29.4.2007 | 22:04
Þreyta.is
Þreyta er það orð sem að best á við á annars þessum fallega sunnudegi. Mokaði mér loks framúr í morgun og byrjaði að þvo þvott og gera fínt heima ekki hægt annað enn að þvo í þessum líka brakandi þurrki....já ég lifi á brún spennunnar og tala eins og bóndadurgur:)
Það er búið að vera mikið að gera 16.þing Rafiðnaðarsambandsins um helgina sem gekk það svona líka dásamlega enn einhversstaðar varð af að taka og því nagar þreytan mig í rassinn í dag. Bæði vinnuþreyta og dansþreyta. Ég átti samtal við vin minn áðan og var að segja honum frá kvöldinu og hvað Mannakorn hefðu verið æðislegir á ballinu.....greyið maðurinn átti hreinlega erfitt í símanum. Fannst það hreinlega lítið hipp og kúl að fíla Mannakorn. Öll góðu lögin voru tekin eins og einhversstaðar einhverntímann aftur, Gamli góði vinur og hið klassíska lag Ég er a leiðinni. Já ég hlýt að hafa fæðst 85. ára því ég kann alla textana við þessi lög líka og finnst þau frábær. Dansaði svo mikið að þegar að skórnir voru farnir að meiða mig var bara farið úr þeim og dansað á næloninu.
Enn að einhverju nýstárlegra....Josh Groban tónleikar þann 16.maí og ég bara verð að fara í fötin hennar Aldísar og setja inn smá myndband með þessu sjarmatrölli http://www.youtube.com/watch?v=M_cTASWYqYM . Er einmitt svo heppin að fá að fara á þessa tónleika með Aldísinni minni. Síðan er það Amsterdam þar á eftir. Mikið hlakkar mig til, það voru jú ekki nema 26 gráðu hiti þar í vikunni sem leið....já já það voru hvað 23 gráður í Ásbyrgi um helgina fínt fyrir þá sem þar voru. Hef ekki orku til að blogga meir....kannski einhvern tímann einhverntímann aftur.....bla bla
Anna panna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2007 | 19:35
Sumarið....
Er komið loksins, það er eins og maður léttist um 20kg við að sjá þetta gula kvikindi. Semsagt ekki ræktin sem gerir mig svona fit heldur sólin og nammið sem sambýlismaðurinn dregur heim í voginn:) Lífið gengur sinn vanagang reyndar heldur meira að gera í vinnunni núna þessa daga enn það kemur manni nú bara í stuð. Fullt af nýjum hlutum til að læra, eitthvað sem ég elska til þess er maður að lifa til að læra. Ja sumt finnst mér meira gaman að læra. t.d er ekkert gaman að sitja kúrsa hjá manni sem að getur ekki talað. Sorry hann stamar hræðilega. Svoleiðis fólk á ekki að kenna. Enn svo fær maður smá upprifjun á morgun á hlutum sem maður lærði hérna um árið og var að eigin sögn helv. fín í. Já stelpan tekur kokkavakt sem heyrir núna til frétta. Hún eldar að mestu bara heima hjá sér þessa dagana...svona fyrir sig og grannana. Hlakka bara til að vinna smá, ég fæ líka svo góðann félagsskap.
Annars er að líða þessi líka rólegheitardagur. Svona stúss og útréttingadagur sem endaði með smá lúr heima og fótsnyrtingu í Laugum Spa. Já tjellingin kann að dekra við sig. Það er eitthvað sem hún er að læra. Setja sjálfa sig nr 1. Annars auglýsi ég hér eftir manneskju til að koma með mér í jóga tíma. Verður að vera léleg-/ur í Jóganu til að ég líti ekki enn verr út. Ekki hika við að hafa samband.....kjörið tækifæri til að sjá mig í jafnvægisæfingum hehehe
Kossar
Anna Vala
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2007 | 16:44
Nýr engill hefur litið dagsins ljós !!!
Já hún Anný vinkona mín er búin að eignast litla stelpu. Var búin að segja ykkur það að þetta yrði stelpa. Birkir já þú mátt eiga smá í barninu enn ekki meira enn ég. Eigum við að segja 50/50 og málið er dautt ??
Var svo heppin að fá mynd af þessari himnasendingu....njótið:)
Sjái þið ekki að hún er jafnsæt og mamma sín og Anna frænka ???
Það eitt er víst að fegurðin er afar fögur,að hún mýkir og friðar, vekur og bregst aldrei.
Til hamingju með gullmolann elsku vinir mínir.
Kv Anna Vala
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2007 | 13:24
Hegðun, atferli og framkoma
Ljón: Hver þarf að vera sérfræðingur í öllu? Þú breiðir út hamingju og gleði á klaufalegan og skrýtinn hátt - en áhrifin eru þau sömu og ef þú hefðir gert það með óaðfinnanlegum glæsibrag. Fólk er glatt.
Satt satt satt....hver vill svosem vera sérfræðingur í öllu.
Enn það er að koma helgi, hreinlega alveg að bresta á. Þetta er búin að vera hin skrítnasta vika. Eftir lítinn svefn, skringilega atburði og alltof miklar hugsanir er ég á því að föstudagurinn 13. sem er í dag verði mér hreinlega bara til lukku frekar enn óhappa.
Ég er með stóran galla eða á að kalla það sérstakt áhugamál? Þegar ég fer að versla finnst mér óeðlilega gaman að fylgjast með hegðun og atferli annars fólks í búðinni. Grenjandi börnum, pirruðum foreldrum, einstæðum feðrum og einstæðu fólki almennt. Klæðaburði fólks og samræðum. Ég hreinlega gleymi mér í að fylgjast með mannlegri hegðun. Hún er ekki alltaf slæm. Oft mjög sæt, t.d pör að kaupa í matinn og eldra fólk er sérlega krúttlegt. Ekkert sætt samt við frek börn að heimta nammi við kassann, þau finnst mér óþolandi. Sérstaklega gaman finnst mér að mönnum sem að keyra bara körfuna meðan að konan týnir í hana. Enn skemmtilegra fannst mér eldri maður í Bónus sem var að reyna að lesa utan á Sviðahausa. Hefði ekki verið gaman nema af því að maðurinn var með risa stækkunargler til að geta lesið utan á pakkningarnar. Í þessum sporum fyllltist ég reyndar líka þeirri hræðslu að maðurinn gæti verið á bíl fyrir utan og að augnlæknirinn væri frændi hans sem myndi leyfa honum ásamt öðrum blindum gamlingjum að keyra.
Kannski er best að vita ekkert
Góða helgi fólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 16:37
Mannskepnan sem fæðist ekki vond
Í færslu minni þann 4.apríl missti ég það greinilega þegar að ég talaði um að mannskepnan fæddist vond. Það er að sjálfsögðu ekki rétt og þar sem ég er mannleg þá tek ég þetta til baka. Fékk símtal frá þvílíkum gullmola sem minnti mig á að þetta væri alls ekki rétt. Gullmola sem fær mig alltaf til að líða betur og sjá hvað allt getur verið fallegt. Gott fyrir t.d starfsfólk Krónunnar að ég hafi átt þetta samtal þar sem að ég flaug inn himinsæl og brosandi út fyrir eyru og bauð öllum góðan dag.
Fólk fæðist auðvitað ekki vont. Við fæðumst öll falleg og góð með hreint hjarta. Það er bara svo fljótt að skemmast í þessari veröld sem að við búum í. Ég held að við verðum að leggjast á eytt við að gera hana betri. Byrjum daginn á því að hugsa; ég ætla að vera góð í dag og gera mitt besta til að bæta heiminn. Hættum að horfa á ríkisstjórnina og alla aðra. Lítum í eigin barm. Ég veit að ég þarf þess oft.
Langar líka til að minna ykkur á að gleyma ekki öðrum í öllu þessa lífsgæðakapphlaupi.
Ef þið sjáið manneskju í neyð ekki labba framhjá, ef þið sjáið heimilislausa eða aðra sem eiga bágt, ekki taka sveig. Bjóðið góðan dag. Sýnið fólki fram á að veröldin getur orðið betri heimur ef VIÐ hvert og eitt tökum okkur á.
Anna kærleiksbjörn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)