24.11.2008 | 18:10
Er líða fer að jólum...
Eftir langan tíma án bloggs sé ég mér fært að setja stafi á tölvu. Kannski bara af því að ég á að vera að lesa Evrópurétt eða reyna við lögskýringarfræði. Hver kannast ekki við það að gera allt annað enn að læra þegar að það er á dagskrá? Það er skrýtið hvað maður getur verið andlaus af lærdómi og þreyttur. Bjóst ekki við að hægt væri að sofna með Túlkun lagaákvæða á nefinu oft sama daginn, sofa í Háskólabíó 2x í sama tímanum þó úthvíld hafi verið og farið þreytt inn í rúm kl.15 að degi til.
Annars er ég jólastelpa og er farin að hlakka ískyggiilega til jólanna, reyndar verður þetta meira í ár ég hlakka til 19.des enn þá lýkur einmitt prófinu mínu. Ég hlakka líka til að geta þá komið mér fyrir í litlu höllinni minni sem brátt tekur við Mömmu sinni aftur. Flyt inn 1.des svo fólk getur farið að droppa í kaffi eða fært mér mat. Mér þykja einmitt góðar lærissneiðar í raspi, kjötbollur og soðinn fiskur....bara svona ef ykkur vantar hugmyndir. Annars er ég eins og bakkaköttur "ét allt".
Mér finnst annars ótrúlegt að vera komin í neyslubrjálæðið aftur. Hvað gerði ég fyrir síðustu jól og um jólin hmmmm....
Kenyubúar halda upp á jóin á jóladegi. Jóladagurinn 2007 rann upp og sólin skein, enda desember einn heitasti mánuður ársins. Fósturmóðir mín og systir fóru til vinnu útaf kosningunum. Ég hinsvegar hjálpaði hússtelpunni ásamt slatta af ættingjum að undirbúa jólin. Við þrifum húsið,já ég semsagt skreið um á fjórum fótum og skúrað köngulónnum mínum burt, mennirnir slátruðu geit, ég steikti Chapati brauð ásamt frænkum og við bjuggum til meðlæti og allt það. Að þessu loknu var allt frekar rólegt. Seinnipart dags var ég búin að skipta um föt og fór og hitti vinnufélaga minn á barnum, við drukkum nokkra öl áður enn ég fór heim, át geitakjöt, drakk gos sem aðeins er ert til Hátíðarbrigða og ættingjar komu til að borða með okkur og syngja jólasöngva. Eina gjöfin sem var afhennt þennan dag var fótbolti sem ég gaf litla bróður.
Ég viðurkenni að ég hafði kviðið þessum degi eilítið við útförina þar sem ég hafði aldrei upplifað jól annars staðar enn heima á Íslandi. Ég var hrædd um að þennan dag kæmi fram allur minn söknuður. Hann kom aldrei í þeirri mynd sem ég hélt. Mér finnst núna að þessi einu jól séu eins og jólin eigi að vera.
Og bara svona í endann er hér smá frá Móðir Theresu..Sonie vinkona átti það til að lesa um hana fyrir okkur samstarfsmennina hjá Rauða Krossinum hvort sem að fólki líkaði betur eða verr Ég man að ég hlustaði yfirleitt með ákafa því að á þessum hörmungartímum sem við upplifðum með fjölda fólks að deyja daglega og annar eins hluta stórslasaðan eða foreldralausan. Þá var gott að geta hugsað um eittthvað fallegt. Sonie thanks
"Even the rich are hungry for love, for being cared for, for being wanted, for having someone to call their own"
Mother Teresa
Knús í bili Anna Vala
Athugasemdir
hæ ætlaði bara að senda knús á þig.. p.s. mér finnst nú fínt að vita bara af þér hérna heima þessi jól:) hehe og það besta væri auðvita ef þú kæmir hingað norður og yrðir um jólin:)
Anný (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:59
He he gamla mín, hrædd um litlu stelpuna ?? Þyrfti að fara með þig út og sýna þér lífið :) Hvenær ertu laus? Norður um jólin leyfi ég mér að efast um. Knús A
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 26.11.2008 kl. 15:32
Velkomin aftur í bloggheiminn. Gaman að fylgjast með þér :)
Dagný (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:00
Já jólin koma og þá er nú aldeilis gott að hafa það gott og gaman saman :) En nú er bara að spýta í lófana og halda áfram að lesa...
Sólbjört frænka (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 23:08
Hmmm lesa já þetta próf þarna sem er ekki nema 80% fall í ??? Takk Dagný kannski ég fari að blogga á meira enn mánaðarfresti
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 28.11.2008 kl. 16:48
yndisleg færsla og ætti að vera mörgum til umhugsunar !
ég er líka jólastelpa !!!
Kærleikur til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 23:02
Norður um jólin er eina vitið... Allt svo rólegt og gott ;o* Getur reynt að fá far með kellingunni!
Ásdís (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.