16.4.2009 | 17:13
Dolly kellingin
Þeir sem þekkja mig smávegis vita að ég er alltaf með tónlist. Hvort sem að það er í botni í bílnum eða hvort ég spila fyrir nágranna mína. Ég held þeim við efnið hvort sem það er með nýja Prodigy disknum eða Alfreð Clausen. Tónlist er bara eitthvað sem ég gæti ekki verið án. Það er svona eins og að vera ekki með hendi að geta ekki sett lag á fóninn. Og ég hlusta á allt sem sumum finnst öllu verra og stórskrítið. Hef margoft verið spurð hvort ég sé í alvörunni 27 ára þegar að kemur að lögum. Kann t.d held ég alla textana með Lónlí blú boys. Lagið hér að ofan rakst ég á hinsvegar á þegar að ég átti að vera að lesa fyrir próf í Almennri lögfræði. Man hvað ég var glöð þegar að ég eignaðist þessa útgáfu á kassettu hérna um árið eftir að hafa "nauðgað" því með Whitney Houston. Þegar að ég var yngri kunni ég enga ensku svo ég bara bjó til textann við lögin tja þó þau væru á íslensku var ég með minn eigin texta. Systur minni ástkærri til mikillar gleði og ánægju. Fannst ég greinilega ekki eins æðisleg og mér fannst sjálfri.....
Jæja réttarsagan heillar....get ekki hangið hér eins og kjáni
Anna Vala
Athugasemdir
þetta lag minnir mig alltaf á þig! þú elskaðir það þarna í denn!! og kanski enn!? áttir þessar svaka græjur, gleymi því aldrei. með stórum hækka/lækka snúningstakka
en allavega, var að míga á mig úr hlátri þegar ég las leigubílafærsluna hérna neðar, sé þetta alveg fyrir mér, heppinn alltaf hahahaha ;)
knús!
rósa björg (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:42
Ha ha segðu þetta með leigubílinn. Verð að segja þér alla söguna við tækifæri. Ég hélt ég myndi andast....af öllum leigubílstjórum.
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 23.4.2009 kl. 00:41
Man eftir Whitney Houston tímabilinu þínu! Og öllum myndunum og greinunum... HAHA!
Ásdís Sig (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.