Þegar ég var í Kanada....

IMG_3226Þá var æðislega gaman, allir voru kurteisir og spurðu mig hvernig ég hefði það, ég drakk Keith's red eða Rickards red bjór á hverju götuhorni meðan hinn töskulausi aðilinn sem "brann ekkert í ferðinni" verslaði föt og blæjubíllinn okkar var orðin eins fastur punktur af tilverunni og nágrannarnir í Kópavoginum. IMG_3261Ég var á svo stórri svítu að ég þurfti ekki að hitta sambýlismanninn og Hersey's kossar biðu okkar á hverjum morgni ásamt morgunmatnum og veðurspánni fyrir daginn. Halifax er ábyggilega ekki söm eftir komu okkar og þá meina ég að fólk sé grátandi af söknuði. Við sáum Beauty and the beast í Neptuna leikhúsinu og ónefnd afgreiðslustúlka vildi gjarnan að við hefum náð að sjá Ólíver yfir jólin (Ja kannski við kíkjum við síðar), við átum yfir okkur af ostaköku við Peggy's cove og döðruðum við fólk. IMG_3213Ég get sko sannarlega mælt með Halifax. Jafnvel er alveg eins gott að fara þangað farangurslaug, ja það má allavega prufa það. Það gerðum við bæði og gekk bara flott. Reyndar blæðir Visa kortinu ennþá enn hvað um það. 
Ég læt að síðustu fylgja með mynd af puttalingunum okkar sem fengu að fljóta með okkur til Halifax og fannst dýrt að fara út að borða fyrir 1200-1800 kr á manninn.....já við erum local enn þögðum bæði þunnu hljóði meðan okkur var sagt frá þessu svaðalega okri í Kanada.Tounge
IMG_3273Núna blasir ekkert við nema svona líka ískaldur og rigningarlegur sannleikur. Ísland ég er komin heim þar sem að allt er nákvæmlega eins og það var þegar að ég fór að heiman. Vonandi fer ég að fara á heitari slóðir....meira síðar elskurnar.

 

 

 Love Ms Kristmundsson


El monday

IMG_2845

IMG_2849

Ef að þið haldið að ég sé búin að gleyma því að ég fór á Josh Groban tónleikana sem haldnir voru í höllinni...þá fer því sko fjarri. Josh kallinn var bara snilld. Syngur eins og engill, er með húmor og var bara flottur í alla staði. Eina sem var flottara enn tónleikarnir er engillinn sem fór með mér. Þið sjáið hana hér til hliðar. Ef hægt er að brosa hringinn þá gerði hún það. Miss Aldís Groban það styttist í sólarferðCool Svo talar fólk um að Josh sé væmin og asnalegur....rugl. Hvað er líka asnalegt við að syngja um ást, væntumþykju og gleði ???? Endilega útskýrið það fyrir manneskju sem ekki skilur. Ég labbaði allavega út með gæsahúð, fallegar hugsanir og gleði í hjarta....væmin ha?

 

 Og ef þið hafið ekkert að gera....eða eruð alveg starfslaus eins og sagt er á mínum bæ þá hlustið á þetta http://www.youtube.com/watch?v=0MyOTOyvk34 .

 Love Anna ógisslega væmna


Út fyrir endimörk alheimsins

Buzz-LightyearEr setning sem á vel við í dag þegar að ég lenti í Kittilá eftir 1 1/2 klst flug, heilan disk með Josh Groban hrotum og smá slefi koddann og á vinnufélaga sem flaut með. Já ég er lent í miðju Lapplandi í Finnlandi. Einu skepnurnar sem ég býst við að hitta þér utan við fundarliðið er jólasveinninn og nokkur hreindýr. Hér er ofsalega fallegt. Snjór, bjart yfir, skíðasvæði sem við íslendingar myndum sjálfsagt frekar kalla hól enn fjall og endalaus tré. Virkilega rómantískt ef maður væri ekki í vinnunni. Þá væru hér rómantískar gönguferðir, spa og kúr. Enn í staðinn eru það fundur. Kem bara síðar í rómansinn ja eða í skíðaferð. Þegar ég verð búin að læra á skíði, búin að fara í nokkrar ferðir til Ítalíu og komin með leið á því. Þá kem ég aftur hingað.

 Later fólks
Anna og hreindýrin


Amsterdam-Helsinki

amsterdamTjellingin er komin út fyrir landsteinana hvorki í fyrsta né síðasta sinn. Þetta var hinsvegar mín fyrsta ferð til Amsterdam en er núna þegar þetta er skrifað lent í Helsinki. Ég fór til Amsterdam með frekar hálfum huga og ekki alveg að nenna því enn hef sko engar efasemdir núna. Borgin er falleg, skemmtileg og þægileg í alla staði og fólkið indælt. Nei ég er ekki að tala um konurnar í rauða hverfinu. Kíkti nú samt þangað og verð að segja að ég eiginlega skammaðist mín. Finnst þetta eitt það mest niðurlægjandi sem ég hef á ævi minni séð. Konur í einhverjum litlum gluggum og mér fannst þetta nú bara meira eins og búr. Svo er hassið leyfilegt þarna ohh my oohh my nú veit litla sveitastelpan í alvöru hvernig hass lyktar og það er hægt að fá hass á alla vegu reykja það, hasskökur, hasssúkkulaði, kannabissleykjó osfrv osfrv. Eiginlega bara fyndið hvað þeir eru stoltir af þessu svo ekki sé minnst á allar vörurnar sem hægt er að kaupa með hasslaufi á. Fór í þessari för út að borða á tveimur æðislegum stöðum. Sá fyrri er japanskur og kokkurinn eldar fyrir framan mann, hrein snilld. Hinn er Mitchelin staður með eina stjörnu. Eitt það flottasta sem ég hef farið á. Fengum í það minnsta 9 rétti og eitthvað meira af víntegundum. Maturinn hrein og tær snilld og þjónustan á topp 3. Mátti ekki standa upp án þess að fá nýja servéttu og þjón sem kom og lagaði fyrir mig stólinn he he. Ég var gjörsamlega eins og prinsessan á bauninni. Eins og ég segi stundum hvernig væri líf mitt ef að ég hefði áhuga á öðru enn mat?? Jæja ætla að leggja mig smá. Ferðaþreyta og bjórþreytan sækir á. Set inn matarmyndir síðar Tounge

Knús á klakann Anna sólbrennda


X-hvað??

kosningar-ljonÞað kemur fyrir að stjórnmál eru rædd á mínu heimili, kannski af því að ég bý með einum sem er að læra slík fræði eða af því að við erum spes. Þau voru aldrei rædd neitt sérstaklega á mínu heimili nema að tuðað var yfir að allt væri að fara fjandans til og síðan var Sjálfstæðisflokkurinn kosinn enn og aftur. Davíð Oddson var goðið, finnst t.d núna líklegt að búið sé að taka niður fermingarmyndina af mér í röndótta kjólnum mínum og búið að setja upp mynd af Davíð. Ég get stolt sagt að það hefur ekki gerst á minni stuttu ævi að ég hafi kosið X-D. Ef ég kysi hann og stæði með hans málum öllum saman ynni ég líklega fyrir VR og væri ekki þar sem ég er í dag. Því samkvæmt Sjálfstæðisflokknum hafa bara allir jöfn tækifæri, bara spurning hvernig fólk fer með þau. Bara óheppin þú ef þú dasst....X-D reisir þig ekkert við. Verkalýðsfélög hljóta því að vera óþörf því að við lifum í svo góðu samfélagi. Enginn þarf á sjúkradagpeningum að halda né styrk til að mennta sig. Það þarf í raun ekki niðurgreiðslur á einhverjum sumarbústöðum eða hvað??

Leyfi mér að mæla með þessu video http://youtube.com/watch?v=K0UUph7d6dQ

Endilega skoðið þetta líka....margt satt þarna http://youtube.com/watch?v=8Hx9GAhRMDA&mode=user&search=

Kjósið rétt, þangað til næst....

Anna kosningapanna

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband