Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2007 | 14:43
Verkaskipting heimilisins....
Síðan að karlmaður flutti á heimilið í Kópavoginum hefur æ meir komið í ljós að kynhlutverkin eru langt frá því að vera hefðbundin. Um páskana lá heimiliskonan t.d inni í skáp að negla upp hillubera meðan að karlmaðurinn braut saman þvott og moppaði. Gvuð hvað ég vona að þetta sé framtíðin að ekki verði til hefðbundin kalla og kvennastörf. Viðurkenni reyndar að það sótti ótti að karlmanninum þegar að sambýliskonunni datt í hug að skipta um eldhúsljós og hann sá að hún hafði aldrei gert það áður og þegar að hún var að basla við að koma réttum vírum í rétt gat heyrðist "Anna þekkjum við ekki einhvern rafvirkja, ha vinnur þú ekki fyrir Rafiðnaðarsambandið....Anna". Enn mesta furðu vakti held ég þegar að við fengum mann frá húsgagnabúð heim. Ég hafði fengið gallaða vöru, hillu sem að þurfti að taka niður af vegg. Maðurinn frá búðinni var á því að sambýlismaðurinn minn ætti að hjálpa honum. Hann var nú frekar hneykslaður og í stað þess að hjálpa okkur hellti hann úr þvottakörfunni sinni á holið á íbúðinni okkar, byrjaði að flokka narírunar og öskraði ....þú sérð hvernig verkaskiptingin er á þessum heimili. Einmitt þetta kom mjög vel út fyrir mig. Ætli hann hafi ekki séð Gullið mitt fyrir sér sem mest kúgaða einstakling ever. En hvað skiptir mannorð svosem máli. Hef reyndar margoft sagt að mér er slétt sama hvað fólk heldur. Finnst það eiginlega bara sniðugt hvernig fólki dettur í hug að dæma fólk af einni heimsókn eða hitting.
Páskarnir búnir....og þessi færsla líka.
Gleðstu yfir lífinu því það gefur þér tækifæri til að elska, til aðstarfa og til að leika þér - og til að horfa á alstirndan himininn.Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2007 | 11:06
Vændi og viðbjóður....
Reiði mín yfir ljótleika heimsins nær stundum hæstu hæðum. Ég get tárfellt yfir því hvað mannskepnan fæddist vond og hvað fólk er tilbúið að gera öðrum. Ég held að við ættum öll að hugsa hvert þessi heimur er að fara og hvernig við með einstaklingsframtakinu getum gert eitthvað til að breyta heiminum. Af hverju heyrist til dæmis í mörgum aðilum. Af hverju mátti þetta fólk ekki halda klámráðstefnu hérna? Ha þau ætluðu bara í Bláa lónið og út að borða.
Vissu þið að það er alls kostar ekki satt. Vissu þið að þetta var skráð sem kaupstefna fyrir stærstu og ríkustu aðilana í klámiðnaðinum? Vissu þið að að þeir hagnast til að mynda á barnaklámi? Finnst ykkur það í lagi? Má þetta kannski af því að ekki þetta er ekki barnið mitt eða dóttir mín ? Vissu þið að á heimasíðu þeirra var linkur á vef þar sem að íslenskur maður selur það sem að hann kallar íslenskar druslur og þetta var ekki eini linkurinn. Fleiri voru á viðbjóðslegt branaklárm.
Áttu íslensku konurnar kannski bara að koma með í Bláa lónið til að spjalla við gesti eins og sagt er að sé gert á þessum listdansstöðum borgarinnar?
Margar spurningar enn kannski ekki til svör við þeim öllum. Ég segi ykkur alls ekki að vera sammála mér enn hvet ykkur til að kynna ykkur málið. Viljum við að Ísland verði undirlagt í klámi, vændi og öðrum viðbjóði. Og þið ykkar sem segið, þetta er til þ.e vændið og verður alltaf til er ekki betra að hafa það á yfirborðinu og leyfa það. Þá segi ég eigum við ekki að leyfa barnaklám, morð, barsmíðar, andlegt ofbeldi, fíkniefni, áfengi niður í 12.ára....ég meina það eru sum sem byrja hvort eð er þá?
Hvet ykkur til að kynna ykkur málið og taka afstöðu gegn vændi á Íslandi.
Anna á leið í páskafrí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 00:47
Aldrei að segja aldrei....
Ég er landsbyggðartútta finnst æðislegt að komast út á land. Margoft hef ég þó líst því yfir að ég sé alls ekki á leiðinni út á land og alls ekki til Akureyrar. En í dag bara kom eitthvað fyrir....nei ég datt ekki út úr flugvélinni, nei ég var ekki full....nei það býr ekki sætur strákur þarna sem ég er skotin í.
Í dag fékk ég þá flugu í höfuðið að ég gæti hugsað mér að flytja vestur á Ísafjörð. Er mér viðbjargandi? Mér leið svo vel þarna. Var svo afslöppuð. Leið bara yndislega og fólkið er svo gott. Fólk á höfuðborgarsvæðinu er ekki slæmt...það nær bara ekki þessari sveitastemmningu, þetta bara eins og lítil fjölskylda og allir tala við alla. Góða konan í bakaríinu gaf mér t.d kókoslengu með vel af rommi nammi namm gott í morgunmat. Í bakaríinu fann ég einnig svokallaða afmæliskringlu. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það kringla sem er fyllt með eggjakremi og með sykri og hnetum ofan á. Nammi namm...hef ekki fengið svona lengi Svo var líka keppni á Langa manga....pub num í kvöld. Keppnin drekktu betur hljómar sko eins og eitthvað fyrir mig. Og svo ástarvika á Bolungarvík, gæti þetta orðið betra ? Síðast urðu til tvö börn útaf þessari viku...allt að gerast þarna. Svo er hátíðin Aldrei fór ég suður um páskana. Lay Low, Mugison ofl ofl. Svo getur maður verið svo flottur á því að ef að blokk kemst á sölu getur maður keypt hana og leigt til annara. Fullt af tækifærum. Ég kæmist í sveitastjórn og kvennfélagið. Hvað þarf maður meira? Og ég er búin að finna hús þarna 303fm...ha bara helv fínt með saunu og öllu. Tréhús sem er svo flott að Skíðaskálinn í Hveradölum má fara að taka sig til í andlitinu.
Myndir þú koma í heimsókn til mín?????
Látum ekki happ úr hendi sleppa....kaupum hús á Ísafirði
Anna hin vestfirska kveður að sinni
p.s. þessi færsla er búin að vera á leiðinni í ca 4 daga....helv blogger.
Bloggar | Breytt 3.4.2007 kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)