Færsluflokkur: Bloggar

I sol og sumri

Vid Julia tokum fyrstu 2 vikurnar okkar saman i India i nordur Indlandi. Allt tar er frekar erfitt og eins og eg hef sagt adur ta er ekki audvelt ad vera kona. Vid vorum tvi ansi anaegdar tegar ad vid lentum i Kerala i Sudur Indlandi. Sol og sandur og allt miklu vestraenna. Vid gatum loksins klaett okkur ur India dressinu tja allavega ad hluta. Ef tad sest eitthvad hold ta glapa teir. Ekki ad teir glapi ekki samt en manni lidur adeins skar. Vid erum i bae sem heitir Varkala og er fullur af turistum en okkur lidur alls ekki tannig. Allt er svo taegilegt og afslappad. Her fara fiskimennirnir ut a nottuni og a hverjum degi eru oll veitingarhus full af sverdfisk, tunfisk, redfish, butterfish, risaraekjum sem er staerri en eg hef adur sed, smokkfiskur ofl ofl. Vid gatum valid okkur fisk og latid elda ad vild. Ljuffengur var hann, tunfiskur eldadur i bananalaufi med kokoshrisgrjonum og chapati braudi. Annars er ekki gott fyrir matarsjukling eins og mig ad vera i Indlandi. Eg geng um med litla vasabok og skrifa allt sem eg man og spyr og spyr. Julia hlaer tar sem eg er buin ad fylla toskuna mina af kryddum og alls konar pickles. Vid erum bunar ad fara i heimsokn i heimahus tar sem magkona vinkonu Juliu i London kenndi okkur ad elda og svo forum vid a ansi skemmtilegt namskeid her. Nu veit eg loksins hvernig a ad blanda Indverskum kryddum. Hlakka sjuklega til ad prufa sjalf og til ad toppa tetta ta eru Indverjar ad mestu graenmetisaetur svo ef tid komid i mat til min fljotlega ta verda bara baunir, grjon og braud i matinn. Ef tid hagid ykkur vel verdur bodid upp a Kingfisher bjor sem er 8% sterkur og gledur mann mikid eftir langan dag.

 

Bjorinn nadi ta ekki ad gledja okkur um daginn tar sem vid  vorum staddar i Kalkota. Vidofdum lagt af stad til Kalkota kl 03 um nottina a lestarstodina, tvaelst i lestinni i 6 tima, fundid hotel, labbad um og vorum daudtreyttar. Vorum to akvednar i ad hressa okkur vid med einum koldum. Flettum gaumgaefilega i lonley planet bokinni eftir stad sem seldi bjor og logdum af stad. Settumst nidur og pontudum en neiiiiiiii enginn bjor i dag tad er republic day. WHAT ha og faum vid ekki bjor. Tjonninn sagdi nei tvi midur tad er ologlegt i ollu India samkvaemt logum ad framreida afengi a tessum degi. Vid vorum svo hissa ad hann sendi yfirmanninn a okkur. En vid vorum pollrolegar en vonsviknar. Hann sagdi ad eini stadurinn sem tad vaeri sens vaeri 5 stjornu hotel og framvisa erlendu vegabrefi. Svo desperad vorum vid ekki.

En i stad bjors ta forum vid a Bollywood mynd sem var tessi skemmtilega kultural upplifun. Myndin var bara a Hindi sem skipti engu mali. Dansarnir songurinn og djokid komst til skila. Fyndnast fannst okkur hvad teir voru uppteknir af tvi ad koma hvitum stelpum inn i myndina med donsurunum og svo voru taer hafdar frekar  druslulegar i odrum stuttum atridum. Ekki von ad menn liti svona a okkur. Tetta frjalsa lid fra Evropu. Aula hrollurinn yfir tessu rann samt nidur bakid a okkur.

En farin aftur ut i hitann og heim ad bera a mig after sun 

 

kvedja litli raudi tandori kjuklingurinn

 

 


Ad vera kona i Indlandi

temple1

Ad vera kona i Indlandi og tar ad auki hvit er ekki eitthvad sem eg oska mer. Allavega ekki her i Nordur Indlandi, sudur Indland er vist meira vestraent.  A okkur er sifellt starad. Ja ekki bara horft, menn sitja bara og stara sem getur verid frekar pirrandi. Svo eru teir lika alltaf ad reyna ad snerta mann sem teir komast sko alls ekki upp med vid Indverskar konur. Tad eru meira ad segja ser radir fyrir konur og I Delhi er ser lestarvagn i metroinu. Einnig eru teir stanslaust ad spyrja tig hvadan tu komir og hvad tu heitir. Eg hef sagst vera fra graenlandi, Noregi, Tyskalandi osfrv og heitid Margret eda Sigridur. En eins og ferdabokin min segir  Ekki lata tad taka af ter gledina eda fara i skapid a ter.

Vid erum nuna i Bodhgaya tar sem Pilagrimar koma mikid til ad bidja, laera og ihuga. Her er tessi fallega temple t.d sem sest her ad ofan. Hun er a heimsminjaskra og ja hun er tess virdi ad skoda og gardurinn i kring er allur vel hirtur. Blom ut um allt og folk ad ihuga.

Vid akvadum i gaer ad fara i ferd um naesta nagrenni. Vinur okkar af kaffihusinu sagdi okkur ad tad vaeri haegt ad  fa rutu a 150 rupiur. Svo forum vid ad leita adeinhverjum til ad selja okkur slika ferd. Okkur bar bodin ferdin a 950 rupiur med morgunmat og ollu. nei nei nei. Allt of dyrt. Svo vid leitudum afram og fundum loksins a 150. Bara skodunarferdin og enginn morgunmatur. Vid forum semsagt bara med local lidinu. 20 tibeskum konum fra Himalaya fjollunum. Godar buddhakonur i fullum skruda og svo 4 indverjum. Vid eina hviti lidid skildum ekkert sem var sagt i fyrsta stoppi svo bilstjorinn turfti ad banka a gluggan til ad benda okkur a ad fara ut. Vid forum svo ad skoda Buddha temple ofl. Til ad komast tangad upp tar sem hun stendur a haed. Tar turftum vid ad taka halfgerda skidalyftu sem tekur bara eina manneskju og virdist ekki vel vid haldid. En eg er ennta ad skrifa svo I am alive.  Svo tar sem vid vissum ekkert hvad vid aettum ad gera eftir tetta ta akvadum vid bara ad uda i okkur mat. Vid skelltum i okkur indverskum ponnukokum med masala og bidum eftir konunum sem voru hvergi sjaanlegar. Svo eg sagdi vid Juliu tad hlytur ad vera meira her ad skoda og vid reyndum ad spyrja folk en enginn skildi okkur. Ekki einu sinni enskur guide med hop hafdi ekki hugmynd um hvad var tar fleira. Svo vid roltum um og fundum troppur og byrjudum ad labba og maettum tar konunum a leidinni nidur. Tad var rosalegur hiti og vid komumst ad tvi ad tarna voru hellar tar sem Buddha a ad hafa ihugad i. Vid skodudum ta snoggt og hlupum sidan nidur og vorum sidastar inn. Bara vid. Allt hefur verid svona. Ef einhver segir okkur ad fara til vinstri tarna ta misskjiljum vid og forum til haegri. Tar sem vid erum nuna, fundum vid ekki eini sinni adalveginn. Allavega nog i bili.

 

Knus Anna

 

 

 


India part one

India....va hvad er haegt ad segja annad en va. Mannfjoldinn her er gridarlegur og fataekt i afriku virdist ekki vera neitt i samanburdi vid Indland. Verst finnst mer ad sja born notud til ad betla fyrir einhverja hopa sem hirda allt. Tu ert ekkert ad hjalpa barni med tvi ad gefa pening eda mat. Eg kom hingad a tridjudagsmorgun og var pikkud upp af leigubilstijora sem Julia hafdi verid svo god ad senda eftir mer. Kallinn var hress en billinn hans var ekki eins hress. Tetta var svona mini matatu. semsagt mini sendibill med hraum innrettingum og alveg ad lidast i sundur. Eg setti mig i Kenya stellingar og okum af stad i klikkudustu umferd sem eg hef sed. Eg laerdi tad fljott ad tad tydir ekkert ad vera ad lita vid ef einhver flautar tvi allir liggja a flautunni og reyna ad troda ser. Alveg magnad tar sem ad oft a tydum vaeri tetta minnsta mal ef folk keyrdi bara a sinum helming.

Vid byrjudum fyrsta daginn a a tvaelast um midborg Delhi i Tuc tuc og i hjolavagna semsagt svona hestvagn -hesturinn plus eitt stykki madur a hjoli. Frekar scary i mikilli umferd og holottum vegi. Vid skodudum markadi og smokkudum indverskan street food mat sem vid elskum badar.Alltaf jafn spennandi ad smakka eitthvad nytt.Tarna fengum vid okkur t.d einhverskonar mjolkureftirrett med silfri on top. No wonder ad vid naum okkur i sma bakteriusykingar. Tarna ma sja helling af hundum. Menn ad bada sig uti a gotum, born ad betla. Menn ad bera endalaust mikid a hofdinu og svo sa Julia einn sem var ad froa ser uti a gotu i mestu makindum. Ferlega smart, er eiginlega glod ad eg missti af tvi.

Sidustu tvo daga erum vid bunar ad vera i Varanasi sem er vd Ganges fljotid. Heilagt vatn tar sem folk setur lik i. Vid fylgdumst med likbrennslu sem var hreint ut sagt otrulega skritid. Fyrst marsera teir med likid i gegnum gamla baeinn og sidan er likid brennt ef tad er eldra en 10ara eda olett kona eda heilagt folk.Tessu folki er kastad beint i vatnid.

Annars takka eg gudi fyrir ad hafa verid i Kenya tegar ad madur upplifir ekkert rafmagn, enga heita sturtu og folk fer endalaust med mann a vitlausa stadi og skilur mann ekki.

hef ekki tima i meira blogg. Takka fyrir ad eg hafdi gott net nuna.

Knus A


India

Hei,Hér verður vonandi bloggað um India þennan mánuð sem ég verð þar :)

 

Ind

Heim í rigninguna takk fyrir

 

Það er komin 18 ágúst, 2 vikur frá því að við komum úr fríi, það er skítkalt og þetta er versta veður í 90 ár í Tromso....lucky me og já  ég er nýkomin úr vinnunni. Klukkan er nákvæmlega 13:41. Búin með mína 7,5 klst og komin á kaffihús sem er rétt hjá vinnunni hans Palla. Ekki það að í miðbænum er allt rétt hjá þar sem hann er svo lítill og nettur. Ég vinn semsagt á Hóteli sem heitir Clarion. Er morgunverðarkokkur, þar virðast vaktirnar ekki vera algert bull og allt álag og slíkt fæst greitt án nöldurs. Vinn frá 5:30-13:00 svo við erum yfirleitt sofnuð kl 21:00 eins og eldri borgarar. Finnst t.d voða smart að ef ég er kölluð inn auka fæ ég alltaf tvöfalt greitt :) 
Reyndar sá ég fram á það í morgun að ég yrði atvinnulaus eftir að þjónarnir komu blaðskellandi til mín með norskt fréttablað. Í því var grein um hótelið. Þeir höfðu semsagt komið í blind heimsókn og tekið staðinn út....Sæll þeir voru ekki ánægðir með neitt og ég held að þeir hefðu verið ánægðari með hundamat en morgunmatinn hjá okkur. Sem við by the way erum búin að upgrade a þvílíkt. En sem betur fer...allavega fyrir mig. Þá var þetta neminn sem var að leysa mig af og hatar morgunmatinn og nennir engann veginn að sinna honum. Ég held því jobbinu mínu....hún má hinsvegar efast um nemastöðuna sína.

 

Annars er fínt að vera komin til Noregs aftur þó Ísland hafi í marga staði verið yndislegt. Það var æðislegt að sjá vinina og familiuna plús nýju familiuna. Núna á ég t.d auka ömmu sem gæti vel fengið sér í glas með mér. Ekki dónalegt það.  Fáránlegt samt hvað maður er fljótur að aðlagast öllu. Í Noregi ganga hlutirnir t.d á hraða snigilsins en á Íslandi allt á yfirsnúningi...ég væri til í Balance takk smá Noreg og smá Ísland. Fannst eiginlega bara erfitt að vera heima í svona stuttan tíma. Náði ekkert að aðlagast þessu stressi. Sem dæmi um rólegheitin þá keyptum við hjónin okkur rúm í lok júní og fengum það afhent núna 10. ágúst. Þeir eru bara ekkert með lager hér. Það er allt í Osló þó þetta sé 70 þús manna bær eða París norðursins eins og Tromso kallaðist á árum áður. 

Verð að láta þessa snillinga fylgja að lokum. Hlakka til að sjá þá á Dognville tónlistarhátínni sem við erum að fara á í september ásamt, Ozzy, Prodigy, Aha ofl :)

 

Har det bra

Anna Vala 


Að halda í hefðir

flagg
Ég hef gaman að norðmönnum á svo margan hátt. Tja allavega hér í norðri. Þeir virðast svona temmilega íhaldssamir, mjög regluglaðir og halda fast í hefðir. Eitt er Þjóðhátíðardagurinn þeirra sem ég fékk að upplifa þann 17.maí sl. Við vorum heppin sólin skein og muna þeir varla annan eins fallegan dag. Hvert einasta hús hafði flaggað norska fánanum og hér var vaknað stundvíslega kl 7:00 þegar herlegheitin byrja. Skrúðgöngur í hverjum barnaskóla og allir uppáklæddir í þjóðhátíðarfötum. OK ýkt að segja allir, betra að segja allir nema við Palli sem vorum bara svona semi fínt klædd tja kannski eins og við ætluðum á kaffihús. Þjóðhátíðarklæðin koma úr hverju héraði fyrir sig og eru mörg hver ansi litskrúðug og skemmtileg. Vorkenndi reyndar mönnum sem voru í mjög stuttum stuttbuxum og stífum klæðum þennan dag en börnin voru sætust. Öll þvílíkt fallega klædd með fánann sinn og sögðu stolt hibb hibb húrra. Seinna um daginn fara þeir svo í fleiri skrúðgöngur í miðbænum, barnaskrúðganga, fullorðins ofl ofl. Ein skrúðganga var ansi skemmtileg en það var Rússnesk skrúðganga. Sem ákvað að ganga á móti hinum en allt gekk vel og hibb hibb húrra hljómaði útum allan bæ. Skemmtilegt hvað þeir eru stoltir að hafa losnað undan svíjaveldi. Flestir vilja ekki einu sinni fara að  heiman þessa helgi heldur bara fagna í sínum bæ.
 
Skelli þessari gömlu færslu inn kem svo fersk inn eftir sumarfrí :) 

...

Það er ansi margt sem hefur drifið á daga mína frá því að ég bloggaði síðst. Meðal annars það að vera atvinnulaus í 6 daga. Sem var eiginlega bara fínt. Það var alltof lítið að gera á annars þessum skemmtilega veitingastað og ég gat bara ekki hugsað mér að vinna öll kvöld. Það kalla ég ekki vaktir. Fríið var hinsvegar vel nýtt í að sækja um aðrar vinnur og fara til Finnlands og Svíþjóðar með ástmanninum. Við þurftum nefninlega nauðsynlega að fara í IKEA.

haptor

Við fórum til tveggja bæja sem heita Tornio ( í Finnlandi) og Haparanda (í Svíþjóð) það er á sem skilur þessa bæi að og ekkert annað. Við vorum í Haparanda og vorum því 1 klst á eftir Tornio. Frekar fyndið þarna keyrðum við yfir eina brú fram og til baka og heyrðum mismunandi tungumál og vorum á mismunandi tíma. Finnskuna sem er óskiljanleg og sænskuna sem við gátum vel skilið og talað norsku á móti. Við hjónin sem erum nottla þekkt fyrir algera heppni skelltum okkur þar að auki þarna á 1 maí. Algerir lúðar. Vorum heppin að IKEA var opið :) Það sem var líka skondið var að allt var opið í Svíþjóð en ekki í Finnlandi....hinu megin við ánna. Við gistum á Spa hóteli sem verður ekta spa hótel þegar að það verður tilbúið. Við létum okkur bara nægja uppábúin rúm. Geggjaðan morgunmat og Saunu sem karlmanninum í  sambandinu tókst að kveikja í með miklum blæstri og tálgun á tré.  Svo skildi ekkert í því daginn eftir að Ég væri með sót í nefinu.

Þetta var 7 klst  ferðalag sem gekk það vel að á leiðinni tilbaka að við misstum okkur í spjalli, já svo miklu að við misstum af bensínstöðvUM. Skelltum okkur í nettan sparakstur ásamt panik ástkonu sem spurði í sífellu....meikum við þetta. Á ég að skella á mig gönguskónum ? Svo loksins þegar fannst bensínstöð í Finnlandi, rétt við landamæri Noregs. Þá taka þeir ekki erlend kort. Reddaðist að lokum með því að fá að taka pening í gegnum visa vél í einkapartýi þarna hjá :) Semsagt nú er allt uppmublað af IKEA vörum og við erum bara rosa kát.

Annars er ég búin að vera á leiðinni að blogga.....veit bara ekki hvert allur tími fer þessa dagana. Þarf nefninlega að skrifa svo margt hérna. Sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa upplifað 17.maí Þjóðhátíðardag Norðmanna.

 

Luv Anna 


Óvelkomin gæludýr og lífið í Norge

MúsSíðan að ég kom til Noregs hef ég heyrt undarleg hljóð úr veggnum í svefnherberginu okkar og nottla spurt Palla minn hvað þetta sé. Svarið sem ég hef fengið frá verkfræðingnum er elskan mín þetta er ábyggilega bara loft í pípunum. Einn að reyna að friða mig. Einmitt....vatn sem hleypur. Til að gera langa sögu stutta hafa mýs gert sig heimakomnar í veggnum svo næsta sem var að gera var að eitra fyrir þessum elskum. Viðurkenni að ég vorkenndi þeim nóttina sem eitrið var sett upp þar sem þær tóku það með sér. Ég heyrði þær velta þessum kubb með sér, rosa glaðar yfir matnum, tístandi og hlaupandi hratt um veggina. Var reyndar við það að fá martraðir því hamagangurinn var svo mikill að á tímabili fannst mér eins og þær hlypu um á gólfinu. Nú heyrist ekkert,,,,,tja nema kannski hroturnar í Palla.

Við erum samt alveg að fá iðnaðarmenn, hlakka til að labba ekki um á steininum og hafa fötin mín eftv í einhverju öðru en tösku á gólfinu. Ha einungis 5 vikna bið :) Verður svo heimilislegt að kannski verðum við að fara að ganga um eins og almennilegt fólk í stað þess að liggja í stofunni yfir páskaeggjum og köldum bjór. Þess má geta að við máttum alveg við þessum 3 páskaeggjum frá Nóa nr 6 og einu nr 4 :)

Hér í Tromso er sólin byrjuð að skína og það skærar og hærra með hverjum deginum.  Hún skín svona eins og hið elskulega fólk sem hér býr. Mér líður svona eins og ég hafi flutt inn á fjölskyldu. Allir vilja allt fyrir mann gera. Leigusalarnir okkar eru t.d mikið meira eins og vinir okkar og samstarfsfélagarnir eru félagar í raun. Ekki það að ég geti kvartað. Hvar sem ég hef unnið hef ég eignast gullmola sem ennþá eru í lífinu mínu og verða þar vonandi áfram þrátt fyrir þetta flakk á mér.

Annars skruppum við skötuhjúin í okkar fyrstu utanlandferð um páskana þar sem við heimsóttum Finnland. Alger snilld, breyttumst svo í óargadýrin íslendinga þegar að við hrundum inní kaupfélagið og misstum okkur í múmínbollum og bjór. Myndi kannski sýna ykkur myndir ef ég hefði tekið einhverjar. Var ekkert að standa mig. Starði bara útumgluggan á endalaust fallegt útsýni, snjó, fjöll og tré.

Kveð ykkur að sinni
Anna Vala

p.s ef mýsnar koma aftur þá tek ég upp asíska siði og elda þær, sjá mynda hér að ofan. Grillaðar mýs


Færsla 2 af.....

StofaHey það er ekki hægt að skamma mig fyrir að blogga ekki þegar að ég er upptekinn við pakka niður eða taka upp úr töskum. Já rétt ég var búin að vera hér í rúma viku þegar að það rann upp þessi líka fallegi sunnudagur. Við kíktum út og ákváðum síðan að hafa kósýkvöld heima með pizzu og víntári. Eftirá að hyggja skil ég ekki afhverju ég hellti ekki í mig þetta kvöld öllum Reykjavodkanum sem til er á heimilinu. Við komumst nefninlega að því að fullmikið af vatni var í geymslunni og þegar betur var að gáð var svefnherbergið og gangurinn líka að safna vatni undir dúkinn. Svo rómantíkin hvarf með vatnssugum, leigusölunum og mönnum frá ISS. Og ef það var einhver vottur eftir af rómantík eða kósýheitum þá hvarf hún fyrir lítið síðar um kvöldið þegar að við fluttum inn í gestaherbergi leigusalans í 75 cm barnarúm og allt skreytt Winnie the pooh. Spurning hvort við getum hugsað okkur kynlíf nokkuð fyrr en á næstu öld. Svo fluttum við 2 dögum seinna í studioíbúð frænda leigusalans og svo "heim aftur" og þar erum við núna. Búum með tveim þurrkurum, dótið okkar í kössum og bíðum eftir iðnaðarmönnum sem virðast ekkert vera að drífa sig. Hér ómar ekki Bach á fóninum heldur meira hann Palli minn...."Anna veistu um.....Anna veistu um....". Já elskan þetta er í litlu ferðatöskunni vinstra megin. Ha ha þetta er bara lífsreynsla. Hver annar en ég myndi lenda í svona. Tja maður spyr sig. Myndin hér að ofan er einmitt heima. Svona fyrir þá sem hafa beðið "spenntir" eftir myndum :)
 
Á laugardaginn var haldið hér Sparkfest í Tromsdalnum. Það er svaka stuð. Það sem til þarf er sparksleði, boð í partýið og búningur (þemað í ár var villta vestrið). Við vorum boðin til yfirmanns Palla, hún og maðurinn hennar bjóða ss 8.manns. Þarna voru allir mættir sem kúrekar með hatt og byssu.....tja nema nottla ég sem fannst upplagt að stimpla mig inn sem hóra úr villta vestrinu með tilheyrandi litlum klæðnaði og daðri af sverustu gerð. Við byrjuðum ss þarna í forrétt. Síðan er manni hennt út. Maðurinn manns skutlar manni að sjálfsögðu á Sparksleðanum sjá hér
Sleði ath að maðurinn á myndinni tengist ekki bloggaranum á nokkurn hátt :) Svo er stoppað á hverju horni....hmmmmm ef sumir ná að stoppa. Ég var orðin ansi góð í að spyrna hælunum niður til að enda ekki á hliðinni. Þarna var tekinn drykkur með fólki og spjallað áður en farið var í aðalrétt á næsta stað. Ss 3ja rétta á mismunandi stöðum með nýju fólki í hvert sinn. Alltaf byrjað upp á nýtt að kynna sig og slíkt. Þetta er frábært form og mjög skemmtilegt fólk tja nottla nema skrítni fulli kallinn í aðalréttinum sem ég hef ekki hugmynd um hver bauð og "vinkona" hans sem virtist líka eiga heima á Vogi. Svo endaði partýið uppi á Tromstindinum ef ég get sagt það. Farið upp með kláfnum og partýinu haldið áfram. Sumir voru þó orðnir frekar drukknir. Það að sveifla byssunni verður erfitt eftir stanslausa drykkju kvöldsins. Þessi mynd er tekin af bænum séð þarna ofan frá. Frekar töff en soldið You had to be there.....tja eða bara gefa mér alvöru myndavél :)
Klafur Þurfið líklega að smella á hana til að sjá eitthvað. Annars ætla ég að kveðja með mynd af okkur skötuhjúunum þetta kvöld. Tvö sem voru alveg búin á þvi. Ekki bara af áfengisneyslu. Það tekur gríðarlega á að sitja 3 mamtarboð og partý og heyra bara norsku og reyna að skilja og tala. Held að ég ætti t.d núna að hætta að blogga og fara og æfa mig í norskunni.
 
AP Later fólks og hafið góða vikurest, Anna Vala

Hið nýja heim.....

TromsSumir kalla þetta hjara veraldar. Hjá mér heitir þetta bara Tromso og nýja landið mitt Noregur. Eftir tæpa viku hérna er ég að fatta að hingað sé ég actually komin. Þetta er eins og lítil lygasaga hvað allt gengur upp þegar maður á síst von á því. Ég vinn á veitingastað sem heitir Fiskerestauranten og er í miðbænum http://fiskerestauranten.no/ , reyndar er ekki mikið komið inná heimasíðuna en það kemur fljótlega. Við hjónakornin byrjuðum einmitt fyrstu kynni okkar við eigendur og starfsfólk með því að vera boðin í dinner á sunnudagskvöldið þar sem allir réttir af matseðli voru prufaðir, teknar myndir fyrir heimasíðuna og svona ásamt því að drekka ótæpilega af hvítvíni og rauðvíni. Kokkabransinn er sem sagt alls staðar eins. Smá trúnó fyrir fyrstu vaktina er t,d algerlega nauðsynlegt. Svo vildu þau fá myndir af kokkunum saman. Frekar fyndið ég er einhverjum cm stærri en eigandinn og við áttum ekki kokkagalla ss þeir voru í láni. Svo ég var uppdressuð í kjól og máluð en hann nýkomin úr eldhúsinu. Þetta verða skemmtilegar myndir. Læt ykkur kannski vita þegar þetta dettur inn. Eins og ég segi þá er þessi bransi alls staðar eins. Í gær var ég t.d ein í eldhúsinu og kann ekki alveg matseðilinn, og leitaði dauðaleit að hinum og þessum sósum. Bar eitthvað rangt fram en enginn kvartaði, þvert á móti voru allir mjög glaðir, sérstaklega með matreiðslu mína á hreindýrinu sem er eina kjötið á matseðlinum. 

Lífið á nýjum stað er að taka á sig mynd, er að læra tungumálið, mjög hægt til að byrja með þar sem það hefur alveg verið um nóg annað að hugsa. Svo er að koma sér fyrir í litlu piparsveinaíbúðinni og átta sig á öllu saman. Og rétt í þessu var mér sagt að ég gæti fengið gönguskíði lánuð....það verður eitthvað kostulegt. Því eins og alþjóð ætti að vita þá er ég með íþróttafötlun á háu stigi.

 

Kossar og knús á klakann Anna Vala

 

 P.s þessi mynd er af kirkjunni sem er rétt hjá íbúðinni minni, svo ef þið eruð í Tromso þá bara fara upp hjá henni þessari ....upp upp og svo til hægri :)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband