8.8.2010 | 20:13
Að halda í hefðir
Ég hef gaman að norðmönnum á svo margan hátt. Tja allavega hér í norðri. Þeir virðast svona temmilega íhaldssamir, mjög regluglaðir og halda fast í hefðir. Eitt er Þjóðhátíðardagurinn þeirra sem ég fékk að upplifa þann 17.maí sl. Við vorum heppin sólin skein og muna þeir varla annan eins fallegan dag. Hvert einasta hús hafði flaggað norska fánanum og hér var vaknað stundvíslega kl 7:00 þegar herlegheitin byrja. Skrúðgöngur í hverjum barnaskóla og allir uppáklæddir í þjóðhátíðarfötum. OK ýkt að segja allir, betra að segja allir nema við Palli sem vorum bara svona semi fínt klædd tja kannski eins og við ætluðum á kaffihús. Þjóðhátíðarklæðin koma úr hverju héraði fyrir sig og eru mörg hver ansi litskrúðug og skemmtileg. Vorkenndi reyndar mönnum sem voru í mjög stuttum stuttbuxum og stífum klæðum þennan dag en börnin voru sætust. Öll þvílíkt fallega klædd með fánann sinn og sögðu stolt hibb hibb húrra. Seinna um daginn fara þeir svo í fleiri skrúðgöngur í miðbænum, barnaskrúðganga, fullorðins ofl ofl. Ein skrúðganga var ansi skemmtileg en það var Rússnesk skrúðganga. Sem ákvað að ganga á móti hinum en allt gekk vel og hibb hibb húrra hljómaði útum allan bæ. Skemmtilegt hvað þeir eru stoltir að hafa losnað undan svíjaveldi. Flestir vilja ekki einu sinni fara að heiman þessa helgi heldur bara fagna í sínum bæ.
Skelli þessari gömlu færslu inn kem svo fersk inn eftir sumarfrí :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.