Færsluflokkur: Bloggar

The first step to getting the things you want out of life is this: Decide what you want.

Anna_th
Ha ha þessi fyrirsögn....lýsir mér allvega ekki eða mörgum sem ég þekki. Hver veit hvað hann vill eða hvert hann stefnir. Flestum þykir gott að vita bara hvaða dagur er og ákveða hvað á að vera í kvöldmatinn. Eina sem ég veit t.d fyrir víst að það er loksins að koma sumar. Ég finn að það læðist að manni. Ég hef getað setið á svölunum, reyndar með námsbækurnar enn hey....at least I went out. Það hefur heyrt til unantekninga suma daga. Allavega er það orðið frekar súrt þegar að það telst til frétta að maður hafi farið út eða farið í sturtu. Ég finn að frelsið frá skólabókunum nálgast óðfluga og ef ég ætti að taka sumarkúrsa væri það ekki til umræðu. Tek ofan af fyrir þeim sem dettur slíkt í hug. Eins og þetta er skemmtilegt nám þá hefur þetta fyrsta ár tekið fáránlegan toll af manni. Þvílíkt stress og andlegt álag yfir einu námi. Af öllu þessu er líka augljóst að ég er á Íslandi. Þessu fylgja nefninlega endalausar pælingar um hvað sé næst og hvað ef þetta gengur ekki osfrv osfrv. Hjá mér ríkir að sjálfsögðu ekki nein eftirsjá. Ég man reyndar ekki eftir hlutum sem ég sé eftir. Enda til hvers ? Ég tel að allt sem ég hef gert í lífinu hafi skilað mér þangað sem ég er í dag og því góða fólki sem er í kringjum mig. Það er ekkert til sem heitir heppni í þeim efnum. 
Annars hefur þetta gerst síðan síðast......
 
-farið í hvítvín og ís með Erlu þegar að við áttum að vera að læra
 
-misst mann til Gambíu og fengið að vita það með 12.klst fyrirvara
 
-grátið yfir fallegu lagi 
 
-farið með bílinn minn í skoðun og lent í daðri hjá Frumherja....sexý ha
 
-tekið áhættu fyrir tilstilli vesturbæjar drottningarinnar, sem ég sé sko alls ekki eftir 
 
-ekki trúað því að það verði ekkert meira Private Practice næstu mánuðina : (
 
-verið hissa, glöð, sorgmædd og dofin 
 
-skoðað flug til New York
 
-verið rosalega löt og slétt sama
 
-misst úr svefn
 
-lesið erfðarétt og spáð í því að gera erfðaskrá strax
 
-lesið um hjónaskilnaði og spáð í því að giftast ekki
 
-haldið húsfund og látið flesta halda að ég ætti í ástarsambandi við nágranna minn
 
-verið boðin í páskamessu með öðrum granna en þáði ekki boðið
 
-fundið gleðina með diskinn frá vinkonum mínum frá Jamaica Brick and Lace
 
-verið boðin út að borða og notið góðs félagsskaps 
 
 
Later fólk
Anna panna 

Dolly kellingin

Þeir sem þekkja mig smávegis vita að ég er alltaf með tónlist. Hvort sem að það er í botni í bílnum eða hvort ég spila fyrir nágranna mína. Ég held þeim við efnið hvort sem það er með nýja Prodigy disknum eða Alfreð Clausen. Tónlist er bara eitthvað sem ég gæti ekki verið án.  Það er svona eins og að vera ekki með hendi að geta ekki sett lag á fóninn. Og ég hlusta á allt sem sumum finnst öllu verra og stórskrítið. Hef margoft verið spurð hvort ég sé í alvörunni 27 ára þegar að kemur  að lögum. Kann t.d held ég alla textana með  Lónlí blú boys. Lagið hér að ofan  rakst ég á  hinsvegar á þegar að ég átti að vera að lesa fyrir próf í Almennri lögfræði. Man hvað ég var glöð þegar að ég eignaðist þessa útgáfu á kassettu hérna um árið eftir að hafa "nauðgað" því með Whitney Houston. Þegar að ég var yngri kunni ég enga ensku svo ég bara bjó til textann við lögin tja þó þau væru á íslensku var ég með minn eigin texta. Systur minni ástkærri til mikillar gleði og ánægju. Fannst ég greinilega ekki eins æðisleg og mér fannst sjálfri.....

Jæja réttarsagan heillar....get ekki hangið hér eins og kjáni

Anna Vala


Páskar

Ken6Páskarnir eru tími súkkulaðis, allavega á mínum bæ. Ég á besta nágranna og vin í heimi. Fékk risa Nóa páskaegg  og annað til frá Góu sem nú situr á rassinum á mér. Hef þess vegna hafið vodkokúrinn til að stemma mig af :)  Er búin að sitja með Hr Spanó og Hr Líndal yfir hátíðarnar og hafa þeir hagað sér svona sæmilega þrátt fyrir eina og eina leiðinlega ritgerðarspurningu og dóma sem ég skil ekki.

Ég minnist páskanna í Kenya þar sem ég fékk sent páskaegg frá Kötu minni og mikið af þeim.  Algjör hamingja yfir því. Tala nú ekki um þegar að eini maturinn hefur verið hrísgjón. Minnist þess að hlaupa í messu í 27 stiga hita og sól á Páskadegi. Vera eina hvíta dýrið og reyna að skilja hvenær ég átti að standa og hvenær ég átti að taka í hönd fólks. Ég er kannski dugleg að tala um Kenya en það er bara einhvernveginn svo erfitt að fóta sig í Íslensku samfélagi svo vel sé. Erfitt að skilja að ég sé í raun komin heim. Vil benda ykkur á færslu vinar míns sjá hér http://hirondelle.wordpress.com/ . Finnst hann ná að lýsa svo vel hvernig þetta er allt saman. það er nefninlega alls ekki það að Ísland sé ómögulegt þar er meira að læra að lifa aftur í núinu.

En já 15.apríl í Kenya 2008. Ég hafði vaknað snemma og mætti til vinnu, bjóst við að finna alla þar. En þar voru einungis stúdentarnir og vörðurinn. Engir kennarar en þessi staður sem ég vann á var inni í miðju fátækrahverfi. Kennararnir komu seint en ástæðan var sú að engar almenningssamgöngur gengu frá ákveðnum hverfum og þurftu þær því að labba langa leið. Mungiki klíkan var komin í hefndaraðgerðir og drepa átti þá sem ekki voru af Kikuyu ættbálknum. Allt vegna dauða eiginkonu foringjans. Þeir héldu því fram að ef foringinn hefði ekki farið í fangelsi þá hefði hún ekki verið drepin. Við vorum í vinnunni að velta fyrir okkur hvort við ættum að senda nemendur heim eður ei þar sem ástandið var mjög óstapílt þegar að við heyrðum byssuskot og stuttu seinna fullt af fólki á hlaupum. Einn maður í blóði sínu er dregin inn í fátækrahverfið. Ég leyfi mér að efast um að hann hafi komist á spítala eða haft efni á því. Stuttu seinna erum við að Kenyskum sið bara að drekka te og spá hvort við ættum ekki að fara heim. Ekta Kenýskt óþarfi að ana útí hlutina. Þarna var ég komin með verulegan hjartslátt. Þegar loks var ákveðið að loka, komumst við ekki heim þar sem verið var að kveikja í bílum út um allt og við vorum í raun innilokuð í skólanum. Ástandið batnaði þó 2klst síðar og mátti ég þá hlaupa í gegnum fátækrahverfin ásamt "lífvörðum". Þessi dagur lifir eins og svo margir aðrir í minningunni. Hann endaði þó vel og samkvæmt dagbókarfærslu fékk ég Mæju í mat til mín og fékk íslenska bók að heiman.

Hvað vill maður meira? Gleðilega Páska

Anna Vala

 

p.s myndin er af "búðinni" minni :)


Haraka haraka haina baraka

ffÉg held að líf mitt sé að verða eins og lögfræðin í stikkorðum og sem fæstum orðum. Skil ekki afhverju fólk spyr mig ennþá hvað ég sé að gera eða sé að fara að gera. Svarið er: LESA...já ok en hvað ætlarðu að gera í kvöld uuuu: LESA. Svo finnst mér skrítið að ég heyri ekki í fólki, held að það þori einfaldlega ekki að hringja til að trufla ekki námið. Og hvernig gengur námið....uuu fínt held ég. Fyrir þá sem að ekki hafa setið þessa kúrsa er það fljótlega útskýringin að það eru 100 % próf svo maður verður bara að vona að maður sé að ná hvað sé í gangi, engin verkefni eða slíkt. Sem hefur jú kosti og galla. Maður situr ekki sveittur að skila en að sama skapi veit maður ekkert hvar í veröldinni maður er staddur. Já svona er lífið í Kópavoginum, stofan mín lítur út eins og bókasafn og félagslífið er eins og hjá eldri borgara...RIGHT. Nei annars miklu meira stuð hjá eldri borgurum. Þeir fara í kirkju, spila yatzi og svona. Eina kirkjan sem ég hef náð hefur verið messan sem við spilum á Jómfrúnni á sunnudagsmorgnum. Annars fékk ég mér aðeins neðan í því um daginn, náði að hrynja um 1 fyrrverandi, tala óvarlega í leigubíl við vini mína og heyrði síðan....Anna ert þetta þú frá leigubílstjóranum. Sem í þessu tilfelli þekkti þann sem ég var að ræða um. Ég eldrauð í framan. Gott það sást ekki vel þar sem ég var með tonn af meiki og það var myrkur. Reyndi síðan að tala mig út úr vandræðunum ( gekk ekkert vel). Annars væri týpískt kvöld hjá mér svona eins og gott laugardagskvöld í sl viku þegar að Jói vinur minn droppaði við. Álftagerðisbræður á fóninum, túlkun lagaákvæða í lestri og á gasinu var soðið slátur. Nota bene ég held að Jói sé enn að jafna sig : )
 
I am living on the edge
Love Anna Vala
 
p.s hver getur giskað hvað fyrirsögnin þýðir ????

Bjórdagurinn !!!

bustadur-halloween_095.jpgVar hvött til að byrja að blogga aftur. Ætli sá maður vilji ekki helst sjá hér dómareifanir Hæstaréttar sem er eiginlega það eina sem ég hef til málanna að legga þessar vikurnar nema kannski einstaka lög um hjúskap. Gæti einnig verið svolítið villt á því farið í samningalögin. En að öllu þessu slepptu þá líður tíminn of hratt. Það er víst komin mars og 8.vikur í hið hræðilega próf í almennri lögfræði. Ég gæti því orðið ennþá leiðinlegri þegar á líður. Hefði aldrei trúað hvílík geðveiki eitt nám getur verið. Fólk sefur ekki, aðrir eru á lyfjum, enn aðrir væla hjá námsráðgjöfum, sumir sækja aukatíma eins og enginn sé morgundagurinn og enn enn aðrir spila sig kúl á Þjóðarbókhlöðunni en gráta í bjórinn sinn á ölhúsum bæjarins þegar kvölda tekur. Ég reyni þó öðru hvoru að sparka í sjálfan mig til að minna mig á að það skiptir ekki máli hvort ég klára þetta eða ekki. Eða hvort ég klára þetta á 3 eða 5.árum. Það er fullt af tækifærum öðrum ef þetta gengur ekki. Afhverju fylgir það manni að vilja alltaf hafa plön ?

Vinur minn sendi mér þetta á dögunum....því miður er þetta rétt hjá honum!!

 "Það verða að vera downs til að þú vitir hvenær þú ert í ups, ....Stress og samviska eru til að segja þér hvort þú sért að gera rétt eða rangt, en það getur alltaf gengið of langt eins og það hefur gert hjá fólki sem ég þekki. OG ef þú værir full í Afríku núna værir þú eins og kjáni, vegna þess að það er miður dagur þar"

Knús og góðan dag til allra

Anna Vala þessi með króníska samviskubitið

 

p.s Þessi mynd er fyrir alla sem eru ekki á Feisbúkk !!


Árið á enda...

motherNú árið er liðið í aldanna skaut....já og aldrei kemur til baka. Alveg er ég viss um að nágrannar mínir vita það þar sem lagið hefur núna hljómað ca 10 x fyrir þá ( þegar þetta var skrifað) :)
Mér finnst áramót alveg svakalega merkileg og þetta lag. Gaman að horfa til baka og sjá hverju maður hefur áorkað og tekist á við á árinu. Það sem virkaði eins og óklífandi fjall var bara ekkert svo mikið mál eftir allt saman. Árið var yndislegt hjá mér. Ég var meirihluta þess í Kenya, tókst í byrjun árs á við það að búa í hálfgerðu stríðslandi, frammi fyrir átökum í Kenya. Sú reynsla mun aldrei fara neitt. Ég minnist fréttabanns, hættunni á eitruðu vatni, vopnuðu mannanna sem ég mætti og var að spá í að fela mig. Fattaði þá að ég var hvít og að fela sig var eins og endurskinsmerki í tunglsskini. Tilfinningunni um að verða kannski innlyksa í Kenya ef að allt væri á versta veg. Spá í því að ég vildi ekki fara heim og er glöð að hafa haft styrk til þess að vera áfram þó vitandi að fólki drepnu í 1klst fjarlægð og fólki að berjAud_Atliast í 10mín radíus....já ég get talað endalaust um Kenya.
Kom heim og hóf háskólanám, kynntist þar yndislegu fólki og enn á ný hef ég fengið tækifæri til að takast á við eitthvað nýtt.
Háskólanámið hefur fengið mig til að hugsa og sjá marga hluti í svo nýju ljósi. Oft hef ég hugsað hvað ég sé eiginlega spá þegar að maður hefur fengið að detta á rassinn og falltölur upp á 70 og 80% birtast manni til mikillar gleði. Enn ég held bara áfram enda er ég að gera þetta fyrir mig engan annan. Ég hef leitað að innri styrk og baráttuþreki og hugsað hey ég get þetta tja svo er líka ótrúlegasta fólk sem hefur enn trú á mér. Enn hvað ætli nýtt ár beri í skauti sér ? Ég er rosa spennt, pínu glöð með kreppuna þó auðvitað vilji ég ekki sjá neinn þjást enn tel að við höfum mörg hver gott af því að komast niður á jörðina. Meta að það er meira til enn nýtt sófasett og einbýlishús. Meta hvert annað, vináttuna og það bara að vera til. Kannski minnkar t.d hraðinn hér aðeins sem væri svona líka flott fyrir mig þar sem Kenýskur tími væri brilliant fyrir mig. Mæta 1klst of seint og enginn kippir sér upp við það. Ég er ekki frá því að síðan þetta hrun fór af stað sé fólk orðið vinalegra, kannski mín ýmyndun enn þá kannski góð ímynd.

Læt þetta nægja í bili á nýju ári og heiti nýju bloggi innan skamms

Anna Vala

 

p.s Fyrri myndin er fréttamynd frá Kenya ( það sem var í gangi fyrir ári). Sýnir skot sem fór "óvart" inn um glugga og drap móður barnsins sem þarna situr. Þess ber að geta að barninu var bjargað.

Seinni myndin eru íslensku börnin mín Auður Eva og Atli Rúnar.


Er líða fer að jólum...

shrek-in-love.jpgEftir langan tíma án bloggs sé ég mér fært að setja stafi á tölvu. Kannski bara af því að ég á að vera að lesa Evrópurétt eða reyna við lögskýringarfræði. Hver kannast ekki við það að gera allt annað enn að læra þegar að það er á dagskrá? Það er skrýtið hvað maður getur verið andlaus af lærdómi og þreyttur. Bjóst ekki við að hægt væri að sofna með Túlkun lagaákvæða á nefinu oft sama daginn, sofa í Háskólabíó 2x í sama tímanum þó úthvíld hafi verið og farið þreytt inn í rúm kl.15 að degi til.

Annars er ég jólastelpa og er farin að hlakka ískyggiilega til jólanna, reyndar verður þetta meira í ár ég hlakka til 19.des enn þá lýkur einmitt prófinu mínu. Ég hlakka líka til að geta þá komið mér fyrir í litlu höllinni minni sem brátt tekur við Mömmu sinni aftur. Flyt inn 1.des svo fólk getur farið að droppa í kaffi eða fært mér mat. Mér þykja einmitt góðar lærissneiðar í raspi, kjötbollur og soðinn fiskur....bara svona ef ykkur vantar hugmyndir. Annars er ég eins og bakkaköttur "ét allt". 

Mér finnst  annars ótrúlegt að vera komin í neyslubrjálæðið aftur. Hvað gerði ég fyrir síðustu jól  og um jólin hmmmm....

Kenyubúar halda upp á jóin á jóladegi. Jóladagurinn 2007 rann upp og sólin skein, enda desember einn heitasti mánuður ársins. Fósturmóðir mín og systir fóru til vinnu útaf kosningunum. Ég hinsvegar hjálpaði hússtelpunni ásamt slatta af ættingjum að undirbúa jólin. Við þrifum húsið,já ég semsagt skreið um á fjórum fótum og skúrað köngulónnum mínum burt,  mennirnir slátruðu geit, ég steikti Chapati brauð ásamt frænkum og við bjuggum til meðlæti og allt það. Að þessu loknu var allt frekar rólegt.  Seinnipart dags var ég búin að skipta um föt og fór og hitti vinnufélaga minn á barnum, við drukkum nokkra öl áður enn ég fór heim, át geitakjöt, drakk gos sem aðeins er ert til Hátíðarbrigða og ættingjar komu til að borða með okkur og syngja jólasöngva. Eina gjöfin sem var afhennt þennan dag var fótbolti sem ég gaf litla bróður.
Ég viðurkenni að ég hafði kviðið þessum degi eilítið við útförina þar sem ég hafði aldrei upplifað jól annars staðar enn heima á Íslandi. Ég var hrædd um að þennan dag kæmi fram allur minn söknuður. Hann kom aldrei í þeirri mynd sem ég hélt.  Mér finnst núna að þessi einu jól séu eins og jólin eigi að vera. 

Og bara svona í endann er hér smá frá Móðir Theresu..Sonie vinkona átti það til að lesa um hana fyrir okkur samstarfsmennina hjá Rauða Krossinum hvort sem að fólki líkaði betur eða verr Ég man að ég hlustaði yfirleitt með ákafa því að á þessum hörmungartímum sem við upplifðum með fjölda fólks að deyja daglega og annar eins hluta stórslasaðan eða foreldralausan. Þá var gott að geta hugsað um eittthvað fallegt. Sonie thanks

"Even the rich are hungry for love, for being cared for, for being wanted, for having someone to call their own"
Mother Teresa 

 

Knús í bili Anna Vala


Frá því að ég bloggaði síðast hef ég.....

anna_344_713925.jpg

-Verið í stífri aðlögun á Íslandi

-Eignast dóttur

-Hafið nám í lögfræði og glaðst yfir því að fólk hefur rangt fyrir sér þegar talað er um það sé þurrt nám.

-Hlegið í tímum hjá Róbert, tja nema þegar ég hélt hann myndi spyrja mig um Aðskilnaðardóminn sem ég vissi ekkert um.

-Þurft að bíta mig fast í tunguna þegar talað er um skort og kreppu á Íslandi

-Átt í fallegum samskiptum við vini mína heima og erlendis.

-Spáð í því að halda námskeið fyrir ungt fólk um innkaup, eldamennsku og fjármál almennt

-Þurft að játa mig sigraða í slagnum um að maður þurfi ekki bíl í Reykjavík og keypt einn slíkan

-Verið full norður í landi, farið á trúnó og fengið danska vinkonu í heimsókn

-Uppgötvað að það er líf eftir Kenya, þó ég sé enn ekki viss um hversu mikið það sé

-Lært næstum allt um kál og stál bandalagið

-Fattað að 19 kr isk eru ekkert svo mikið og ég þarf ekki að hafa samviskubit yfir að fólk skyldi eyða þeirri upphæð í að senda mér sms til Kenya.

-Fylgst með vinum og kunningjum erlendis gera nýja hluti og ferðast til annara landa. Hef uppgötvað að ég get alltaf farið aftur.

-Spáð í því að blogga eins og 100x enn það skeði aldrei.

-Saknað Adam sem sjá má hér á myndinni, verið stolt af honum vitandi það að hann er að kenna krökkum í Slovakíu að mála.

-Uppgötvað að Íslendingar tala ekki Swahili

-Boðið sjálfri mér á ASÍ þingið

-Uppgötvað að það er hægt að sofna oftar enn einu sinni yfir sömu bls unni í bók Hr Líndal

-Haldið hluthafafund í Glitni og haldið upp á afmæli Pútíns

-Hlegið oftar enn einu sinni af Baggalút

 

Knús Anna panna


Kópavogsborg, Iceland það sem við köllum siðmenningu

Mánuði seinna er loksins hægt að blogga. Ekki það að talvan mín hafi ekki virkað eða nettengingin verið til staðar heldur er bara erfitt og skrítið að vera komin heim.
Við Gulli höfum líkt þessu öllu saman við það að vera í aðlögun á leikskóla. Ég hef verið algerlega úti á túni. Veit ekkert hver er hvað í blöðunum,  veit ekki alveg hvað hefur gerst á árinu, hef ekki horft á næturvaktina, skil því ekki einfalda brandara  þaðan, ég veit ekki lengur hvernig á að gera suma hluti.  Er enn að átta mig á því að ég hef heitt vatn og þvottavél.
Ég hef einnig verið í sjokki hversu hátt við Íslendingar lifum & hvað allir hafa það hreinlega æðislega gott  hérna, ég sé ekki þessa kreppu og þó svo fólk hafi það ekki allt æðislegt þá eru hér skriljón tækifæri til að breyta því. Ég er nú samt ekki bara sokkin í flöskuna eins og hefði mátt skilja á dögunum þegar að ég talaði við ameríska vinkonu mína sem líka saknar Africu.

Ég: I have been feeling like a crazy alcaholic these last days. (Meaning sometimes everything is great and on the other hand everything sucks)

Hún: Ooohh yes me too I have been drinking a lot. Have to quit shortly to drink because the school is starting (she is a teacher)

Það var yndislegt að koma heim þó ég hafi ekki einu sinni séð út um gluggann í Leifstöð ekki var það heldur útaf rigningu eða snjókomu. Heldur sú staðreynd að ég var önnum kafin við að knúsa ælupokann minn. Ég sem var búin að hlakka svo til að heyra setninguna "góðir farþegar velkomin heim". Er núna ekki einu sinni viss um að flugfreyjan hafi sagt það. Var veik frá því að ég sá Flugvél Icelandair í London þar til ég lenti í Keflavík.  Þórdís yndislega fallega vinkona mín sem náði í mig til London. Játs hún er flottust, kom tók með mér lunch og flaug með mig heim þurfi að hlusta á mig kasta upp, væla um veikindi mín á ensku, hún er hörkutól.  Gulli besti flugþjónninn minn stóð sig líka vel enn ætli ég hafi ekki verið hundleiðinleg og langaði hvorki í snakk, súkkulaði né vín. Já það er augljóst að ég var veik. Það tók mig góða viku að hætta að tala ensku í stað íslensku. Er enn að blanda þessu saman og man ekki íslensk orð. Heilinn minn er bara ekki komin heim. Vonast samt til að sjá hann fljótlega.Þarf mikið á honum að halda þessa dagana.

Það er gott á Íslandi, við höfum allt, flestir taka því sem sjálfsögðu, það er gott að vera laus við magakveisur, soðið vatn og menn sem geta ráðist á mig. Ekki svo að skilja að Ísland sé algerlega safe. Er að venjast því að vera með fullt öryggi. Stóð mig að því á Akureyri að líta bakvið mig eftir kl.23 og spá hvort mér væri hreinlega óhætt að labba heim og það með i-podinn á mér. Ég sakna samt sem áður Afríku mikið og lífsins þar.  Afslappaðra tempó og fólk hefur tíma hvort fyrir annað. Það er dapurlegt hvað fólk er busy hér. Suma vini mína hef ég t.d ekki séð síðan ég kom heim.

Myndin hér að ofan er tekin í New York....tja hvað var ég að gera það. Fór í sjokk meðferð með Gulla. Eftir það náði ég upp tempoi að nýju. Gulli var orðinn þreyttur á að þurfa að biðja mig 5x um að drifa mig og þurfa síðan að moka mér út um dyrnar. Við skemmtum okkur að sjálfsögðu stórvel í þessa 24 tíma eins og má sjá á Visa reikningi frúarinnar. hmmm þessi mynd hlunkast ekki inn svo síðar....

 Nóg í bili

Anna Vala


Komin heim

Komin heim með bloggleti dauðans og alla aðra leti, hef átt fullt í fangi með að halda í Íslenskt samfélag og kemst sko ekki með tærnar þar sem þið eruð með hælana.
Er með sama símanúmer og ég hef alltaf verið með 8631524 svo ef þið viljið heyra í mér þá taki þið bara upp símann. Ég er mjög fátæk af númerum þar sem símanum mínum var stolið 2x úti. 

Knús Anna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband