8.8.2010 | 20:13
Að halda í hefðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2010 | 06:56
...
Það er ansi margt sem hefur drifið á daga mína frá því að ég bloggaði síðst. Meðal annars það að vera atvinnulaus í 6 daga. Sem var eiginlega bara fínt. Það var alltof lítið að gera á annars þessum skemmtilega veitingastað og ég gat bara ekki hugsað mér að vinna öll kvöld. Það kalla ég ekki vaktir. Fríið var hinsvegar vel nýtt í að sækja um aðrar vinnur og fara til Finnlands og Svíþjóðar með ástmanninum. Við þurftum nefninlega nauðsynlega að fara í IKEA.
Við fórum til tveggja bæja sem heita Tornio ( í Finnlandi) og Haparanda (í Svíþjóð) það er á sem skilur þessa bæi að og ekkert annað. Við vorum í Haparanda og vorum því 1 klst á eftir Tornio. Frekar fyndið þarna keyrðum við yfir eina brú fram og til baka og heyrðum mismunandi tungumál og vorum á mismunandi tíma. Finnskuna sem er óskiljanleg og sænskuna sem við gátum vel skilið og talað norsku á móti. Við hjónin sem erum nottla þekkt fyrir algera heppni skelltum okkur þar að auki þarna á 1 maí. Algerir lúðar. Vorum heppin að IKEA var opið :) Það sem var líka skondið var að allt var opið í Svíþjóð en ekki í Finnlandi....hinu megin við ánna. Við gistum á Spa hóteli sem verður ekta spa hótel þegar að það verður tilbúið. Við létum okkur bara nægja uppábúin rúm. Geggjaðan morgunmat og Saunu sem karlmanninum í sambandinu tókst að kveikja í með miklum blæstri og tálgun á tré. Svo skildi ekkert í því daginn eftir að Ég væri með sót í nefinu.
Þetta var 7 klst ferðalag sem gekk það vel að á leiðinni tilbaka að við misstum okkur í spjalli, já svo miklu að við misstum af bensínstöðvUM. Skelltum okkur í nettan sparakstur ásamt panik ástkonu sem spurði í sífellu....meikum við þetta. Á ég að skella á mig gönguskónum ? Svo loksins þegar fannst bensínstöð í Finnlandi, rétt við landamæri Noregs. Þá taka þeir ekki erlend kort. Reddaðist að lokum með því að fá að taka pening í gegnum visa vél í einkapartýi þarna hjá :) Semsagt nú er allt uppmublað af IKEA vörum og við erum bara rosa kát.
Annars er ég búin að vera á leiðinni að blogga.....veit bara ekki hvert allur tími fer þessa dagana. Þarf nefninlega að skrifa svo margt hérna. Sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa upplifað 17.maí Þjóðhátíðardag Norðmanna.
Luv Anna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2010 | 09:37
Óvelkomin gæludýr og lífið í Norge
Síðan að ég kom til Noregs hef ég heyrt undarleg hljóð úr veggnum í svefnherberginu okkar og nottla spurt Palla minn hvað þetta sé. Svarið sem ég hef fengið frá verkfræðingnum er elskan mín þetta er ábyggilega bara loft í pípunum. Einn að reyna að friða mig. Einmitt....vatn sem hleypur. Til að gera langa sögu stutta hafa mýs gert sig heimakomnar í veggnum svo næsta sem var að gera var að eitra fyrir þessum elskum. Viðurkenni að ég vorkenndi þeim nóttina sem eitrið var sett upp þar sem þær tóku það með sér. Ég heyrði þær velta þessum kubb með sér, rosa glaðar yfir matnum, tístandi og hlaupandi hratt um veggina. Var reyndar við það að fá martraðir því hamagangurinn var svo mikill að á tímabili fannst mér eins og þær hlypu um á gólfinu. Nú heyrist ekkert,,,,,tja nema kannski hroturnar í Palla.
Við erum samt alveg að fá iðnaðarmenn, hlakka til að labba ekki um á steininum og hafa fötin mín eftv í einhverju öðru en tösku á gólfinu. Ha einungis 5 vikna bið :) Verður svo heimilislegt að kannski verðum við að fara að ganga um eins og almennilegt fólk í stað þess að liggja í stofunni yfir páskaeggjum og köldum bjór. Þess má geta að við máttum alveg við þessum 3 páskaeggjum frá Nóa nr 6 og einu nr 4 :)
Hér í Tromso er sólin byrjuð að skína og það skærar og hærra með hverjum deginum. Hún skín svona eins og hið elskulega fólk sem hér býr. Mér líður svona eins og ég hafi flutt inn á fjölskyldu. Allir vilja allt fyrir mann gera. Leigusalarnir okkar eru t.d mikið meira eins og vinir okkar og samstarfsfélagarnir eru félagar í raun. Ekki það að ég geti kvartað. Hvar sem ég hef unnið hef ég eignast gullmola sem ennþá eru í lífinu mínu og verða þar vonandi áfram þrátt fyrir þetta flakk á mér.
Annars skruppum við skötuhjúin í okkar fyrstu utanlandferð um páskana þar sem við heimsóttum Finnland. Alger snilld, breyttumst svo í óargadýrin íslendinga þegar að við hrundum inní kaupfélagið og misstum okkur í múmínbollum og bjór. Myndi kannski sýna ykkur myndir ef ég hefði tekið einhverjar. Var ekkert að standa mig. Starði bara útumgluggan á endalaust fallegt útsýni, snjó, fjöll og tré.
Kveð ykkur að sinni
Anna Vala
p.s ef mýsnar koma aftur þá tek ég upp asíska siði og elda þær, sjá mynda hér að ofan. Grillaðar mýs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2010 | 08:35
Færsla 2 af.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2010 | 11:55
Hið nýja heim.....
Sumir kalla þetta hjara veraldar. Hjá mér heitir þetta bara Tromso og nýja landið mitt Noregur. Eftir tæpa viku hérna er ég að fatta að hingað sé ég actually komin. Þetta er eins og lítil lygasaga hvað allt gengur upp þegar maður á síst von á því. Ég vinn á veitingastað sem heitir Fiskerestauranten og er í miðbænum http://fiskerestauranten.no/ , reyndar er ekki mikið komið inná heimasíðuna en það kemur fljótlega. Við hjónakornin byrjuðum einmitt fyrstu kynni okkar við eigendur og starfsfólk með því að vera boðin í dinner á sunnudagskvöldið þar sem allir réttir af matseðli voru prufaðir, teknar myndir fyrir heimasíðuna og svona ásamt því að drekka ótæpilega af hvítvíni og rauðvíni. Kokkabransinn er sem sagt alls staðar eins. Smá trúnó fyrir fyrstu vaktina er t,d algerlega nauðsynlegt. Svo vildu þau fá myndir af kokkunum saman. Frekar fyndið ég er einhverjum cm stærri en eigandinn og við áttum ekki kokkagalla ss þeir voru í láni. Svo ég var uppdressuð í kjól og máluð en hann nýkomin úr eldhúsinu. Þetta verða skemmtilegar myndir. Læt ykkur kannski vita þegar þetta dettur inn. Eins og ég segi þá er þessi bransi alls staðar eins. Í gær var ég t.d ein í eldhúsinu og kann ekki alveg matseðilinn, og leitaði dauðaleit að hinum og þessum sósum. Bar eitthvað rangt fram en enginn kvartaði, þvert á móti voru allir mjög glaðir, sérstaklega með matreiðslu mína á hreindýrinu sem er eina kjötið á matseðlinum.
Lífið á nýjum stað er að taka á sig mynd, er að læra tungumálið, mjög hægt til að byrja með þar sem það hefur alveg verið um nóg annað að hugsa. Svo er að koma sér fyrir í litlu piparsveinaíbúðinni og átta sig á öllu saman. Og rétt í þessu var mér sagt að ég gæti fengið gönguskíði lánuð....það verður eitthvað kostulegt. Því eins og alþjóð ætti að vita þá er ég með íþróttafötlun á háu stigi.
Kossar og knús á klakann Anna Vala
P.s þessi mynd er af kirkjunni sem er rétt hjá íbúðinni minni, svo ef þið eruð í Tromso þá bara fara upp hjá henni þessari ....upp upp og svo til hægri :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)