The first step to getting the things you want out of life is this: Decide what you want.

Anna_th
Ha ha þessi fyrirsögn....lýsir mér allvega ekki eða mörgum sem ég þekki. Hver veit hvað hann vill eða hvert hann stefnir. Flestum þykir gott að vita bara hvaða dagur er og ákveða hvað á að vera í kvöldmatinn. Eina sem ég veit t.d fyrir víst að það er loksins að koma sumar. Ég finn að það læðist að manni. Ég hef getað setið á svölunum, reyndar með námsbækurnar enn hey....at least I went out. Það hefur heyrt til unantekninga suma daga. Allavega er það orðið frekar súrt þegar að það telst til frétta að maður hafi farið út eða farið í sturtu. Ég finn að frelsið frá skólabókunum nálgast óðfluga og ef ég ætti að taka sumarkúrsa væri það ekki til umræðu. Tek ofan af fyrir þeim sem dettur slíkt í hug. Eins og þetta er skemmtilegt nám þá hefur þetta fyrsta ár tekið fáránlegan toll af manni. Þvílíkt stress og andlegt álag yfir einu námi. Af öllu þessu er líka augljóst að ég er á Íslandi. Þessu fylgja nefninlega endalausar pælingar um hvað sé næst og hvað ef þetta gengur ekki osfrv osfrv. Hjá mér ríkir að sjálfsögðu ekki nein eftirsjá. Ég man reyndar ekki eftir hlutum sem ég sé eftir. Enda til hvers ? Ég tel að allt sem ég hef gert í lífinu hafi skilað mér þangað sem ég er í dag og því góða fólki sem er í kringjum mig. Það er ekkert til sem heitir heppni í þeim efnum. 
Annars hefur þetta gerst síðan síðast......
 
-farið í hvítvín og ís með Erlu þegar að við áttum að vera að læra
 
-misst mann til Gambíu og fengið að vita það með 12.klst fyrirvara
 
-grátið yfir fallegu lagi 
 
-farið með bílinn minn í skoðun og lent í daðri hjá Frumherja....sexý ha
 
-tekið áhættu fyrir tilstilli vesturbæjar drottningarinnar, sem ég sé sko alls ekki eftir 
 
-ekki trúað því að það verði ekkert meira Private Practice næstu mánuðina : (
 
-verið hissa, glöð, sorgmædd og dofin 
 
-skoðað flug til New York
 
-verið rosalega löt og slétt sama
 
-misst úr svefn
 
-lesið erfðarétt og spáð í því að gera erfðaskrá strax
 
-lesið um hjónaskilnaði og spáð í því að giftast ekki
 
-haldið húsfund og látið flesta halda að ég ætti í ástarsambandi við nágranna minn
 
-verið boðin í páskamessu með öðrum granna en þáði ekki boðið
 
-fundið gleðina með diskinn frá vinkonum mínum frá Jamaica Brick and Lace
 
-verið boðin út að borða og notið góðs félagsskaps 
 
 
Later fólk
Anna panna 

Dolly kellingin

Þeir sem þekkja mig smávegis vita að ég er alltaf með tónlist. Hvort sem að það er í botni í bílnum eða hvort ég spila fyrir nágranna mína. Ég held þeim við efnið hvort sem það er með nýja Prodigy disknum eða Alfreð Clausen. Tónlist er bara eitthvað sem ég gæti ekki verið án.  Það er svona eins og að vera ekki með hendi að geta ekki sett lag á fóninn. Og ég hlusta á allt sem sumum finnst öllu verra og stórskrítið. Hef margoft verið spurð hvort ég sé í alvörunni 27 ára þegar að kemur  að lögum. Kann t.d held ég alla textana með  Lónlí blú boys. Lagið hér að ofan  rakst ég á  hinsvegar á þegar að ég átti að vera að lesa fyrir próf í Almennri lögfræði. Man hvað ég var glöð þegar að ég eignaðist þessa útgáfu á kassettu hérna um árið eftir að hafa "nauðgað" því með Whitney Houston. Þegar að ég var yngri kunni ég enga ensku svo ég bara bjó til textann við lögin tja þó þau væru á íslensku var ég með minn eigin texta. Systur minni ástkærri til mikillar gleði og ánægju. Fannst ég greinilega ekki eins æðisleg og mér fannst sjálfri.....

Jæja réttarsagan heillar....get ekki hangið hér eins og kjáni

Anna Vala


Páskar

Ken6Páskarnir eru tími súkkulaðis, allavega á mínum bæ. Ég á besta nágranna og vin í heimi. Fékk risa Nóa páskaegg  og annað til frá Góu sem nú situr á rassinum á mér. Hef þess vegna hafið vodkokúrinn til að stemma mig af :)  Er búin að sitja með Hr Spanó og Hr Líndal yfir hátíðarnar og hafa þeir hagað sér svona sæmilega þrátt fyrir eina og eina leiðinlega ritgerðarspurningu og dóma sem ég skil ekki.

Ég minnist páskanna í Kenya þar sem ég fékk sent páskaegg frá Kötu minni og mikið af þeim.  Algjör hamingja yfir því. Tala nú ekki um þegar að eini maturinn hefur verið hrísgjón. Minnist þess að hlaupa í messu í 27 stiga hita og sól á Páskadegi. Vera eina hvíta dýrið og reyna að skilja hvenær ég átti að standa og hvenær ég átti að taka í hönd fólks. Ég er kannski dugleg að tala um Kenya en það er bara einhvernveginn svo erfitt að fóta sig í Íslensku samfélagi svo vel sé. Erfitt að skilja að ég sé í raun komin heim. Vil benda ykkur á færslu vinar míns sjá hér http://hirondelle.wordpress.com/ . Finnst hann ná að lýsa svo vel hvernig þetta er allt saman. það er nefninlega alls ekki það að Ísland sé ómögulegt þar er meira að læra að lifa aftur í núinu.

En já 15.apríl í Kenya 2008. Ég hafði vaknað snemma og mætti til vinnu, bjóst við að finna alla þar. En þar voru einungis stúdentarnir og vörðurinn. Engir kennarar en þessi staður sem ég vann á var inni í miðju fátækrahverfi. Kennararnir komu seint en ástæðan var sú að engar almenningssamgöngur gengu frá ákveðnum hverfum og þurftu þær því að labba langa leið. Mungiki klíkan var komin í hefndaraðgerðir og drepa átti þá sem ekki voru af Kikuyu ættbálknum. Allt vegna dauða eiginkonu foringjans. Þeir héldu því fram að ef foringinn hefði ekki farið í fangelsi þá hefði hún ekki verið drepin. Við vorum í vinnunni að velta fyrir okkur hvort við ættum að senda nemendur heim eður ei þar sem ástandið var mjög óstapílt þegar að við heyrðum byssuskot og stuttu seinna fullt af fólki á hlaupum. Einn maður í blóði sínu er dregin inn í fátækrahverfið. Ég leyfi mér að efast um að hann hafi komist á spítala eða haft efni á því. Stuttu seinna erum við að Kenyskum sið bara að drekka te og spá hvort við ættum ekki að fara heim. Ekta Kenýskt óþarfi að ana útí hlutina. Þarna var ég komin með verulegan hjartslátt. Þegar loks var ákveðið að loka, komumst við ekki heim þar sem verið var að kveikja í bílum út um allt og við vorum í raun innilokuð í skólanum. Ástandið batnaði þó 2klst síðar og mátti ég þá hlaupa í gegnum fátækrahverfin ásamt "lífvörðum". Þessi dagur lifir eins og svo margir aðrir í minningunni. Hann endaði þó vel og samkvæmt dagbókarfærslu fékk ég Mæju í mat til mín og fékk íslenska bók að heiman.

Hvað vill maður meira? Gleðilega Páska

Anna Vala

 

p.s myndin er af "búðinni" minni :)


Haraka haraka haina baraka

ffÉg held að líf mitt sé að verða eins og lögfræðin í stikkorðum og sem fæstum orðum. Skil ekki afhverju fólk spyr mig ennþá hvað ég sé að gera eða sé að fara að gera. Svarið er: LESA...já ok en hvað ætlarðu að gera í kvöld uuuu: LESA. Svo finnst mér skrítið að ég heyri ekki í fólki, held að það þori einfaldlega ekki að hringja til að trufla ekki námið. Og hvernig gengur námið....uuu fínt held ég. Fyrir þá sem að ekki hafa setið þessa kúrsa er það fljótlega útskýringin að það eru 100 % próf svo maður verður bara að vona að maður sé að ná hvað sé í gangi, engin verkefni eða slíkt. Sem hefur jú kosti og galla. Maður situr ekki sveittur að skila en að sama skapi veit maður ekkert hvar í veröldinni maður er staddur. Já svona er lífið í Kópavoginum, stofan mín lítur út eins og bókasafn og félagslífið er eins og hjá eldri borgara...RIGHT. Nei annars miklu meira stuð hjá eldri borgurum. Þeir fara í kirkju, spila yatzi og svona. Eina kirkjan sem ég hef náð hefur verið messan sem við spilum á Jómfrúnni á sunnudagsmorgnum. Annars fékk ég mér aðeins neðan í því um daginn, náði að hrynja um 1 fyrrverandi, tala óvarlega í leigubíl við vini mína og heyrði síðan....Anna ert þetta þú frá leigubílstjóranum. Sem í þessu tilfelli þekkti þann sem ég var að ræða um. Ég eldrauð í framan. Gott það sást ekki vel þar sem ég var með tonn af meiki og það var myrkur. Reyndi síðan að tala mig út úr vandræðunum ( gekk ekkert vel). Annars væri týpískt kvöld hjá mér svona eins og gott laugardagskvöld í sl viku þegar að Jói vinur minn droppaði við. Álftagerðisbræður á fóninum, túlkun lagaákvæða í lestri og á gasinu var soðið slátur. Nota bene ég held að Jói sé enn að jafna sig : )
 
I am living on the edge
Love Anna Vala
 
p.s hver getur giskað hvað fyrirsögnin þýðir ????

Bjórdagurinn !!!

bustadur-halloween_095.jpgVar hvött til að byrja að blogga aftur. Ætli sá maður vilji ekki helst sjá hér dómareifanir Hæstaréttar sem er eiginlega það eina sem ég hef til málanna að legga þessar vikurnar nema kannski einstaka lög um hjúskap. Gæti einnig verið svolítið villt á því farið í samningalögin. En að öllu þessu slepptu þá líður tíminn of hratt. Það er víst komin mars og 8.vikur í hið hræðilega próf í almennri lögfræði. Ég gæti því orðið ennþá leiðinlegri þegar á líður. Hefði aldrei trúað hvílík geðveiki eitt nám getur verið. Fólk sefur ekki, aðrir eru á lyfjum, enn aðrir væla hjá námsráðgjöfum, sumir sækja aukatíma eins og enginn sé morgundagurinn og enn enn aðrir spila sig kúl á Þjóðarbókhlöðunni en gráta í bjórinn sinn á ölhúsum bæjarins þegar kvölda tekur. Ég reyni þó öðru hvoru að sparka í sjálfan mig til að minna mig á að það skiptir ekki máli hvort ég klára þetta eða ekki. Eða hvort ég klára þetta á 3 eða 5.árum. Það er fullt af tækifærum öðrum ef þetta gengur ekki. Afhverju fylgir það manni að vilja alltaf hafa plön ?

Vinur minn sendi mér þetta á dögunum....því miður er þetta rétt hjá honum!!

 "Það verða að vera downs til að þú vitir hvenær þú ert í ups, ....Stress og samviska eru til að segja þér hvort þú sért að gera rétt eða rangt, en það getur alltaf gengið of langt eins og það hefur gert hjá fólki sem ég þekki. OG ef þú værir full í Afríku núna værir þú eins og kjáni, vegna þess að það er miður dagur þar"

Knús og góðan dag til allra

Anna Vala þessi með króníska samviskubitið

 

p.s Þessi mynd er fyrir alla sem eru ekki á Feisbúkk !!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband