Bjórdagurinn !!!

bustadur-halloween_095.jpgVar hvött til að byrja að blogga aftur. Ætli sá maður vilji ekki helst sjá hér dómareifanir Hæstaréttar sem er eiginlega það eina sem ég hef til málanna að legga þessar vikurnar nema kannski einstaka lög um hjúskap. Gæti einnig verið svolítið villt á því farið í samningalögin. En að öllu þessu slepptu þá líður tíminn of hratt. Það er víst komin mars og 8.vikur í hið hræðilega próf í almennri lögfræði. Ég gæti því orðið ennþá leiðinlegri þegar á líður. Hefði aldrei trúað hvílík geðveiki eitt nám getur verið. Fólk sefur ekki, aðrir eru á lyfjum, enn aðrir væla hjá námsráðgjöfum, sumir sækja aukatíma eins og enginn sé morgundagurinn og enn enn aðrir spila sig kúl á Þjóðarbókhlöðunni en gráta í bjórinn sinn á ölhúsum bæjarins þegar kvölda tekur. Ég reyni þó öðru hvoru að sparka í sjálfan mig til að minna mig á að það skiptir ekki máli hvort ég klára þetta eða ekki. Eða hvort ég klára þetta á 3 eða 5.árum. Það er fullt af tækifærum öðrum ef þetta gengur ekki. Afhverju fylgir það manni að vilja alltaf hafa plön ?

Vinur minn sendi mér þetta á dögunum....því miður er þetta rétt hjá honum!!

 "Það verða að vera downs til að þú vitir hvenær þú ert í ups, ....Stress og samviska eru til að segja þér hvort þú sért að gera rétt eða rangt, en það getur alltaf gengið of langt eins og það hefur gert hjá fólki sem ég þekki. OG ef þú værir full í Afríku núna værir þú eins og kjáni, vegna þess að það er miður dagur þar"

Knús og góðan dag til allra

Anna Vala þessi með króníska samviskubitið

 

p.s Þessi mynd er fyrir alla sem eru ekki á Feisbúkk !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fólk eins og mig hehe er reyndar búin að opna feisið aftur alveg léleg... en gaman að lesa bloggið þitt gamla mín verð að fara að heyra í þér knús

Anný Rós Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband