26.6.2007 | 01:32
Tóm.....
Er enn að bíða eftir að ég fái kast og hætti við Kenya. Er samt að komast á þá skoðun að það gerist ekki. Reyni að segja sjálfri mér allt slæmt enn allt kemur fyrir ekki. Átti annars yndislega helgi á Flúðum um helgina með AUS liðinu semsagt samtökunum sem ætla að koma mér til Kenya til að gera eitthvert gagn. Það var í alla staði yndislegt ég tók þátt í öllu sem fram fór allt frá verkefnum til stórfiskaleiks og hlaupa í skarðið. Já þessu tók ég þátt í þrátt fyrir að vera búin að reyna að segja þeim að ég sé með íþróttafötlun á háu stigi. Svaf á vindsæng í svefnpoka með fólki sem ég þekki ekkert. Já afhverju er það spes. Jú hreinlega af því að ég er orðin vön hótelum á öllum mínum fundum og ráðstefnum. Ég er langt frá því að vera snobbuð það vita flestir enn þetta var spes.... Var reyndar svo kát með þetta allt að ég hefði ekkert þurft að fara heim strax.
Á síðustu dögum hefur þetta gerst....
-Ég veit hvað bílasalinn minn er búin að missa mörg kg og hvernig hann heldur sér eins og hann er.....don't ask me why.
-Bauð mér í mat til Tótu og hoppaði á Trampólínu með strákunum hennar....allir óskaddaðir
-Hef reynt að koma mér úr stöðunni gjalkeri húsfélagsins ....gengur ekkert
-Hlustað á fólk spyrja mig í sífellu þegar minnst er á flutninga....Hvað verður um Gulla????
Svar: Gulli er gay, við erum vinir, hann er sjálfstæður...ég elska hann enn ber enga ábyrgð á honum.
-Tekið á því í ræktinn með hvítvínsleginni vinkonu sem söng lög með Justin Timberlake upphátt þar....
-Ég hef óskað þess að hafa fleiri klst í sólahringnum.
-Lofað 7 manns lunch...skulda 6 núna.
Knús í bili
Anna panna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.6.2007 | 17:15
Pennavinir
Lenti/kom mér í afar skemmtilegar umræður á dögunum um pennavini. Eins og margir vita eflaust verður ekki hangið á blessuðu internetinu daginn út og inn í Kenýa og þess vegna er upplagt fyrir þá sem telja mig vini sína að kaupa sér lekkert bréfsefni og byrja að huga að línum til að senda tjellingunni. Ef þið verðið ekki dugleg að skrifa neyðist ég til að óska eftir pennanvinum í mogganum. Auglýsingin yrði þá ca svona
24 ára stelpa óskar eftir pennavinum á aldrinum 20-100 ára.....aldur er afstæður. Áhugamál: sætir strákar, ferðalög og fjármálageirinn....
Hvað var þetta með að skrifa sætir strákar??? Í sömu andrá var rætt um hluti sem maður var að safna og hrikalega mikið gert grín af límmiðunum sem ég safnaði. Var það bara Akureyskt sport ?
Koma svo.....tvær færslur sama dag ég er hreinlega að missa það.
Luv Anna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.6.2007 | 13:10
Bleikt bleikt.....
Þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt. Af því tilefni ætlum við að mála bæinn bleikan þann 19. júní ......sumsagt í dag. Við hvetjum alla sem vilja sýna stuðning við jafnrétti í verki til að gera eitthvað bleikt þennan dag.
Anna bleika kveður í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 17:50
Vírd....
Merkilegt hvað maður fer að spá í skrítnum hlutum þegar að maður er búinn að taka ákvörðun um að flytja af landi brott. Þegar að ég hitti fólk hugsa ég ætli ég ætti að kveðja núna sé ég hann/hana aftur áður enn ég fer, núna er ég að bóna bílinn í síðasta skipti í ár bla. Ég er VÍRD eins og Kata mín segir. Ég velti því fyrir mér hvort ég muni sjá breytingu eftir eitt ár á vinum og landi. Tja varla samt, ætli það verði ekki bara ég sem verð breytt. Ótrúlegustu hlutir koma upp í kollinn og enn meira af hlutum sem þarf að gera fyrir svona ferð. Eins og leigja íbúðina mína, selja bílinn minn, pakka dóti, fara í sprautur og meiri sprautur, ganga frá fjármálum, skipuleggja kveðjupartý....það er eiginlega efst á mínum lista. Svo hvað tekur maður með sér til Afríku, hmmm sem minnst enn hvað? Það er komið á hreint að úti verð ég með 2000 KSHS á mánuði í vasapeninga sem er gjaldmiðillinn og gerir 1940 kr íslenskar he he. Fyrir þann pening get ég keypt 88 bjóra eða farið 66 sinnum í strætó eða farið 10 sinnum á diskótek. Yndisleg vinkona mín var tilbúin að gefa mér 1000 kr isk á mánuði svo nú á ég aukalega fyrir 44 bjórum á mánuði.
Annars er þetta allt mjög skrítið að vera að fara. Mun ekki trúa þessu fyrr enn ég sé Kenýa.
Later
Anna sem kann að forgangsraða í peningamálum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2007 | 17:49
Til annara heimsálfu ég fer
Margt hefur mér dottið í hug enn þetta er án efa ein sú besta hugmynd sem ég hef fengið. Já eftir tvo mánuði verður ekki lengur bloggað um Ísland og fyllerísferðir down town heldur um Afríku og ævintýri mín þar enn þangað hef ég ákveðið að flytja í 1.ár. Já þið lásuð rétt. Kenýa eða réttara sagt Nairobi verður heimili mitt. Ég ætla að fara og sinna sjálfboðaliðastarfi. Það er ekki alveg 100% komið hverju ég sinni enn það verður tengt börnum, kennsla og ýmiss konar aðstoð við m.a götubörn. Ég hlakka alveg hrikalega til. Kvíði ekki ferðinni, eina sem ég er smeik við er sá aragrúi af bólusetningum sem ég þarf að fara í, lifrabólga, heilahimnubólga og hvað allt þetta heitir.....brrr fæ eiginlega bara hroll.
Hér eru smá video til að koma ykkur í Kenýa gírinn.
http://www.youtube.com/watch?v=NuLI09R7VY0
http://www.youtube.com/watch?v=YnYPfC7alac
Þið ykkar sem langar að hitta mig áður enn ég fer út. Endilega verðið í bandi. Svo verður náttúrulega svaðalegt kveðjuhóf.
Meiru um allt og ekkert síðar
knús Anna panna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)