Að halda í hefðir

flagg
Ég hef gaman að norðmönnum á svo margan hátt. Tja allavega hér í norðri. Þeir virðast svona temmilega íhaldssamir, mjög regluglaðir og halda fast í hefðir. Eitt er Þjóðhátíðardagurinn þeirra sem ég fékk að upplifa þann 17.maí sl. Við vorum heppin sólin skein og muna þeir varla annan eins fallegan dag. Hvert einasta hús hafði flaggað norska fánanum og hér var vaknað stundvíslega kl 7:00 þegar herlegheitin byrja. Skrúðgöngur í hverjum barnaskóla og allir uppáklæddir í þjóðhátíðarfötum. OK ýkt að segja allir, betra að segja allir nema við Palli sem vorum bara svona semi fínt klædd tja kannski eins og við ætluðum á kaffihús. Þjóðhátíðarklæðin koma úr hverju héraði fyrir sig og eru mörg hver ansi litskrúðug og skemmtileg. Vorkenndi reyndar mönnum sem voru í mjög stuttum stuttbuxum og stífum klæðum þennan dag en börnin voru sætust. Öll þvílíkt fallega klædd með fánann sinn og sögðu stolt hibb hibb húrra. Seinna um daginn fara þeir svo í fleiri skrúðgöngur í miðbænum, barnaskrúðganga, fullorðins ofl ofl. Ein skrúðganga var ansi skemmtileg en það var Rússnesk skrúðganga. Sem ákvað að ganga á móti hinum en allt gekk vel og hibb hibb húrra hljómaði útum allan bæ. Skemmtilegt hvað þeir eru stoltir að hafa losnað undan svíjaveldi. Flestir vilja ekki einu sinni fara að  heiman þessa helgi heldur bara fagna í sínum bæ.
 
Skelli þessari gömlu færslu inn kem svo fersk inn eftir sumarfrí :) 

...

Það er ansi margt sem hefur drifið á daga mína frá því að ég bloggaði síðst. Meðal annars það að vera atvinnulaus í 6 daga. Sem var eiginlega bara fínt. Það var alltof lítið að gera á annars þessum skemmtilega veitingastað og ég gat bara ekki hugsað mér að vinna öll kvöld. Það kalla ég ekki vaktir. Fríið var hinsvegar vel nýtt í að sækja um aðrar vinnur og fara til Finnlands og Svíþjóðar með ástmanninum. Við þurftum nefninlega nauðsynlega að fara í IKEA.

haptor

Við fórum til tveggja bæja sem heita Tornio ( í Finnlandi) og Haparanda (í Svíþjóð) það er á sem skilur þessa bæi að og ekkert annað. Við vorum í Haparanda og vorum því 1 klst á eftir Tornio. Frekar fyndið þarna keyrðum við yfir eina brú fram og til baka og heyrðum mismunandi tungumál og vorum á mismunandi tíma. Finnskuna sem er óskiljanleg og sænskuna sem við gátum vel skilið og talað norsku á móti. Við hjónin sem erum nottla þekkt fyrir algera heppni skelltum okkur þar að auki þarna á 1 maí. Algerir lúðar. Vorum heppin að IKEA var opið :) Það sem var líka skondið var að allt var opið í Svíþjóð en ekki í Finnlandi....hinu megin við ánna. Við gistum á Spa hóteli sem verður ekta spa hótel þegar að það verður tilbúið. Við létum okkur bara nægja uppábúin rúm. Geggjaðan morgunmat og Saunu sem karlmanninum í  sambandinu tókst að kveikja í með miklum blæstri og tálgun á tré.  Svo skildi ekkert í því daginn eftir að Ég væri með sót í nefinu.

Þetta var 7 klst  ferðalag sem gekk það vel að á leiðinni tilbaka að við misstum okkur í spjalli, já svo miklu að við misstum af bensínstöðvUM. Skelltum okkur í nettan sparakstur ásamt panik ástkonu sem spurði í sífellu....meikum við þetta. Á ég að skella á mig gönguskónum ? Svo loksins þegar fannst bensínstöð í Finnlandi, rétt við landamæri Noregs. Þá taka þeir ekki erlend kort. Reddaðist að lokum með því að fá að taka pening í gegnum visa vél í einkapartýi þarna hjá :) Semsagt nú er allt uppmublað af IKEA vörum og við erum bara rosa kát.

Annars er ég búin að vera á leiðinni að blogga.....veit bara ekki hvert allur tími fer þessa dagana. Þarf nefninlega að skrifa svo margt hérna. Sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa upplifað 17.maí Þjóðhátíðardag Norðmanna.

 

Luv Anna 


Óvelkomin gæludýr og lífið í Norge

MúsSíðan að ég kom til Noregs hef ég heyrt undarleg hljóð úr veggnum í svefnherberginu okkar og nottla spurt Palla minn hvað þetta sé. Svarið sem ég hef fengið frá verkfræðingnum er elskan mín þetta er ábyggilega bara loft í pípunum. Einn að reyna að friða mig. Einmitt....vatn sem hleypur. Til að gera langa sögu stutta hafa mýs gert sig heimakomnar í veggnum svo næsta sem var að gera var að eitra fyrir þessum elskum. Viðurkenni að ég vorkenndi þeim nóttina sem eitrið var sett upp þar sem þær tóku það með sér. Ég heyrði þær velta þessum kubb með sér, rosa glaðar yfir matnum, tístandi og hlaupandi hratt um veggina. Var reyndar við það að fá martraðir því hamagangurinn var svo mikill að á tímabili fannst mér eins og þær hlypu um á gólfinu. Nú heyrist ekkert,,,,,tja nema kannski hroturnar í Palla.

Við erum samt alveg að fá iðnaðarmenn, hlakka til að labba ekki um á steininum og hafa fötin mín eftv í einhverju öðru en tösku á gólfinu. Ha einungis 5 vikna bið :) Verður svo heimilislegt að kannski verðum við að fara að ganga um eins og almennilegt fólk í stað þess að liggja í stofunni yfir páskaeggjum og köldum bjór. Þess má geta að við máttum alveg við þessum 3 páskaeggjum frá Nóa nr 6 og einu nr 4 :)

Hér í Tromso er sólin byrjuð að skína og það skærar og hærra með hverjum deginum.  Hún skín svona eins og hið elskulega fólk sem hér býr. Mér líður svona eins og ég hafi flutt inn á fjölskyldu. Allir vilja allt fyrir mann gera. Leigusalarnir okkar eru t.d mikið meira eins og vinir okkar og samstarfsfélagarnir eru félagar í raun. Ekki það að ég geti kvartað. Hvar sem ég hef unnið hef ég eignast gullmola sem ennþá eru í lífinu mínu og verða þar vonandi áfram þrátt fyrir þetta flakk á mér.

Annars skruppum við skötuhjúin í okkar fyrstu utanlandferð um páskana þar sem við heimsóttum Finnland. Alger snilld, breyttumst svo í óargadýrin íslendinga þegar að við hrundum inní kaupfélagið og misstum okkur í múmínbollum og bjór. Myndi kannski sýna ykkur myndir ef ég hefði tekið einhverjar. Var ekkert að standa mig. Starði bara útumgluggan á endalaust fallegt útsýni, snjó, fjöll og tré.

Kveð ykkur að sinni
Anna Vala

p.s ef mýsnar koma aftur þá tek ég upp asíska siði og elda þær, sjá mynda hér að ofan. Grillaðar mýs


Færsla 2 af.....

StofaHey það er ekki hægt að skamma mig fyrir að blogga ekki þegar að ég er upptekinn við pakka niður eða taka upp úr töskum. Já rétt ég var búin að vera hér í rúma viku þegar að það rann upp þessi líka fallegi sunnudagur. Við kíktum út og ákváðum síðan að hafa kósýkvöld heima með pizzu og víntári. Eftirá að hyggja skil ég ekki afhverju ég hellti ekki í mig þetta kvöld öllum Reykjavodkanum sem til er á heimilinu. Við komumst nefninlega að því að fullmikið af vatni var í geymslunni og þegar betur var að gáð var svefnherbergið og gangurinn líka að safna vatni undir dúkinn. Svo rómantíkin hvarf með vatnssugum, leigusölunum og mönnum frá ISS. Og ef það var einhver vottur eftir af rómantík eða kósýheitum þá hvarf hún fyrir lítið síðar um kvöldið þegar að við fluttum inn í gestaherbergi leigusalans í 75 cm barnarúm og allt skreytt Winnie the pooh. Spurning hvort við getum hugsað okkur kynlíf nokkuð fyrr en á næstu öld. Svo fluttum við 2 dögum seinna í studioíbúð frænda leigusalans og svo "heim aftur" og þar erum við núna. Búum með tveim þurrkurum, dótið okkar í kössum og bíðum eftir iðnaðarmönnum sem virðast ekkert vera að drífa sig. Hér ómar ekki Bach á fóninum heldur meira hann Palli minn...."Anna veistu um.....Anna veistu um....". Já elskan þetta er í litlu ferðatöskunni vinstra megin. Ha ha þetta er bara lífsreynsla. Hver annar en ég myndi lenda í svona. Tja maður spyr sig. Myndin hér að ofan er einmitt heima. Svona fyrir þá sem hafa beðið "spenntir" eftir myndum :)
 
Á laugardaginn var haldið hér Sparkfest í Tromsdalnum. Það er svaka stuð. Það sem til þarf er sparksleði, boð í partýið og búningur (þemað í ár var villta vestrið). Við vorum boðin til yfirmanns Palla, hún og maðurinn hennar bjóða ss 8.manns. Þarna voru allir mættir sem kúrekar með hatt og byssu.....tja nema nottla ég sem fannst upplagt að stimpla mig inn sem hóra úr villta vestrinu með tilheyrandi litlum klæðnaði og daðri af sverustu gerð. Við byrjuðum ss þarna í forrétt. Síðan er manni hennt út. Maðurinn manns skutlar manni að sjálfsögðu á Sparksleðanum sjá hér
Sleði ath að maðurinn á myndinni tengist ekki bloggaranum á nokkurn hátt :) Svo er stoppað á hverju horni....hmmmmm ef sumir ná að stoppa. Ég var orðin ansi góð í að spyrna hælunum niður til að enda ekki á hliðinni. Þarna var tekinn drykkur með fólki og spjallað áður en farið var í aðalrétt á næsta stað. Ss 3ja rétta á mismunandi stöðum með nýju fólki í hvert sinn. Alltaf byrjað upp á nýtt að kynna sig og slíkt. Þetta er frábært form og mjög skemmtilegt fólk tja nottla nema skrítni fulli kallinn í aðalréttinum sem ég hef ekki hugmynd um hver bauð og "vinkona" hans sem virtist líka eiga heima á Vogi. Svo endaði partýið uppi á Tromstindinum ef ég get sagt það. Farið upp með kláfnum og partýinu haldið áfram. Sumir voru þó orðnir frekar drukknir. Það að sveifla byssunni verður erfitt eftir stanslausa drykkju kvöldsins. Þessi mynd er tekin af bænum séð þarna ofan frá. Frekar töff en soldið You had to be there.....tja eða bara gefa mér alvöru myndavél :)
Klafur Þurfið líklega að smella á hana til að sjá eitthvað. Annars ætla ég að kveðja með mynd af okkur skötuhjúunum þetta kvöld. Tvö sem voru alveg búin á þvi. Ekki bara af áfengisneyslu. Það tekur gríðarlega á að sitja 3 mamtarboð og partý og heyra bara norsku og reyna að skilja og tala. Held að ég ætti t.d núna að hætta að blogga og fara og æfa mig í norskunni.
 
AP Later fólks og hafið góða vikurest, Anna Vala

Hið nýja heim.....

TromsSumir kalla þetta hjara veraldar. Hjá mér heitir þetta bara Tromso og nýja landið mitt Noregur. Eftir tæpa viku hérna er ég að fatta að hingað sé ég actually komin. Þetta er eins og lítil lygasaga hvað allt gengur upp þegar maður á síst von á því. Ég vinn á veitingastað sem heitir Fiskerestauranten og er í miðbænum http://fiskerestauranten.no/ , reyndar er ekki mikið komið inná heimasíðuna en það kemur fljótlega. Við hjónakornin byrjuðum einmitt fyrstu kynni okkar við eigendur og starfsfólk með því að vera boðin í dinner á sunnudagskvöldið þar sem allir réttir af matseðli voru prufaðir, teknar myndir fyrir heimasíðuna og svona ásamt því að drekka ótæpilega af hvítvíni og rauðvíni. Kokkabransinn er sem sagt alls staðar eins. Smá trúnó fyrir fyrstu vaktina er t,d algerlega nauðsynlegt. Svo vildu þau fá myndir af kokkunum saman. Frekar fyndið ég er einhverjum cm stærri en eigandinn og við áttum ekki kokkagalla ss þeir voru í láni. Svo ég var uppdressuð í kjól og máluð en hann nýkomin úr eldhúsinu. Þetta verða skemmtilegar myndir. Læt ykkur kannski vita þegar þetta dettur inn. Eins og ég segi þá er þessi bransi alls staðar eins. Í gær var ég t.d ein í eldhúsinu og kann ekki alveg matseðilinn, og leitaði dauðaleit að hinum og þessum sósum. Bar eitthvað rangt fram en enginn kvartaði, þvert á móti voru allir mjög glaðir, sérstaklega með matreiðslu mína á hreindýrinu sem er eina kjötið á matseðlinum. 

Lífið á nýjum stað er að taka á sig mynd, er að læra tungumálið, mjög hægt til að byrja með þar sem það hefur alveg verið um nóg annað að hugsa. Svo er að koma sér fyrir í litlu piparsveinaíbúðinni og átta sig á öllu saman. Og rétt í þessu var mér sagt að ég gæti fengið gönguskíði lánuð....það verður eitthvað kostulegt. Því eins og alþjóð ætti að vita þá er ég með íþróttafötlun á háu stigi.

 

Kossar og knús á klakann Anna Vala

 

 P.s þessi mynd er af kirkjunni sem er rétt hjá íbúðinni minni, svo ef þið eruð í Tromso þá bara fara upp hjá henni þessari ....upp upp og svo til hægri :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband