Óvelkomin gæludýr og lífið í Norge

MúsSíðan að ég kom til Noregs hef ég heyrt undarleg hljóð úr veggnum í svefnherberginu okkar og nottla spurt Palla minn hvað þetta sé. Svarið sem ég hef fengið frá verkfræðingnum er elskan mín þetta er ábyggilega bara loft í pípunum. Einn að reyna að friða mig. Einmitt....vatn sem hleypur. Til að gera langa sögu stutta hafa mýs gert sig heimakomnar í veggnum svo næsta sem var að gera var að eitra fyrir þessum elskum. Viðurkenni að ég vorkenndi þeim nóttina sem eitrið var sett upp þar sem þær tóku það með sér. Ég heyrði þær velta þessum kubb með sér, rosa glaðar yfir matnum, tístandi og hlaupandi hratt um veggina. Var reyndar við það að fá martraðir því hamagangurinn var svo mikill að á tímabili fannst mér eins og þær hlypu um á gólfinu. Nú heyrist ekkert,,,,,tja nema kannski hroturnar í Palla.

Við erum samt alveg að fá iðnaðarmenn, hlakka til að labba ekki um á steininum og hafa fötin mín eftv í einhverju öðru en tösku á gólfinu. Ha einungis 5 vikna bið :) Verður svo heimilislegt að kannski verðum við að fara að ganga um eins og almennilegt fólk í stað þess að liggja í stofunni yfir páskaeggjum og köldum bjór. Þess má geta að við máttum alveg við þessum 3 páskaeggjum frá Nóa nr 6 og einu nr 4 :)

Hér í Tromso er sólin byrjuð að skína og það skærar og hærra með hverjum deginum.  Hún skín svona eins og hið elskulega fólk sem hér býr. Mér líður svona eins og ég hafi flutt inn á fjölskyldu. Allir vilja allt fyrir mann gera. Leigusalarnir okkar eru t.d mikið meira eins og vinir okkar og samstarfsfélagarnir eru félagar í raun. Ekki það að ég geti kvartað. Hvar sem ég hef unnið hef ég eignast gullmola sem ennþá eru í lífinu mínu og verða þar vonandi áfram þrátt fyrir þetta flakk á mér.

Annars skruppum við skötuhjúin í okkar fyrstu utanlandferð um páskana þar sem við heimsóttum Finnland. Alger snilld, breyttumst svo í óargadýrin íslendinga þegar að við hrundum inní kaupfélagið og misstum okkur í múmínbollum og bjór. Myndi kannski sýna ykkur myndir ef ég hefði tekið einhverjar. Var ekkert að standa mig. Starði bara útumgluggan á endalaust fallegt útsýni, snjó, fjöll og tré.

Kveð ykkur að sinni
Anna Vala

p.s ef mýsnar koma aftur þá tek ég upp asíska siði og elda þær, sjá mynda hér að ofan. Grillaðar mýs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi bara segja þer að þu ert hugrökk i kringum allar þessar mys..... en oj bara þessar mys þarna nygrillaðar, crusty og djusi... uhh, nei takk. Held eg eigi eftir að fa martröð hahaha :)  Knuz!

Aldis (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband