Páskar

Ken6Páskarnir eru tími súkkulaðis, allavega á mínum bæ. Ég á besta nágranna og vin í heimi. Fékk risa Nóa páskaegg  og annað til frá Góu sem nú situr á rassinum á mér. Hef þess vegna hafið vodkokúrinn til að stemma mig af :)  Er búin að sitja með Hr Spanó og Hr Líndal yfir hátíðarnar og hafa þeir hagað sér svona sæmilega þrátt fyrir eina og eina leiðinlega ritgerðarspurningu og dóma sem ég skil ekki.

Ég minnist páskanna í Kenya þar sem ég fékk sent páskaegg frá Kötu minni og mikið af þeim.  Algjör hamingja yfir því. Tala nú ekki um þegar að eini maturinn hefur verið hrísgjón. Minnist þess að hlaupa í messu í 27 stiga hita og sól á Páskadegi. Vera eina hvíta dýrið og reyna að skilja hvenær ég átti að standa og hvenær ég átti að taka í hönd fólks. Ég er kannski dugleg að tala um Kenya en það er bara einhvernveginn svo erfitt að fóta sig í Íslensku samfélagi svo vel sé. Erfitt að skilja að ég sé í raun komin heim. Vil benda ykkur á færslu vinar míns sjá hér http://hirondelle.wordpress.com/ . Finnst hann ná að lýsa svo vel hvernig þetta er allt saman. það er nefninlega alls ekki það að Ísland sé ómögulegt þar er meira að læra að lifa aftur í núinu.

En já 15.apríl í Kenya 2008. Ég hafði vaknað snemma og mætti til vinnu, bjóst við að finna alla þar. En þar voru einungis stúdentarnir og vörðurinn. Engir kennarar en þessi staður sem ég vann á var inni í miðju fátækrahverfi. Kennararnir komu seint en ástæðan var sú að engar almenningssamgöngur gengu frá ákveðnum hverfum og þurftu þær því að labba langa leið. Mungiki klíkan var komin í hefndaraðgerðir og drepa átti þá sem ekki voru af Kikuyu ættbálknum. Allt vegna dauða eiginkonu foringjans. Þeir héldu því fram að ef foringinn hefði ekki farið í fangelsi þá hefði hún ekki verið drepin. Við vorum í vinnunni að velta fyrir okkur hvort við ættum að senda nemendur heim eður ei þar sem ástandið var mjög óstapílt þegar að við heyrðum byssuskot og stuttu seinna fullt af fólki á hlaupum. Einn maður í blóði sínu er dregin inn í fátækrahverfið. Ég leyfi mér að efast um að hann hafi komist á spítala eða haft efni á því. Stuttu seinna erum við að Kenyskum sið bara að drekka te og spá hvort við ættum ekki að fara heim. Ekta Kenýskt óþarfi að ana útí hlutina. Þarna var ég komin með verulegan hjartslátt. Þegar loks var ákveðið að loka, komumst við ekki heim þar sem verið var að kveikja í bílum út um allt og við vorum í raun innilokuð í skólanum. Ástandið batnaði þó 2klst síðar og mátti ég þá hlaupa í gegnum fátækrahverfin ásamt "lífvörðum". Þessi dagur lifir eins og svo margir aðrir í minningunni. Hann endaði þó vel og samkvæmt dagbókarfærslu fékk ég Mæju í mat til mín og fékk íslenska bók að heiman.

Hvað vill maður meira? Gleðilega Páska

Anna Vala

 

p.s myndin er af "búðinni" minni :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Gleðilega páska elsku Anna. Þú talar ekki nógu mikið um Kenýa fyrir minn smekk ;) Því mér finnst ekkert smá frábært að heyra þessar frásagnir. Maður er orðinn svo ónæmur fyrir almennum fréttaflutningi og þá er svo hressandi að heyra svona first hand frásagnir frá manneskju sem maður treystir 100% :)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 14.4.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband