Hið nýja heim.....

TromsSumir kalla þetta hjara veraldar. Hjá mér heitir þetta bara Tromso og nýja landið mitt Noregur. Eftir tæpa viku hérna er ég að fatta að hingað sé ég actually komin. Þetta er eins og lítil lygasaga hvað allt gengur upp þegar maður á síst von á því. Ég vinn á veitingastað sem heitir Fiskerestauranten og er í miðbænum http://fiskerestauranten.no/ , reyndar er ekki mikið komið inná heimasíðuna en það kemur fljótlega. Við hjónakornin byrjuðum einmitt fyrstu kynni okkar við eigendur og starfsfólk með því að vera boðin í dinner á sunnudagskvöldið þar sem allir réttir af matseðli voru prufaðir, teknar myndir fyrir heimasíðuna og svona ásamt því að drekka ótæpilega af hvítvíni og rauðvíni. Kokkabransinn er sem sagt alls staðar eins. Smá trúnó fyrir fyrstu vaktina er t,d algerlega nauðsynlegt. Svo vildu þau fá myndir af kokkunum saman. Frekar fyndið ég er einhverjum cm stærri en eigandinn og við áttum ekki kokkagalla ss þeir voru í láni. Svo ég var uppdressuð í kjól og máluð en hann nýkomin úr eldhúsinu. Þetta verða skemmtilegar myndir. Læt ykkur kannski vita þegar þetta dettur inn. Eins og ég segi þá er þessi bransi alls staðar eins. Í gær var ég t.d ein í eldhúsinu og kann ekki alveg matseðilinn, og leitaði dauðaleit að hinum og þessum sósum. Bar eitthvað rangt fram en enginn kvartaði, þvert á móti voru allir mjög glaðir, sérstaklega með matreiðslu mína á hreindýrinu sem er eina kjötið á matseðlinum. 

Lífið á nýjum stað er að taka á sig mynd, er að læra tungumálið, mjög hægt til að byrja með þar sem það hefur alveg verið um nóg annað að hugsa. Svo er að koma sér fyrir í litlu piparsveinaíbúðinni og átta sig á öllu saman. Og rétt í þessu var mér sagt að ég gæti fengið gönguskíði lánuð....það verður eitthvað kostulegt. Því eins og alþjóð ætti að vita þá er ég með íþróttafötlun á háu stigi.

 

Kossar og knús á klakann Anna Vala

 

 P.s þessi mynd er af kirkjunni sem er rétt hjá íbúðinni minni, svo ef þið eruð í Tromso þá bara fara upp hjá henni þessari ....upp upp og svo til hægri :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að geta fylgst með þér hérna líka

lovja and miss you

Þórdís (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 13:25

2 identicon

Alltaf gaman að fylgjast með ævintýrunum þínum og hvað þú ert að bralla. Kveðja Jóna K :)

Jóna Kristín (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 23:30

3 identicon

Hæ skvís
Ákvað að kíkja hér inn á þig .... eini sénsinn til að kíkja inn á þig :) haha
Hafðu það gott krútt :*
kiss og knús

Anna María (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband