31.3.2009 | 15:13
Haraka haraka haina baraka
Ég held að líf mitt sé að verða eins og lögfræðin í stikkorðum og sem fæstum orðum. Skil ekki afhverju fólk spyr mig ennþá hvað ég sé að gera eða sé að fara að gera. Svarið er: LESA...já ok en hvað ætlarðu að gera í kvöld uuuu: LESA. Svo finnst mér skrítið að ég heyri ekki í fólki, held að það þori einfaldlega ekki að hringja til að trufla ekki námið. Og hvernig gengur námið....uuu fínt held ég. Fyrir þá sem að ekki hafa setið þessa kúrsa er það fljótlega útskýringin að það eru 100 % próf svo maður verður bara að vona að maður sé að ná hvað sé í gangi, engin verkefni eða slíkt. Sem hefur jú kosti og galla. Maður situr ekki sveittur að skila en að sama skapi veit maður ekkert hvar í veröldinni maður er staddur. Já svona er lífið í Kópavoginum, stofan mín lítur út eins og bókasafn og félagslífið er eins og hjá eldri borgara...RIGHT. Nei annars miklu meira stuð hjá eldri borgurum. Þeir fara í kirkju, spila yatzi og svona. Eina kirkjan sem ég hef náð hefur verið messan sem við spilum á Jómfrúnni á sunnudagsmorgnum. Annars fékk ég mér aðeins neðan í því um daginn, náði að hrynja um 1 fyrrverandi, tala óvarlega í leigubíl við vini mína og heyrði síðan....Anna ert þetta þú frá leigubílstjóranum. Sem í þessu tilfelli þekkti þann sem ég var að ræða um. Ég eldrauð í framan. Gott það sást ekki vel þar sem ég var með tonn af meiki og það var myrkur. Reyndi síðan að tala mig út úr vandræðunum ( gekk ekkert vel). Annars væri týpískt kvöld hjá mér svona eins og gott laugardagskvöld í sl viku þegar að Jói vinur minn droppaði við. Álftagerðisbræður á fóninum, túlkun lagaákvæða í lestri og á gasinu var soðið slátur. Nota bene ég held að Jói sé enn að jafna sig : )
I am living on the edge
Love Anna Vala
p.s hver getur giskað hvað fyrirsögnin þýðir ????
Athugasemdir
Gaman gaman Anna Vala bloggar...og ég fyrst til að kvitta
Fyrirsagnarleikurinn... hraði leiðir ekki til velsældar...s.s. allir að róa sig og njóta augnabliksins
Guðbjörg (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 17:33
Djöfull varstu snögg að ná þessu kona...google maybe ? Í rauninni segir þetta bara hraði leiðir ekki til neins góðs. Sem er alveg týpískt fyrir Kenýubúa. Like they say there is no hurry in Africa
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 2.4.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.