12.dagar í brottför

IMG_3459Það styttist í brottför og ég er búin að leigja út íbúðina mína þessu líka ágætisfólki. Þau eru pólsk...já andiði nú. Ansi margir vina og kunningja hafa gripið andann á lofti við þessar fréttir, hvað ég sé eiginlega að hugsa. Vitiði ég held að þau séu ekkert verra enn annað fólk og fá minn séns eins og aðrir. Átti reyndar bágt í morgun þegar að ég var ræst út og fullur maður í næsta stigagangi sem vildi svo óheppilega til að var pólverji hafði keyrt á 2 bíla fyrir utan he he. Svo spurði grannkona mín hvort ég væri búin að leigja....og já sagði ég....og hverjum ? ....pólskum systkynum. Gaman að því. Ég hélt smá game í gær fyrir vini mína. Reyna að kveðja fólk og það tókst svona fínt bara. Ég fór ekkert að gráta aðrir sáu um það og töfrabrögð voru sýnd ásamt ansi grófum Thriller dönsum.
Það er annars helst að frétta á þessum þunna sunnudegi að í dag hóf ég inntöku á malaríutöflunum mínum. Ég er 20 þúsund krónum fátækari eftir þau kjarakaup.
Þar sem að ég er frekar samviskusöm þá ákvað ég að lesa nú manualinn fyrir lyfið og þar segir þetta um aukaverkanir: Höfuðverkur, svimi, þreyta, ógleði, uppköst, kviðverkir, niðurgangur, jafnvægisleysi, skapgerðabreytingar, sjóntruflarnir, hiti, slappleiki, þunglyndi, geðtruflanir, lystarleysi, marblettir, útbrot, kláði, bjúgur, öndunarerfiðleikar, martraðir, þunglyndi, liðverkir, vöðvakrampi ofl ofl. Já þetta er ábyggilega æðislegt lyf sem ég hlakka núna mikið til að taka í heilt ár.

Var að koma úr kvöldkaffi sem samanstóð af vöfflum, ostaböku og túnfisksalati.....nammi namm. Ég elska fólk sem að finnst í lagi að háma í sig eftir kl:23 á kvöldin

Later later
Anna panna

p.s þessi mynd er af okkur litlu systur í Ásbyrgi


It's the journey...

IMG_0006Ég sit um borð í vél Flugfélags Íslands og er að fara að heiman og heim. Ég er í slitnum nike buxum af systur minni, þeirri yngri og hin eldri segir að  ef ég fari í risastórar naríur þá sjái það enginn hversu slitnar þær eru orðnar. Enn það skiptir engu. Ég er með risastór Prada sólgleraugu á nefinu svo fólk um borð sjái ekki að ég felli tár þegar að ég hugsa um litlu skæruliða systur minnar sem verða ári eldri haustið 2008. Ætli þau verði búin að gleyma mér? Móðir mín spurði mig hvort að það væri virkilega ekkert sem ég kviði fyrir vegna Afríkuferðarinnar. Nei í raun ekki. Enn ég mun sakna fólks á Íslandi, vina og ættingja. Ég óska og vona að allir verði heilir þegar að ég kem heim. Svo hugsa ég rökrétt og dreg mig úr þessum pælingum og segi við sjálfa mig. Ég mun engu breyta þó ég verði á Íslandi og þá kemst ég á jörðina og fatta að lífið heldur áfram. Ég er í raun "heppin" eða hef í raun unnið mér það inn að geta verið með fjölskyldu minni eina helgi í Ásbyrgi í sól og blíðu. Notið hins ljúfa lífs, borðað, spilað fótbolta við litla frænda, strítt litlu systur í sömu koju og látið eins og enginn væri morgundagurinn. Drukkið bjór með pabba, látið stóru systur borða bitann af grillinu sem við brenndum óvart, farið í sund með litlu frænku og farið í gönguferð í yndislegri náttúruperlu með mömmu. Enginn skildi vanmeta litlu fallegu hlutina í lífinu. Stundum er er lífið ekki eins og maður vill enn ég er sammála Hertz bílaleigunni sem segir.....It's the journey not the destination. Njótið ferðarinnar sem lífið er gott fólk.

Luv Anna


Brúðkaup var það heillin....

Ég man það eins og gerst hafi í gær að ég horfði á bíómyndir með mömmu, ég var svona á besta aldri 10-14 ára og skildi aldrei afhverju fólk var að gráta í brúðkaupum. Hver gerir eiginlega slíkt var mín hugsun og fannst þetta alveg hræðilega hallærislegt. Þetta er gleði, aldrei græt ég ef það gerist eitthvað skemmtilegt. Ég græt í jarðarförum enn fyrir nokkrum árum bættust við brúðkaup og skírnir. Er það merki um að ég sé að verða meir og gömul? Ég sá einn af mínum bestu vinum ganga upp að altarinu á laugardaginn. Yndislegan gullmola sem á alltaf stað í hjarta mínu og ég get sagt ykkur að ég hreinlega þurfti að horfa á marmarann á gólfinu og hugsa um eitthvað annað til að fara ekki að gráta þegar að brúðarmarsinn byrjaði. Já svona eftir að ég var búin að láta hann fara að hlæja ásamt gullinu mínu. Við kunnum okkur jú alls staðar.
Enn svona er lífið og það breytist stöðugt. Vinir gifta sig, flytja eignast börn, mennta sig ofl ofl. Það er það skemmtilega við lífið það kemur stöðugt á óvart og núna eftir rétt rúmar 3 vikur flyt ég til Afríku. VÁ það styttist óðfluga og ég á enn eftir að pakka, heimsækja nokkra vini, halda party og fara norður.

Knús í bili
Anna panna


Fóstbræður....eitt af mínum uppáhalds atriðum

Gullið mitt er búin að vera að halda lífi í plöntum á heimilinu....það gengur ekkert of vel.
Ætli þetta sé ástæðan??

 

p.s Elli minn takk fyrir að kenna mér að koma þessu inn.

Njótið sólarinnar
Anna sólargeisli


Hetjan fer í strætó....

busÉg hef yfirleitt talist frekar þorinn og allt það ....ja svona utan við smá sjúklega sprautuhræðslu. Í kvöld gerðist ég svo djörf að taka strætó. Já litla gula kvikindið sem ekur um götur borgarinnar og maður þakkar gvuði fyrir að vera á lífi í næsta bíl.  Ég var semsagt stelpan sem skoðaði kortið á Lækjartorgi í gott korter. Það var lítið af rónum og engin slagsmál svo ég var óhult. Enn mikið átti ég erfitt með að skilja þetta plan. Var komin á þá skoðun að taka bara leigubíl. Nei svo tók kjarkurinn við og leið 1 var tekin í Hamraborg, já ég steig um borð í gula ferlíkið....sú leið tekur ekki nema 20 mínútur með þessum bus. Í strætó voru eiginlega bara krakkar sem ekki buðu bílstjóranum gott kvöld sem ég tel jú argasta dónaskap, voru með lappirnar á næsta sæti og horfðu á mig með svipnum....hvaðan komst þú skrítna kona og trúið því mér leið þannig. Ég komst leiðar minnar í Hamraborgina og tók þá næsta bíl með því að fara yfir götuna. Um borð í leið 36 var ég eins og með einka driver. Enginn kom upp í á þessari leið og konan sem keyrði talaði við það sem ég held að hafi verið maðurinn hennar allann tímann í símann um uppeldi og leiðir til að bæte hegðun sonarins. Og já engar stöðvunnarskildur voru virtar.  Í þessum strætó voru engar bjöllur til að ýta í og því 15 mín frá því lagt var af stað galaði ég....ég vil fara út hérna. Þá var snarstoppað og ég hoppaði út. Þessi ferð tók í heildina ekki nema 40 mín....er það gott eða slæmt? Hvað ætli ég sé lengi að labba heim úr bænum? Já enn ég gaf þessu séns. Sé ekki að þeir verði mikið fleiri. Vildi samt óska að maður þyrfti ekki að eiga bíl á þessum klaka. Góðar almenningssamgöngur eru málið á mínum bæ !!! Þetta er kannski ágætt þessa dagana fyrir atvinnulausa eins og mig að þvælast um í sightseen með strætó enn sem samgöngutæki.neeeeeiiiii ég held ekki.

Strætógellan kveður


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband