Færsluflokkur: Bloggar
30.7.2007 | 01:04
12.dagar í brottför
Það styttist í brottför og ég er búin að leigja út íbúðina mína þessu líka ágætisfólki. Þau eru pólsk...já andiði nú. Ansi margir vina og kunningja hafa gripið andann á lofti við þessar fréttir, hvað ég sé eiginlega að hugsa. Vitiði ég held að þau séu ekkert verra enn annað fólk og fá minn séns eins og aðrir. Átti reyndar bágt í morgun þegar að ég var ræst út og fullur maður í næsta stigagangi sem vildi svo óheppilega til að var pólverji hafði keyrt á 2 bíla fyrir utan he he. Svo spurði grannkona mín hvort ég væri búin að leigja....og já sagði ég....og hverjum ? ....pólskum systkynum. Gaman að því. Ég hélt smá game í gær fyrir vini mína. Reyna að kveðja fólk og það tókst svona fínt bara. Ég fór ekkert að gráta aðrir sáu um það og töfrabrögð voru sýnd ásamt ansi grófum Thriller dönsum.
Það er annars helst að frétta á þessum þunna sunnudegi að í dag hóf ég inntöku á malaríutöflunum mínum. Ég er 20 þúsund krónum fátækari eftir þau kjarakaup.
Þar sem að ég er frekar samviskusöm þá ákvað ég að lesa nú manualinn fyrir lyfið og þar segir þetta um aukaverkanir: Höfuðverkur, svimi, þreyta, ógleði, uppköst, kviðverkir, niðurgangur, jafnvægisleysi, skapgerðabreytingar, sjóntruflarnir, hiti, slappleiki, þunglyndi, geðtruflanir, lystarleysi, marblettir, útbrot, kláði, bjúgur, öndunarerfiðleikar, martraðir, þunglyndi, liðverkir, vöðvakrampi ofl ofl. Já þetta er ábyggilega æðislegt lyf sem ég hlakka núna mikið til að taka í heilt ár.
Var að koma úr kvöldkaffi sem samanstóð af vöfflum, ostaböku og túnfisksalati.....nammi namm. Ég elska fólk sem að finnst í lagi að háma í sig eftir kl:23 á kvöldin
Later later
Anna panna
p.s þessi mynd er af okkur litlu systur í Ásbyrgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2007 | 23:27
It's the journey...
Ég sit um borð í vél Flugfélags Íslands og er að fara að heiman og heim. Ég er í slitnum nike buxum af systur minni, þeirri yngri og hin eldri segir að ef ég fari í risastórar naríur þá sjái það enginn hversu slitnar þær eru orðnar. Enn það skiptir engu. Ég er með risastór Prada sólgleraugu á nefinu svo fólk um borð sjái ekki að ég felli tár þegar að ég hugsa um litlu skæruliða systur minnar sem verða ári eldri haustið 2008. Ætli þau verði búin að gleyma mér? Móðir mín spurði mig hvort að það væri virkilega ekkert sem ég kviði fyrir vegna Afríkuferðarinnar. Nei í raun ekki. Enn ég mun sakna fólks á Íslandi, vina og ættingja. Ég óska og vona að allir verði heilir þegar að ég kem heim. Svo hugsa ég rökrétt og dreg mig úr þessum pælingum og segi við sjálfa mig. Ég mun engu breyta þó ég verði á Íslandi og þá kemst ég á jörðina og fatta að lífið heldur áfram. Ég er í raun "heppin" eða hef í raun unnið mér það inn að geta verið með fjölskyldu minni eina helgi í Ásbyrgi í sól og blíðu. Notið hins ljúfa lífs, borðað, spilað fótbolta við litla frænda, strítt litlu systur í sömu koju og látið eins og enginn væri morgundagurinn. Drukkið bjór með pabba, látið stóru systur borða bitann af grillinu sem við brenndum óvart, farið í sund með litlu frænku og farið í gönguferð í yndislegri náttúruperlu með mömmu. Enginn skildi vanmeta litlu fallegu hlutina í lífinu. Stundum er er lífið ekki eins og maður vill enn ég er sammála Hertz bílaleigunni sem segir.....It's the journey not the destination. Njótið ferðarinnar sem lífið er gott fólk.
Luv Anna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.7.2007 | 03:34
Brúðkaup var það heillin....
Ég man það eins og gerst hafi í gær að ég horfði á bíómyndir með mömmu, ég var svona á besta aldri 10-14 ára og skildi aldrei afhverju fólk var að gráta í brúðkaupum. Hver gerir eiginlega slíkt var mín hugsun og fannst þetta alveg hræðilega hallærislegt. Þetta er gleði, aldrei græt ég ef það gerist eitthvað skemmtilegt. Ég græt í jarðarförum enn fyrir nokkrum árum bættust við brúðkaup og skírnir. Er það merki um að ég sé að verða meir og gömul? Ég sá einn af mínum bestu vinum ganga upp að altarinu á laugardaginn. Yndislegan gullmola sem á alltaf stað í hjarta mínu og ég get sagt ykkur að ég hreinlega þurfti að horfa á marmarann á gólfinu og hugsa um eitthvað annað til að fara ekki að gráta þegar að brúðarmarsinn byrjaði. Já svona eftir að ég var búin að láta hann fara að hlæja ásamt gullinu mínu. Við kunnum okkur jú alls staðar.
Enn svona er lífið og það breytist stöðugt. Vinir gifta sig, flytja eignast börn, mennta sig ofl ofl. Það er það skemmtilega við lífið það kemur stöðugt á óvart og núna eftir rétt rúmar 3 vikur flyt ég til Afríku. VÁ það styttist óðfluga og ég á enn eftir að pakka, heimsækja nokkra vini, halda party og fara norður.
Knús í bili
Anna panna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.7.2007 | 10:34
Fóstbræður....eitt af mínum uppáhalds atriðum
Gullið mitt er búin að vera að halda lífi í plöntum á heimilinu....það gengur ekkert of vel.
Ætli þetta sé ástæðan??
p.s Elli minn takk fyrir að kenna mér að koma þessu inn.
Njótið sólarinnar
Anna sólargeisli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2007 | 22:49
Hetjan fer í strætó....
Ég hef yfirleitt talist frekar þorinn og allt það ....ja svona utan við smá sjúklega sprautuhræðslu. Í kvöld gerðist ég svo djörf að taka strætó. Já litla gula kvikindið sem ekur um götur borgarinnar og maður þakkar gvuði fyrir að vera á lífi í næsta bíl. Ég var semsagt stelpan sem skoðaði kortið á Lækjartorgi í gott korter. Það var lítið af rónum og engin slagsmál svo ég var óhult. Enn mikið átti ég erfitt með að skilja þetta plan. Var komin á þá skoðun að taka bara leigubíl. Nei svo tók kjarkurinn við og leið 1 var tekin í Hamraborg, já ég steig um borð í gula ferlíkið....sú leið tekur ekki nema 20 mínútur með þessum bus. Í strætó voru eiginlega bara krakkar sem ekki buðu bílstjóranum gott kvöld sem ég tel jú argasta dónaskap, voru með lappirnar á næsta sæti og horfðu á mig með svipnum....hvaðan komst þú skrítna kona og trúið því mér leið þannig. Ég komst leiðar minnar í Hamraborgina og tók þá næsta bíl með því að fara yfir götuna. Um borð í leið 36 var ég eins og með einka driver. Enginn kom upp í á þessari leið og konan sem keyrði talaði við það sem ég held að hafi verið maðurinn hennar allann tímann í símann um uppeldi og leiðir til að bæte hegðun sonarins. Og já engar stöðvunnarskildur voru virtar. Í þessum strætó voru engar bjöllur til að ýta í og því 15 mín frá því lagt var af stað galaði ég....ég vil fara út hérna. Þá var snarstoppað og ég hoppaði út. Þessi ferð tók í heildina ekki nema 40 mín....er það gott eða slæmt? Hvað ætli ég sé lengi að labba heim úr bænum? Já enn ég gaf þessu séns. Sé ekki að þeir verði mikið fleiri. Vildi samt óska að maður þyrfti ekki að eiga bíl á þessum klaka. Góðar almenningssamgöngur eru málið á mínum bæ !!! Þetta er kannski ágætt þessa dagana fyrir atvinnulausa eins og mig að þvælast um í sightseen með strætó enn sem samgöngutæki.neeeeeiiiii ég held ekki.
Strætógellan kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.6.2007 | 01:32
Tóm.....
Er enn að bíða eftir að ég fái kast og hætti við Kenya. Er samt að komast á þá skoðun að það gerist ekki. Reyni að segja sjálfri mér allt slæmt enn allt kemur fyrir ekki. Átti annars yndislega helgi á Flúðum um helgina með AUS liðinu semsagt samtökunum sem ætla að koma mér til Kenya til að gera eitthvert gagn. Það var í alla staði yndislegt ég tók þátt í öllu sem fram fór allt frá verkefnum til stórfiskaleiks og hlaupa í skarðið. Já þessu tók ég þátt í þrátt fyrir að vera búin að reyna að segja þeim að ég sé með íþróttafötlun á háu stigi. Svaf á vindsæng í svefnpoka með fólki sem ég þekki ekkert. Já afhverju er það spes. Jú hreinlega af því að ég er orðin vön hótelum á öllum mínum fundum og ráðstefnum. Ég er langt frá því að vera snobbuð það vita flestir enn þetta var spes.... Var reyndar svo kát með þetta allt að ég hefði ekkert þurft að fara heim strax.
Á síðustu dögum hefur þetta gerst....
-Ég veit hvað bílasalinn minn er búin að missa mörg kg og hvernig hann heldur sér eins og hann er.....don't ask me why.
-Bauð mér í mat til Tótu og hoppaði á Trampólínu með strákunum hennar....allir óskaddaðir
-Hef reynt að koma mér úr stöðunni gjalkeri húsfélagsins ....gengur ekkert
-Hlustað á fólk spyrja mig í sífellu þegar minnst er á flutninga....Hvað verður um Gulla????
Svar: Gulli er gay, við erum vinir, hann er sjálfstæður...ég elska hann enn ber enga ábyrgð á honum.
-Tekið á því í ræktinn með hvítvínsleginni vinkonu sem söng lög með Justin Timberlake upphátt þar....
-Ég hef óskað þess að hafa fleiri klst í sólahringnum.
-Lofað 7 manns lunch...skulda 6 núna.
Knús í bili
Anna panna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.6.2007 | 17:15
Pennavinir
Lenti/kom mér í afar skemmtilegar umræður á dögunum um pennavini. Eins og margir vita eflaust verður ekki hangið á blessuðu internetinu daginn út og inn í Kenýa og þess vegna er upplagt fyrir þá sem telja mig vini sína að kaupa sér lekkert bréfsefni og byrja að huga að línum til að senda tjellingunni. Ef þið verðið ekki dugleg að skrifa neyðist ég til að óska eftir pennanvinum í mogganum. Auglýsingin yrði þá ca svona
24 ára stelpa óskar eftir pennavinum á aldrinum 20-100 ára.....aldur er afstæður. Áhugamál: sætir strákar, ferðalög og fjármálageirinn....
Hvað var þetta með að skrifa sætir strákar??? Í sömu andrá var rætt um hluti sem maður var að safna og hrikalega mikið gert grín af límmiðunum sem ég safnaði. Var það bara Akureyskt sport ?
Koma svo.....tvær færslur sama dag ég er hreinlega að missa það.
Luv Anna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.6.2007 | 13:10
Bleikt bleikt.....
Þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt. Af því tilefni ætlum við að mála bæinn bleikan þann 19. júní ......sumsagt í dag. Við hvetjum alla sem vilja sýna stuðning við jafnrétti í verki til að gera eitthvað bleikt þennan dag.
Anna bleika kveður í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 17:50
Vírd....
Merkilegt hvað maður fer að spá í skrítnum hlutum þegar að maður er búinn að taka ákvörðun um að flytja af landi brott. Þegar að ég hitti fólk hugsa ég ætli ég ætti að kveðja núna sé ég hann/hana aftur áður enn ég fer, núna er ég að bóna bílinn í síðasta skipti í ár bla. Ég er VÍRD eins og Kata mín segir. Ég velti því fyrir mér hvort ég muni sjá breytingu eftir eitt ár á vinum og landi. Tja varla samt, ætli það verði ekki bara ég sem verð breytt. Ótrúlegustu hlutir koma upp í kollinn og enn meira af hlutum sem þarf að gera fyrir svona ferð. Eins og leigja íbúðina mína, selja bílinn minn, pakka dóti, fara í sprautur og meiri sprautur, ganga frá fjármálum, skipuleggja kveðjupartý....það er eiginlega efst á mínum lista. Svo hvað tekur maður með sér til Afríku, hmmm sem minnst enn hvað? Það er komið á hreint að úti verð ég með 2000 KSHS á mánuði í vasapeninga sem er gjaldmiðillinn og gerir 1940 kr íslenskar he he. Fyrir þann pening get ég keypt 88 bjóra eða farið 66 sinnum í strætó eða farið 10 sinnum á diskótek. Yndisleg vinkona mín var tilbúin að gefa mér 1000 kr isk á mánuði svo nú á ég aukalega fyrir 44 bjórum á mánuði.
Annars er þetta allt mjög skrítið að vera að fara. Mun ekki trúa þessu fyrr enn ég sé Kenýa.
Later
Anna sem kann að forgangsraða í peningamálum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2007 | 17:49
Til annara heimsálfu ég fer
Margt hefur mér dottið í hug enn þetta er án efa ein sú besta hugmynd sem ég hef fengið. Já eftir tvo mánuði verður ekki lengur bloggað um Ísland og fyllerísferðir down town heldur um Afríku og ævintýri mín þar enn þangað hef ég ákveðið að flytja í 1.ár. Já þið lásuð rétt. Kenýa eða réttara sagt Nairobi verður heimili mitt. Ég ætla að fara og sinna sjálfboðaliðastarfi. Það er ekki alveg 100% komið hverju ég sinni enn það verður tengt börnum, kennsla og ýmiss konar aðstoð við m.a götubörn. Ég hlakka alveg hrikalega til. Kvíði ekki ferðinni, eina sem ég er smeik við er sá aragrúi af bólusetningum sem ég þarf að fara í, lifrabólga, heilahimnubólga og hvað allt þetta heitir.....brrr fæ eiginlega bara hroll.
Hér eru smá video til að koma ykkur í Kenýa gírinn.
http://www.youtube.com/watch?v=NuLI09R7VY0
http://www.youtube.com/watch?v=YnYPfC7alac
Þið ykkar sem langar að hitta mig áður enn ég fer út. Endilega verðið í bandi. Svo verður náttúrulega svaðalegt kveðjuhóf.
Meiru um allt og ekkert síðar
knús Anna panna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)