12.9.2008 | 10:17
Kópavogsborg, Iceland það sem við köllum siðmenningu
Mánuði seinna er loksins hægt að blogga. Ekki það að talvan mín hafi ekki virkað eða nettengingin verið til staðar heldur er bara erfitt og skrítið að vera komin heim.
Við Gulli höfum líkt þessu öllu saman við það að vera í aðlögun á leikskóla. Ég hef verið algerlega úti á túni. Veit ekkert hver er hvað í blöðunum, veit ekki alveg hvað hefur gerst á árinu, hef ekki horft á næturvaktina, skil því ekki einfalda brandara þaðan, ég veit ekki lengur hvernig á að gera suma hluti. Er enn að átta mig á því að ég hef heitt vatn og þvottavél.
Ég hef einnig verið í sjokki hversu hátt við Íslendingar lifum & hvað allir hafa það hreinlega æðislega gott hérna, ég sé ekki þessa kreppu og þó svo fólk hafi það ekki allt æðislegt þá eru hér skriljón tækifæri til að breyta því. Ég er nú samt ekki bara sokkin í flöskuna eins og hefði mátt skilja á dögunum þegar að ég talaði við ameríska vinkonu mína sem líka saknar Africu.
Ég: I have been feeling like a crazy alcaholic these last days. (Meaning sometimes everything is great and on the other hand everything sucks)
Hún: Ooohh yes me too I have been drinking a lot. Have to quit shortly to drink because the school is starting (she is a teacher)
Það var yndislegt að koma heim þó ég hafi ekki einu sinni séð út um gluggann í Leifstöð ekki var það heldur útaf rigningu eða snjókomu. Heldur sú staðreynd að ég var önnum kafin við að knúsa ælupokann minn. Ég sem var búin að hlakka svo til að heyra setninguna "góðir farþegar velkomin heim". Er núna ekki einu sinni viss um að flugfreyjan hafi sagt það. Var veik frá því að ég sá Flugvél Icelandair í London þar til ég lenti í Keflavík. Þórdís yndislega fallega vinkona mín sem náði í mig til London. Játs hún er flottust, kom tók með mér lunch og flaug með mig heim þurfi að hlusta á mig kasta upp, væla um veikindi mín á ensku, hún er hörkutól. Gulli besti flugþjónninn minn stóð sig líka vel enn ætli ég hafi ekki verið hundleiðinleg og langaði hvorki í snakk, súkkulaði né vín. Já það er augljóst að ég var veik. Það tók mig góða viku að hætta að tala ensku í stað íslensku. Er enn að blanda þessu saman og man ekki íslensk orð. Heilinn minn er bara ekki komin heim. Vonast samt til að sjá hann fljótlega.Þarf mikið á honum að halda þessa dagana.
Það er gott á Íslandi, við höfum allt, flestir taka því sem sjálfsögðu, það er gott að vera laus við magakveisur, soðið vatn og menn sem geta ráðist á mig. Ekki svo að skilja að Ísland sé algerlega safe. Er að venjast því að vera með fullt öryggi. Stóð mig að því á Akureyri að líta bakvið mig eftir kl.23 og spá hvort mér væri hreinlega óhætt að labba heim og það með i-podinn á mér. Ég sakna samt sem áður Afríku mikið og lífsins þar. Afslappaðra tempó og fólk hefur tíma hvort fyrir annað. Það er dapurlegt hvað fólk er busy hér. Suma vini mína hef ég t.d ekki séð síðan ég kom heim.
Myndin hér að ofan er tekin í New York....tja hvað var ég að gera það. Fór í sjokk meðferð með Gulla. Eftir það náði ég upp tempoi að nýju. Gulli var orðinn þreyttur á að þurfa að biðja mig 5x um að drifa mig og þurfa síðan að moka mér út um dyrnar. Við skemmtum okkur að sjálfsögðu stórvel í þessa 24 tíma eins og má sjá á Visa reikningi frúarinnar. hmmm þessi mynd hlunkast ekki inn svo síðar....
Nóg í bili
Anna Vala
Athugasemdir
hæ já það er nú gott að þú ert komin heim þar sem er nokkuð safe að vera... hehe hafðu það gott gamla mín knús
Anný (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 19:01
Velkomin heim Já, spurning hvort það var meira menningarsjokk að koma heim heldur en að fara til Afríku Vona að þú látir sjá þig á Stórhöfðanum.
Knús, Heiða
Heiða Friðjónsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.