Frá því að ég bloggaði síðast hef ég.....

anna_344_713925.jpg

-Verið í stífri aðlögun á Íslandi

-Eignast dóttur

-Hafið nám í lögfræði og glaðst yfir því að fólk hefur rangt fyrir sér þegar talað er um það sé þurrt nám.

-Hlegið í tímum hjá Róbert, tja nema þegar ég hélt hann myndi spyrja mig um Aðskilnaðardóminn sem ég vissi ekkert um.

-Þurft að bíta mig fast í tunguna þegar talað er um skort og kreppu á Íslandi

-Átt í fallegum samskiptum við vini mína heima og erlendis.

-Spáð í því að halda námskeið fyrir ungt fólk um innkaup, eldamennsku og fjármál almennt

-Þurft að játa mig sigraða í slagnum um að maður þurfi ekki bíl í Reykjavík og keypt einn slíkan

-Verið full norður í landi, farið á trúnó og fengið danska vinkonu í heimsókn

-Uppgötvað að það er líf eftir Kenya, þó ég sé enn ekki viss um hversu mikið það sé

-Lært næstum allt um kál og stál bandalagið

-Fattað að 19 kr isk eru ekkert svo mikið og ég þarf ekki að hafa samviskubit yfir að fólk skyldi eyða þeirri upphæð í að senda mér sms til Kenya.

-Fylgst með vinum og kunningjum erlendis gera nýja hluti og ferðast til annara landa. Hef uppgötvað að ég get alltaf farið aftur.

-Spáð í því að blogga eins og 100x enn það skeði aldrei.

-Saknað Adam sem sjá má hér á myndinni, verið stolt af honum vitandi það að hann er að kenna krökkum í Slovakíu að mála.

-Uppgötvað að Íslendingar tala ekki Swahili

-Boðið sjálfri mér á ASÍ þingið

-Uppgötvað að það er hægt að sofna oftar enn einu sinni yfir sömu bls unni í bók Hr Líndal

-Haldið hluthafafund í Glitni og haldið upp á afmæli Pútíns

-Hlegið oftar enn einu sinni af Baggalút

 

Knús Anna panna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

: * Þú ert algjört yndi...þú gleymdir að minnast á þá merku uppgötvun að Róbert Spanó byggði EKKI Háskóla Íslands og að þú varst gift kona allavega í ..tjah...sólarhring og fyrrverandi eiginmaður þinn Eggert, er ennþá að jafna sig..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 30.10.2008 kl. 08:46

2 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Þú afrekar meira en margir aðrir og það er vel!

En ég set spurningamerki við fjölskyldugildin þín: um daginn áttir þú mann, í einn dag eða svo. Hvað ætlarðu að halda þessari dóttur lengi, ef ég má spyrja?

Það var rosa gaman að sjá þig um daginn og kaffibollinn bíður bara eftir okkur rjúkandi heitur :)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 30.10.2008 kl. 17:22

3 identicon

OG byrjaðir í ræktinni...!

Ásdís (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 18:08

4 identicon

Hæ sæta spæta! Bara að kasta á þig kveðju :D

RósaBjörg (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:13

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleiksknús frá Lejre

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband