fólk heldur enn fram að ég skrifi sjálf
Ljón: Þvert á það sem margir ættingajar þínir vilja halda fram, er ekki sjálfselska að lifa lífinu eins og maður vill. Hver fyrir sig er þitt mottó.
Ég óska öllum sem lesa góðs á komandi ári og verið góð við hvort annað.
Ást Anna panna
Athugasemdir
hæ hæ elskan... til hamingju með daginn:) ég var að reyna að hringja í þig áðan en kannski ertu farin.. hélt að ég myndi ná á þér.. veit að við höfum ekki haft mikið samband síðustu dagana þína heima:( en þú veist að mér þykir rosalega vænt um þig og þú ert og verður alltaf besta vinkona mín. farðu rosalega varlega og vel með þig úti.. ég veit það alveg að þér á eftir að ganga vel eins og í öllu sem þú gerir.:) ég reyni aftur á eftir að hringja í þig gamla mín. gangi þér vel :) knús og kossar anný
Anný Rós Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:45
Hæ sæta
Jiii ég var svo upptekin af því að þú værir að fara út að ég gleymdi að óska þér til hamingju með afmælið esskan Þú ert flottust og þetta verður æðislegt ár hjá þér esskan :-) MISS U
Kata (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.