Árið á enda...

motherNú árið er liðið í aldanna skaut....já og aldrei kemur til baka. Alveg er ég viss um að nágrannar mínir vita það þar sem lagið hefur núna hljómað ca 10 x fyrir þá ( þegar þetta var skrifað) :)
Mér finnst áramót alveg svakalega merkileg og þetta lag. Gaman að horfa til baka og sjá hverju maður hefur áorkað og tekist á við á árinu. Það sem virkaði eins og óklífandi fjall var bara ekkert svo mikið mál eftir allt saman. Árið var yndislegt hjá mér. Ég var meirihluta þess í Kenya, tókst í byrjun árs á við það að búa í hálfgerðu stríðslandi, frammi fyrir átökum í Kenya. Sú reynsla mun aldrei fara neitt. Ég minnist fréttabanns, hættunni á eitruðu vatni, vopnuðu mannanna sem ég mætti og var að spá í að fela mig. Fattaði þá að ég var hvít og að fela sig var eins og endurskinsmerki í tunglsskini. Tilfinningunni um að verða kannski innlyksa í Kenya ef að allt væri á versta veg. Spá í því að ég vildi ekki fara heim og er glöð að hafa haft styrk til þess að vera áfram þó vitandi að fólki drepnu í 1klst fjarlægð og fólki að berjAud_Atliast í 10mín radíus....já ég get talað endalaust um Kenya.
Kom heim og hóf háskólanám, kynntist þar yndislegu fólki og enn á ný hef ég fengið tækifæri til að takast á við eitthvað nýtt.
Háskólanámið hefur fengið mig til að hugsa og sjá marga hluti í svo nýju ljósi. Oft hef ég hugsað hvað ég sé eiginlega spá þegar að maður hefur fengið að detta á rassinn og falltölur upp á 70 og 80% birtast manni til mikillar gleði. Enn ég held bara áfram enda er ég að gera þetta fyrir mig engan annan. Ég hef leitað að innri styrk og baráttuþreki og hugsað hey ég get þetta tja svo er líka ótrúlegasta fólk sem hefur enn trú á mér. Enn hvað ætli nýtt ár beri í skauti sér ? Ég er rosa spennt, pínu glöð með kreppuna þó auðvitað vilji ég ekki sjá neinn þjást enn tel að við höfum mörg hver gott af því að komast niður á jörðina. Meta að það er meira til enn nýtt sófasett og einbýlishús. Meta hvert annað, vináttuna og það bara að vera til. Kannski minnkar t.d hraðinn hér aðeins sem væri svona líka flott fyrir mig þar sem Kenýskur tími væri brilliant fyrir mig. Mæta 1klst of seint og enginn kippir sér upp við það. Ég er ekki frá því að síðan þetta hrun fór af stað sé fólk orðið vinalegra, kannski mín ýmyndun enn þá kannski góð ímynd.

Læt þetta nægja í bili á nýju ári og heiti nýju bloggi innan skamms

Anna Vala

 

p.s Fyrri myndin er fréttamynd frá Kenya ( það sem var í gangi fyrir ári). Sýnir skot sem fór "óvart" inn um glugga og drap móður barnsins sem þarna situr. Þess ber að geta að barninu var bjargað.

Seinni myndin eru íslensku börnin mín Auður Eva og Atli Rúnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér tekst vel að koma lífsreynslu nokkurra missera í góða pistla.  Sjáðu hvað Afríkudvöl þín hefur gert þér gott.  Þú verður aldrei söm.  Hafðu það gott mín kæra.

kv. S

Skúli (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband